Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 163 g fol.

Þórðar saga hreðu ; Ísland, 1675-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-14r)
Þórðar saga hreðu
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Þórði hreðu.

Upphaf

Maður hét Þórður. Hann var sonur Hörðu-Kára …

Niðurlag

… Þórður hreða varð sóttdauður. Höfum vér ekki fleira heyrt sagt með sannindum af honum.

Baktitill

Lýkur hér nú söguna af Þórði hreðu.

Athugasemd

Eyða í texta forrits er auðkennd á blaði 9r.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ( 1 , 4 , 6 , 8-9 , 11 , 13 ) // Mótmerki: Fangamark ( 2-3 , 5 , 7 , 10 , 12 ).

Blaðfjöldi
14 blöð (293 mm x 190 mm). Nokkrar línur eru auðar á efri hluta blaðs 9r. Meirihluti blaðs 14r er auður og blað 14v er autt.
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðmerking með svörtu bleki 1-14.

Kveraskipan

Tvö kver.

  • Kver I: blöð 1-10, 5 tvinn.
  • Kver II: blöð 11-14, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 245 mm x 150 mm.
  • Línufjöldi er ca 36-42.
  • Griporð afmörkuð með pennaflúri.
  • Síðutitlar ná yfir opnu, sbr. t.d. blöð 2v-3r þar sem skrifað er Þórður á blað 2v og hreða á blað 3r.

Ástand

  • Blekblettur á blaði 1r skemmir textann lítillega.

Skrifarar og skrift

Skreytingar

  • Pennaskreyttir upphafsstafir í fyrirsögn á blaði 1r.

  • Síðutitlar eru pennaskreyttir og með stærra letri og griporð afmörkuð með pennaflúri.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Niðurlag sögunnar á blaði 14r er seinni tíma viðbót.

Band

Pappaband frá árunum 1772-1780 (301 mm x 195 mm x 6 mm). Framan á kápu eru titill sögunnar og safnmark skráð. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi á yngri árum Þórðar Þórðarsonar (sbr. seðil) og tímasett til loka 17. aldar í Katalog I , bls. 128. Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 159 fol., AM 163 f fol., AM 163 s fol. og líklega AM 164 e fol.

Ferill

Bókina sem handritið var tekið úr fékk Árni Magnússon frá sr. Guðmundi Jónssyni á Helgafelli (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. október 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar   19. desember 1885 í Katalog I; bls. 128 (nr. 209), DKÞ grunnskráði 2. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 18. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 22. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: The manuscripts of Hrólfs saga kraka,
Umfang: XXIV
Titill: Hálfs saga ok Hálfsrekka,
Ritstjóri / Útgefandi: Seelow, Hubert
Umfang: 20
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn