„Schedæ Ara prests fróða“
„[Í]sland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra Halfdanarsonar …“
„… Hér lýkst sjá bók.“
„Þetta er kyn biskupa Íslendinga og ættartala … “
„Ketilbjörn landnámsmaður …“
„… Ketils er nú er biskup að Hólum næstur Jóhanni.“
„Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga“
„Ingvi Tyrkjakonungur …“
„… föður Brands og Þorgils föður míns en eg heitir(!) Ari.“
Eitt kver.
Ein hönd, skrifari er óþekktur; kansellískrift.
Band (306 mm x 231 mm x 9 mm) er frá 1971.
Pappaspjöld eru klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur er á kili og hornum; saumað á móttök.
Eldra pappaband (295 mm x 208 mm x 2 mm) frá 1772-1780.
Titill og safnmark er skrifað á fremra spjald.
Handritið er í öskju með AM 113 b-k fol.
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 76. Það var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig AM 5 fol., AM 108 fol., AM 129 fol., AM 163 k fol. og AM 164 c fol.
Árni Magnússon fékk bókina sem handritið tilheyrði frá Jóni Daðasyni (sbr. seðil). Árni bar eintakið saman við AM 113 i fol. og taldi það afrit þess. Bæði handritin áleit hann vera af A-gerð.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1971.
Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.