Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 158 fol.

Sögubók ; Ísland, 1630-1675

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-140r)
Austfirðingasögur
1.1 (1r-6r)
Hrafnkels saga Freysgoða
Titill í handriti

Saga af Hrafnkeli goða.

Upphaf

[Þ]að var á dögum Haralds konungs hins hárfagra …

Niðurlag

… og þóttu miklir menn fyrir sér og lýkur hér frá Hrafnkeli að segja.

1.2 (6r-10v)
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Titill í handriti

Saga af Gunnari Keldugnúpsfífli.

Upphaf

[Þ]orgrímur hét maður sem bjó þar sem nú heitir á Hörgslandi …

Niðurlag

… er frá þeim komin mikil ætt. Þóttu það allt vera miklir menn fyrir sér.

Baktitill

Og lýkur hér með sögu af Gunnari Keldugnúpsfífli.

1.3 (10v-13r)
Gunnars þáttur Þiðrandabana
Titill í handriti

Sagan af Gunnari Þiðrandabana.

Upphaf

[K]etill hét maður og var kallaður þrymur …

Niðurlag

… og var hann í Noregi til elli ævi sinnar. Lýkur hér með sögu Gunnars.

1.4 (13v-15r)
Þorsteins þáttur stangarhöggs
Titill í handriti

Saga af Þorsteini stangarhögg.

Upphaf

[M]aður nefnist Þórarinn er bjó í Sunnudal …

Niðurlag

… Hefur margt manna frá þeim komið og lýkur þar frá þeim að segja.

1.5 (15r-15v)
Þorsteins þáttur forvitna
Titill í handriti

Saga af Þorsteini forvitna.

Upphaf

[Þ]orsteinn hét maður, íslenskur …

Niðurlag

… og skildust þeir Þorsteinn með hinni mestu vináttu.

Baktitill

Og lýkur hér af Þorsteini forvitna að segja.

1.6 (15v)
Þorsteins þáttur sögufróða
Titill í handriti

Saga af Þorsteini fróða.

Upphaf

[Í] Austjörðum óx upp sá maður er Þorsteinn hét …

Niðurlag

… og var jafnan með konungi. Lýkur svo þessum söguþætti.

1.7 (15v-18r)
Þorsteins saga hvíta
Titill í handriti

Saga af Þorsteini hvíta.

Upphaf

[M]aður hét Ölvir hinn hinn(!) hvíti …

Niðurlag

… og varð úr fullur fjandskapur sem segir í Vopnfirðingasögu.

Baktitill

Og lýkur hér sögu Þorsteins hins hvíta.

1.8 (18r-18v)
Þorsteins þáttur Austfirðings
Titill í handriti

Saga af Þorsteini suðurfara.

Upphaf

[Þ]orsteinn hét maður austfirskur að ætt …

Niðurlag

… að duga þér. Konungur var vel …

Athugasemd

Niðurlag sögunnar vantar. Hugsanlega um eyðu í forriti að ræða þar sem blöð 19-20 eru auð.

1.9 (21r-22v)
Jökuls þáttur Búasonar
Titill í handriti

Söguþáttur Jökuls Búasonar

Upphaf

[J]ökli þótti nú svo illt verk sitt …

Niðurlag

… og lýkur svo frá honum að segja.

1.10 (23r-26v)
Orms þáttur Stórólfssonar
Titill í handriti

Saga af Ormi Stórólfssyni.

Upphaf

[H]ængur hét maður, son Ketils Naumdæla en móðir hét Hrafnhildur …

Niðurlag

… og þótti æ hinn mesti maður og varð ellidauður og hélt vel trú sína. Og lýkur svo frá honum að segja.

Athugasemd

Blöð 27r-28v eru auð.

1.11 (29r-37v)
Bárðar saga Snæfellsáss
Titill í handriti

Bárðar saga

Upphaf

Dumbur hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… Ekki er þess getið að Gestur Bárðarson hafi nokkur börn átt.

Baktitill

Og lýkur hér sögu Bárðar Snæfellsáss og Gests sonar hans.

1.12 (37v-66v)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Hér hefst Laxdælinga saga

Upphaf

[K]etill flatnefur hét maður, sonur Bjarnar bunu …

Niðurlag

… Þorkell Gellisson var hið mesta nytmenni og var sagður manna fróðastur og lýkur þar nú sögum þessum.

Athugasemd

Sagan endar í 78. kafla, sbr. útgáfu sögunnar, og er það í samræmi við niðurlag í Z-gerð Laxdælu. Í Y-gerð endar Laxdæla með Bollaþætti (sbr. Einar Ólafur Sveinsson; Íslenzk fornrit V. 1934: lxxii-lxxvi. ).

1.13 (67r-94r)
Egils saga Skallagrímssonar
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Kveldúlfi

Upphaf

Úlfur hét maður og var Bjálfason …

Niðurlag

… þá er Ólafur konungur Tryggvason féll. Skúli hafði átt í orustum sjö bardaga.

1.14 (94r-112v)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

Hér hefst Þórsnesinga saga sem öðru nafni kallast Eyrbyggja

Upphaf

[K]etill flatnefur hét hersir einn í Noregi …

Niðurlag

… voru þau bein öll þá grafin niður þar sem nú stendur kirkjan.

Baktitill

Og lýkur hér nú sögu Þórsnesinga og Eyrbyggja.

Athugasemd

Blöð 113r-113v eru auð.

1.15 (114r-123v)
Vatnsdæla saga
Titill í handriti

Hér byrja(!) saga Vatnsdæla

Upphaf

[M]aður er nefndur Ketill og var kallaður þrymur …

Niðurlag

… og hélt vel trú sína fram um ævi og ellidaga.

Athugasemd

Í Íslenzkum fornritum VIII er þetta niðurlag í samræmi við niðurlag 46. kafla sögunnar en kaflarnir eru þar alls 47 (1939:126).

1.16 (124r-136v)
Reykdæla saga
Upphaf

[M]aður hét Þorsteinn höfði …

Niðurlag

… svo þeim Illuga, og Birni, 000 fór og til Ölvers með.

Athugasemd

Af fyrirsögn er einungis tilfært orðið Skutu.

1.17 (136v-140r)
Valla-Ljóts saga
Titill í handriti

Söguþáttur af Vallna-Ljót

Upphaf

[S]igurður hét maður. Hann var son Karls hins rauða …

Niðurlag

… Hélt Guðmundur virðingu sinni allt til dauðadags og lýkur þar þessari sögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki 1: Bær með þremur turnum og fangamarki HB (IS5000-02-0158_19r), bl. 1391419314244127131. Stærð: 58 x 62 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 51 mm.

    Aðalmerki 1 (par) (IS5000-02-0158_20r), bl. 5713152029353840129-130. Stærð: 55 x 62 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 52 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1630 til 1675.
  • Aðalmerki 2: Akkeri (IS5000-02-0158_21v), bl. 21-24325863112. Stærð: 34 x 47 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 24 mm.

    Aðalmerki 2 (par) (IS5000-02-0158_59v), bl. 5759-6065-66111. Stærð: 36 x 48 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 24 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1630 til 1675.
  • Aðalmerki 3: Bær með þremur turnum, fangamarki C4 og kórónu (IS5000-02-0158_51r), bl. 454851. Stærð: 55 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 52 mm. Mótmerki 3: Bókstafur S (IS5000-02-0158_49r), bl. 464952. Stærð: 31 x 12 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 28 mm.

    Aðalmerki 3 (par) (IS5000-02-0158_50r), bl. 50. Stærð: 117 x 53 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 51 mm.

    Mótmerki 3 (par) (IS5000-02-0158_47v), bl. 47. Stærð: 29 x 11 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 27 mm.

    Notað frá 1630 til 1675.
  • Aðalmerki 4: Skjaldarmerki með sverðlilju og kórónu (IS5000-02-0158_68r), bl. 6871-72747678808285878993-9497-98?100?102114-117119. Stærð: 101 x 74 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 80 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1630 til 1675.
  • Aðalmerki 5: Ljón sem heldur á öxi (IS5000-02-0158_104v), bl. 103-105, 107. Stærð: 77 x 44 mm,

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1630 til 1675.
  • Aðalmerki 6: Tveir turnar með fjórum egglaga gluggum (IS5000-02-0158_132v), bl. 132-133. Stærð: 70 x 51 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 49 mm.

    Aðalmerki 6 (par) (IS5000-02-0158_136r), bl. 136-137. Stærð: 70 x 53 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 50 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1630 til 1675.

Blaðfjöldi
i + 140 + i blöð (291 mm x 192 mm). Auð blöð: 19-20, 27-28, 113 og 140v.
Tölusetning blaða

  • Eldri blaðmerking 44-182.

  • Síðari tíma blaðmerking með blýanti 1-140.

Kveraskipan

20 kver.

  • Kver I: spjaldblað - fylgigögn 1 (1 tvinn + eitt blað)
  • Kver II: blöð 1r-8v (4 tvinn: 1+8, 2+7, 3+6, 4+5)
  • Kver III: blöð 9r-16v (4 tvinn: 9+16, 10+15, 11+14, 12+13)
  • Kver IV: blöð 17r-20v (2 tvinn: 17+20, 18+19)
  • Kver V: blöð 21r-28v (4 tvinn: 21+28, 22+27, 23+26, 24+25)
  • Kver VI: blöð 29r-36v (4 tvinn: 29+36, 30+35, 31+34, 32+33)
  • Kver VII: blöð 37r-44v (4 tvinn: 37+44,38+43, 39+42, 40+41)
  • Kver VIII: blöð 45r-52v (4 tvinn: 45+42, 46+41, 47+40, 48+49)
  • Kver IX: blöð 53r-60v (4 tvinn: 53+60, 54+59, 55+58, 56+57)
  • Kver X: blöð 61r-66v (3 tvinn: 61+66, 62+65, 63+64)
  • Kver XI: blöð 67r-74v (4 tvinn: 67+74, 68+73, 69+72, 70+71)
  • Kver XII: blöð 75r-82v (4 tvinn: 75+82, 76+81, 77+80, 78+79)
  • Kver XIII: blöð 83r-90v (4 tvinn: 83+90, 84+89, 85+88, 86+87)
  • Kver XIV: blöð 91r-98v (4 tvinn: 91+98, 92+97, 93+96, 94+95)
  • Kver XV: blöð 99r-102v (2 tvinn: 99+102, 100+101)
  • Kver XVI: blöð 103r-110v (4 tvinn: 103+110, 104+109, 105+108, 106+107)
  • Kver XVII: blöð 111r-114v (2 tvinn: 111+114, 112+113)
  • Kver XVIII: blöð 115r-122v (4 tvinn: 115+122, 116+121, 117+120, 118+119)
  • Kver XIX: blöð 123r-132v (5 tvinn: 123+132, 124+131, 125+130, 126+129, 127+128)
  • Kver XX: blöð 133r-138v (3 tvinn: 133+138, 134+137, 135+136)
  • Kver XXI: blöð 139r-140v (1 tvinn: 139+140)
  • Kver XXII: aftara saurblað - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

  • Tvídálka.
  • Leturflötur er ca 265 mm x 160 mm.
  • Línufjöldi í hverjum dálki er ca 53-62.
  • Dálkar og spássíur eru vel afmörkuð; víða virðist blaðið hafa verið miðjusett með broti (sbr. t.d. 48r-50v); á stöku stað má þó sjá ljósrauðar línur sem afmarka leturflötinn (sbr. 75v-82r).
  • Víðast hvar eru auðir reitir fyrir upphafsstafi (sbr. t.d. á blöðum 1r-6r).
  • Síðutitlar eru á blöðum 1r-9r.
  • Sögur eru yfirleitt kaflaskiptar en sumstaðar eru eyður fyrir kaflanúmer (sbr. t.d. á blöðum 50r-66v).

Ástand

  • Gert hefur verið við rifur á einstaka blöðum (sbr. t.d. á blöðum 123r, 136v-137r).
  • Blað 102 er lítillega skaddað og viðgert á ytri kanti.
  • Í handritinu eru víða blettir (sbr. 2r, 4v, 6v,67r, 123r og víðar).

Skrifarar og skrift

  • Að mestu talið skrifað með hendi Þorsteins Björnssonar á Útskálum; fínleg og þétt léttiskrift, mikið bundin.

  • Á blöðum 106r-112v til dæmis, er annað skriftarlag; lengra milli lína og skriftin ekki eins smá.

Skreytingar

  • Blekdregnir (fylltir) upphafsstafir með flúri eru á blöðum 29r og 67r.

  • Litdregnir (fylltir) upphafsstafir með laufskreyti má sjá á blöðum 75r, 76v og 77r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Lesbrigðum og merkjum er bætt við hér og þar með yngri hendi (sbr. t.d. á blöðum 106r og 137r).

Band

Band frá 1971 (302 null x 220 null x 47 null). Strigi er á kili og hornum, strigaklæðning. Saumað á falskan kjöl.

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum.

Fylgigögn

  • Einn seðill (181 mm x 167 mm) (milli saurblaðs og 1r) sem á er efnisyfirlit með hendi skrifara Árna Magnússonar: [Efst með rauðu bleki, dauft] Til Austfirðinga sagna in folio. Hrafnkels saga góða; Gunnars saga Keldugnúpsfífls; Gunnars saga Þiðrandabana: Þáttur af Þorsteini stangarhögg; Af Þorsteini forvitna; Af Þorsteini fróða; Af Þorsteini hvíta; Af Þorsteini suðurfara; Jökuls þáttur Búasonar; Orms þáttur Stórólfssonar; Bárðar saga; Laxdæla saga [Með NB fyrir framan, kannski frá Árna]; Sagan af Kveldúlfi, Skallagrími og Agli Skallagrímssyni; Þórsnesinga saga eður Eyrbyggja; Vatnsdæla saga; Af Vémundi og Víga-Skútu; Valla-Ljóts saga. [Árni bætir við efst til hægri] Úr bók séra Þorsteins Björnssonar er Sigurður Björnsson lögmaður eignaðist.

  • Laus miði með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og er tímasett til miðrar 17. aldar í Katalog I , bls. 83, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1630-1675.

Það var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig að öllum líkindum AM 121 fol., AM 181 a-h fol., AM 181 k-l fol. og AM 204 fol. (sbr. JS 409 4to ).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu skrifarans, sr. Þorsteins Björnssonar, og síðar Sigurðar Björnssonar lögmanns (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. mars 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í desember 1885, Katalog I; bls. 111-112 (nr. 194), DKÞ grunnskráði 24. júní 2002, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 4-5. desember 2008; yfirfór skráningu í september 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 22. júní 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 29. maí 2023 og kveraskipan 5. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1971.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Jacobsen, Bent Chr.
Titill: , Om lovbøgernes kristendomsbalk og indledningskapitlerne i de yngre kristenretter
Umfang: s. 77-88
Titill: Egils saga Skallagrímssonar. Bind I. A-redaktionen,
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Umfang: 19
Titill: , Harðar saga. Bárðar saga. Þorskfirðinga saga. Flóamanna saga. [...et al.]
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Vilhjálmsson, Þórhallur Vilmundarson
Umfang: 13
Titill: , Ljósvetninga saga með þáttum. Reykdæla saga ok Víga-Skútu. Hreiðars þáttr
Ritstjóri / Útgefandi: Björn Sigfússon
Umfang: 10
Titill: , Mírmanns saga
Ritstjóri / Útgefandi: Slay, Desmond
Umfang: 17
Titill: , Laxdæla saga. Halldórs þættir Snorrasonar. Stúfs þáttur
Ritstjóri / Útgefandi: Einar Ól. Sveinsson
Umfang: 5
Titill: , Egils saga Skallagrímssonar, tilligemed Egils större kvad
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 17
Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: , Eyrbyggja saga. The vellum tradition
Umfang: 18
Titill: , Hemings þáttr Áslákssonar
Ritstjóri / Útgefandi: Fellows-Jensen, Gillian
Umfang: 3
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: AM 561 4to og Ljósvetninga saga, Gripla
Umfang: 18
Höfundur: Guðrún Ingólfsdóttir
Titill: Kona kemur við sögu, Af Þóru Þorsteinsdóttur handritaskrifara
Umfang: s. 167-168
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: , Austfirðinga sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jakobsen, Jakob
Umfang: 29
Titill: , Austfirðinga sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Jóhannesson
Umfang: 9
Titill: , Valla-Ljóts saga
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Tólf álna garn, Festskrift til Ludvig Holm-Olsen
Umfang: s. 207-214
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Tólf álna garn, , Sagnalíf : sextán greinar um fornar bókmenntir
Ritstjóri / Útgefandi: Þórður Ingi Guðjónsson
Umfang: 90
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Laxdæla saga
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: 19
Höfundur: Foote, Peter
Titill: Skömm er óhófs ævi. On Glaucia, Hrafnkell and others, Kreddur
Umfang: s. 128-143
Titill: Rit Handritastofnunar Íslands, Laurentius saga biskups
Ritstjóri / Útgefandi: Árni Björnsson
Umfang: III
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Grænland í miðaldaritum

Lýsigögn