„Hér byrjar sögu af Þórði hreðu.“
„Maður hét Þórður. Hann var sonur Hörðu-Kára …“
„… Þórður hreða varð sóttdauður. Höfum vér ekki fleira heyrt sagt með sannindum af honum. “
Lýkur hér nú söguna af Þórði hreðu.
Eyða í texta forrits er auðkennd á blaði 9r.
Tvö kver.
Pappaband frá árunum 1772-1780 (301 mm x 195 mm x 6 mm). Framan á kápu eru titill sögunnar og safnmark skráð. Blár safnmarksmiði er á kili.
Handritið er skrifað á Íslandi á yngri árum Þórðar Þórðarsonar (sbr. seðil) og tímasett til loka 17. aldar í Katalog I , bls. 128. Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 159 fol., AM 163 f fol., AM 163 s fol. og líklega AM 164 e fol.
Bókina sem handritið var tekið úr fékk Árni Magnússon frá sr. Guðmundi Jónssyni á Helgafelli (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. október 1974.
Kålund gekk frá handritinu til skráningar 19. desember 1885 í Katalog I; bls. 128 (nr. 209), DKÞ grunnskráði 2. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 18. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 22. júní 2020.
Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.