Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 113 d fol.

Íslendingabók ; Ísland, 1600-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-4v (bls. 1-8))
Íslendingabók
Titill í handriti

Schedæ Ara prests fróða

Tungumál textans
íslenska
1.1 (1r (bls. 1))
Formáli
Upphaf

[Í]slendingabók gjörða eg fyrst biskupum vorum …

Niðurlag

… að öllum Norvegi.

Athugasemd

Fyrir neðan formálann og á undan meginmálinu er yfirlit yfir efni bókarinnar.

Efnisorð
1.2 (1r-4v (bls. 1-8))
Um Íslandsbyggð
Titill í handriti

Incipit libellus Islandorum.

Upphaf

[Í]sland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra Halfdanarsonar …

Niðurlag

… Hér lýkst sjá bók.

Efnisorð
1.3 (4v (bls. 8))
Ættartölur
Efnisorð
1.3.1 (4v (bls. 8))
Kyn biskupa Íslendinga og ættartala
Titill í handriti

Þetta er kyn biskupa Íslendinga og ættartala …

Upphaf

Ketilbjörn landnámsmaður …

Niðurlag

… Ketils er nú er biskup að Hólum næstur Jóhanni.

Efnisorð
1.3.2 (4v (bls. 8))
Nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga
Titill í handriti

Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga

Upphaf

Ingvi Tyrkjakonungur …

Niðurlag

… föður Brands og Þorgils föður míns en eg heitir(!) Ari.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð með 4 eða 5 litlum bjöllum á kraga, 3 stórir hringir á keðju // Ekkert mótmerki (1, 3, 5, 7).

Blaðfjöldi
i + 4 + i blað (300 mm x 208 mm).
Tölusetning blaða

 • Óblaðmerkt.
 • Eldri blaðsíðumerking 1-8, í efra horni blaða, vantar stundum á versósíðum.

Kveraskipan

3 kver:

 • I: spjaldblað - fylgigögn 1 (eitt tvinn + eitt blað)
 • II: bl. 1-4 (2 tvinn: 1+4, 2+3)
 • III: aftara saurblað - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 250-260 mm x 160 mm
 • Línufjöldi er ca 40-42.
 • Eyður eru fyrir upphafsstafi (2 línur).
 • Griporð (sjá t.d. blað 3r).

Ástand

 • Rakaskemmdir, helst á spássíum.
 • Það er stór vatnsblettur á efra ytra horni allra blaða, einnig saurblaða. (Svipaðan blett má sjá á efra horni jaðars í AM 113 f fol. og AM 113 d fol.).
 • Blöð eru dökk og virka skítug.
 • Gert hefur verið við blöð, nær kili með japönskum pappír.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, skrifari er óþekktur; kansellískrift. Griporð skrifuð með fljótaskrift.

Skreytingar

 • Á blaði 4v, er upphafstafur skrifaður af skrifara, smá skreyttur.
 • Fyrirsagnir eru víðast með stærra letri en meginmálið (sjá blað 3r og 4v).

Griporð eru flúruð, stundum með tveimur einföldum línum, stundum með stafaflúri sem nær neðst á síðu. Sama stafaflúr má einnig sjá í AM 108 fol.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Þó nokkuð um spássíugreinar, mest með hendi Árna Magnússonar.

  Band

  Band (306 mm x 231 mm x 9 mm) er frá 1971.

  Pappaspjöld eru klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur er á kili og hornum; saumað á móttök.

  Eldra pappaband (295 mm x 208 mm x 2 mm) frá 1772-1780.

  Titill og safnmark er skrifað á fremra spjald.

  Handritið er í öskju með AM 113 b-k fol.

  Fylgigögn

  • Fastur seðill (202 mm x 172 mm) með hendi Árna Magnússonar er á milli fremra saurblaðs verso og blaðs 1r. Þetta exemplar Ara fróða hefi ég fengið af Jóni Daðasyni sýslumanni í Kjósarsýslu, var það þá í einni bók með Árna biskups sögu, landnámu og excerptis úr Grágás. Ég hefi accuratè confererað það við eitt exemplar í 4to sem ég 1703 hafði til láns frá Guðmundi Þorleifssyni á Narfeyri. (Hvert eð var aftan við Sæmundar-Eddu og commentarium in Brynhildar ljóð með hendi séra Jóns á Lambavatni skrifað 1679.) Þessi tvö exemplaria eru hvert öðru svo lík að ekkert á milli ber fleira en hér annóterað er. Eru errata eins í báðum sem af collatione sjá má (því í henni er engu gleymt). Gvendar exemplar kann ei vera skrifað eftir þessu því þar í eru orð sem hér vantar. Ég skildi meina þetta væri skrifað eftir ipsissimo Gvendar exemplari. Sé það ei svo, þá eru þau bæði skrifuð eftir einu og sama exemplare og það heldur en ei accuratè (fyrst svo lítið á milli ber) af báðum þeim er skrifað hér hafa. Er þó varla líklegt að sú exscriptio af tveimur fleirum svo lík orðið hefði (videat. collatio). Það sést ljóslega að hvorugt þessara exemplarum eru skrifuð eftir codice meo A (hvers tradux þau þó eru, enn ei codicis B) heldur eru þau (eða Gvendar, ef það er mater þessa míns exemplaris) skrifuð eftir einhverju exemplare sem mediante uno vel pluribus successivis exscriptoribus út af þeim nefndum codice A komið er (magis n. vitiosa sunt hæc qvam ut ex illo immediatè fluxisse putanda sint) helst eftir því að scribæ præsertim huius mei(?) hafa þó upp á sína vísu accurati verið.
  • Tveir límmiðar og seðill með safnmarki voru tekin af eldra bandi og eru geymd með handritinu í sér umslagi.

  Versosíða seðilsins er mikið leiðrétt, einkum í lokin, strikað undir eða yfir orð og bætt við fyrir ofan línu.

  Uppruni og ferill

  Uppruni

  Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 76. Það var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig AM 5 fol., AM 108 fol., AM 129 fol., AM 163 k fol. og AM 164 c fol.

  Ferill

  Árni Magnússon fékk bókina sem handritið tilheyrði frá Jóni Daðasyni (sbr. seðil). Árni bar eintakið saman við AM 113 i fol. og taldi það afrit þess. Bæði handritin áleit hann vera af A-gerð.

  Aðföng

  Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.

  Aðrar upplýsingar

  Skráningarferill

  Kålund gekk frá handritinu til skráningar 30. október 1885 í Katalog I , bls. 76 (nr. 135), DKÞ grunnskráði 20. nóvember 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 4. febrúar 2009; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 8. júní 2020. EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023. MJG uppfærði skráningu með gögnum frá BS, 6. febrúar 2024.

  Viðgerðarsaga

  Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1971.

  Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.

  Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

  Notaskrá

  Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
  Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
  Lýsigögn
  ×

  Lýsigögn