Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 163 h beta fol.

Sögubók ; Ísland, 1650-1700

Innihald

1 (1r-11r)
Bárðar saga Snæfellsáss
Titill í handriti

Hér byrjast sagan af Bárði Snæfellsás.

Upphaf

Dumbur hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… Ei er þess getið að Gestur hafi börn átt.

Baktitill

Og endast svo sagan af Bárði Snæfellsás.

Athugasemd

 • Upphaf sögunnar og fyrirsögn er síðari tíma viðbót. Þetta efni er skrifað á neðri spássíu blaðs 1r.
 • Hugsanlegt er að upphaf textans og fyrirsögn hafi verið á blaði sem nú vanti í handritið.

2 (11r-21r)
Harðar saga og Hólmverja
Titill í handriti

Saga af Hörði og hans fylgjurum, þeim Hólmverjum.

Upphaf

Á dögum Haralds hins hárfagra byggðist mest Ísland …

Niðurlag

… hafa jafnmargir í hefnd verið drepnir sem eftir Hörð.

Baktitill

Og lúkum vér svo Hólmverja sögu.

3 (21v-22v)
Ölkofra þáttur
Titill í handriti

Ölkofra þáttur.

Upphaf

Þórhallur hét maður. Hann bjó í Bláskógum á Þórhallastöðum …

Niðurlag

… og hélst það meðan þeir lifðu.

Baktitill

Og lýkur þar Ölkofra þætti.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 22 + i blöð (305 mm x 192 mm).
Tölusetning blaða

 • Síðari tíma blaðmerking með blýanti 1-22.
 • Leifar af blaðmerkingu með rauðum lit.

Kveraskipan

Fjögur kver:

 • Kver I: blöð 1r-4v, 2 tvinn.
 • Kver II: blöð 5r-6v, 1 tvinn.
 • Kver III: blöð 7r-14v, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 15r-22v, 4 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 270-275 mm x 150-155 mm.
 • Línufjöldi er ca 40-42.
 • Síðutitlar eru víða, sbr. t.d. 10v-11r.
 • Griporð eru t.d. á blöðum 6r-8v. Um nokkrar undantekningar er þó að ræða, sbr. t.d. blöð 2r, 3r og 4v og víðar.
 • Merki um vísur í texta eru á spássíum. Þar hefur skrifarinn skrifað vísa, sjá. t.d. á blöðum 3r, 4r-v og víðar.

Ástand

 • Síðutitlar eru víðast hvar skertir eða nánast horfnir vegna afskurðar blaða, sbr. t.d. blöð 1v-4v.

Skrifarar og skrift

Skreytingar

 • Pennaskreyttir upphafsstafir eru víða, t.d. á blöðum: 1v, 2, 3v.

 • Griporð eru víðast hvar, sbr. á blaði 7r. Þau eru afmörkuð með látlausu pennastriki.

 • Víða í textanum (á greinarskilum) er merki sem líkist Z-u og endar neðri hluti í lykkju sem dregin er niður fyrir línu (sjá t.d. blöð 2r, 4r, 7r og víðar).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Upphafi Bárðar sögu er bætt við á neðri spássíu á blaði 1r.
 • Safnmark og upplýsingar um eldri skráningu er skrifað með hendi Kålunds á miða (úr eldra bandi) sem líndir eru á fremra band verso.
 • Spássíuskrif eru á nokkrum stöðum, sbr. t.d. á blöðum 20v og 22v.

Band

Band (318 mm x 215 mm x 12 mm) er frá 1974. Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Fylgigögn
Laus miði með upplýsingum um forvörslu handrits.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi líklega 1650-1678 en það er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 128. Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 123 fol., AM 164 f fol., AM 163 h fol. (í þessari röð) og líklega AM 167 fol. (framan eða aftan við).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Magnúsar Kortssonar í Árbæ (sbr. seðil í AM 167 fol.), en Árni Magnússon fékk hana frá Hákoni Hannessyni (sbr. seðil í AM 163 h fol.).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. júní 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 21. desember 1885 í Katalog I; bls. 129 (nr. 211), DKÞ grunnskráði 3. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 19. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010.

Viðgerðarsaga

Viðgert 1997.

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í febrúar 1974. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Harðar saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Hast, Sture
Umfang: 6
Lýsigögn
×

Lýsigögn