„Hér byrjast Glúms saga“
„Helgi hét maður og var kallaður Helgi hinn magri …“
„… allra vígra manna á hans dögum hér á landi og lýkur þar sögu Glúms Eyjólfssonar.“
„Upphaf Víga-Glúms sögu in chartâ Gũldenlewii“
„Helgi hét maður og var kallaður Helgi hinn magri …“
„… og aldraður mjög er saga þessi gjörðist …“
Þetta upphaf Víga-Glúms sögu er skrifað á oktavoblað (innskotsblað 1 bisr) eftir chartâ Gũldenlewii. Það er heldur lengra en uppskriftin á upphafi sögunnar á blaði 1r. Oktavoblaðið er með hendi Árna Magnússonar.
Fjögur kver.
Pappaband (301 mm x 196 mm x 8 mm) er frá 1772-1780.
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til fyrri hluta 17. aldar í Katalog I , bls. 132. Það var upprunalega hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 11 fol., AM 50 a fol., AM 151 fol., AM 165 a fol., AM 165 b fol., AM 165 c fol., AM 165 d fol., AM 165 e fol., AM 165 g fol., AM 165 h fol., AM 165 i fol., AM 165 k fol., AM 165 l fol., AM 165 m fol., AM 202 a fol., AM 202 g fol. og AM 202 i fol.
Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá sr. Högna Ásmundarsyni (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.
Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.