Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 113 c fol.

Íslendingabók ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-7v)
Íslendingabók
Titill í handriti

Schedæ Ara prests fróða

Notaskrá

Jón Jóhannesson 1956, ÍHF, I, s. vii.

Tungumál textans
íslenska
1.1 (1r-1r)
Formáli
Upphaf

Íslendingabók gjörða eg fyrst biskupum vorum …

Niðurlag

… að öllum Norvegi.

Athugasemd

Fyrir neðan formálann og á undan meginmálinu er yfirlit yfir efni bókarinnar.

Efnisorð
1.2 (1r-7r)
Um Íslandsbyggð
Upphaf

Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra Halfdanarsonar …

Niðurlag

… Hér lýkst sjá bók.

Efnisorð
1.3 (7r-7v)
Ættartölur
Skrifaraklausa

Þessar schedæ Ara prests fróða og frásögn er skrifuð eftir hans eiginhandskrift á bókfelli (að menn meina) í Villingaholti af Jóni presti Erlendssyni anno domini 1651, mánudaginn næstan eftir Dominicam jubilate. Jón Erlendsson p.m.p. (blað 7v).

Athugasemd

Íslendingabók hér er sömu ættar og AM 113 a fol. skv. Árna Magnússyni (sbr. seðil.)

Efnisorð
1.3.1 (7r)
Kyn biskupa Íslendinga
Titill í handriti

Þetta er kyn biskupa Íslendinga og ættartala

Upphaf

Ketilbjörn landnámsmaður …

Niðurlag

… Ketils er nú er biskup að Hólum næstur Jóhanni.

Efnisorð
1.3.2 (7r-7v)
Nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga
Titill í handriti

Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga

Upphaf

Ingvi Tyrkjakonungur …

Niðurlag

… föður Brands og Þorgils föður míns en eg heitir(!) Ari.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki 1: Dárahöfuð með 7 bjöllum á kraga, bl. 1, 6.

    Aðalmerki 1 (par): bl. 2.

  • Á saurblöðum er skjaldarmerki Amsterdams. Fyrir neðan eru stafirnir MI í langa rammanum.

  • Vatnsmerki á fylgiseðli hefur fangamerkið: PDB.

Blaðfjöldi
i + 7 + i blað (285 mm x 178 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking með bleki, 1-7, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

3 kver:

  • I: spjaldblað - fylgigögn 1 (eitt tvinn + eitt blað)
  • II: bl. 1-7 (3 tvinn + eitt blað: 1+6, 2+5, 3+4, 7)
  • III: aftara saurblað - spjaldblað (eitt tvinn)

Engin kveramerking.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 222 mm x 142 mm
  • Línufjöldi er 30-32.
  • Griporð eru neðst í hægra horni, (sbr. blað 3r).

Ástand

  • Blöð eru snjáð.
  • Blekdregnir og flúraðir upphafsstafir sem og skreytingar sjást víða í gegn (sbr. blöð 1v og 7r).
  • Gert hefur verið við öll blöðin með límræmum, en nokkur saumgöt sjást við kjöl.
  • Rakaskemmdir.
  • Brot sést (ca. 70 mm frá kili) eins og það hafi verið brotið saman.

Skrifarar og skrift

Með hendi Magnúsar Ketilssonar; kansellískrift, en griporð með fljótaskrift.

Skreytingar

Flúraðir upphafsstafir (sjá t.d. blað 1).

Hluti af fyrirsögn og fyrsta lína texta skrifuð í hástöfum (blað 1).

Stafaflúr sem bekkir á milli kafla (sjá t.d. blað 3v).

Griporð eru skreytt með stafaflúri, (sjá t.d. blað 4v).

Stór bókahnútur er við niðurlag textans á blaði 7v.

Band

  • Pappaband (282 mm x 177 mm x 4 mm) frá 1772-1780.
  • Nafn og safnmark er skrifað framan á kápuspjald. Blár safnmarksmiði er á kili.
  • Handritið er í öskju með AM 113 b-k fol.

Fylgigögn

  • Fastur seðill með hendi Árna Magnússonar er á milli fremra saublaðs verso og blaðs 1r. (172 mm x 114 mm): Þetta exemplar Ara fróða er tekið framan úr bók Þorbjargar Vigfúsdóttur, er ég fékk af séra Þórði Jónssyni, og er það progenies codicis B. Það hefur séra Þórður sett framan við bókina í staðinn þess góða exemplaris sem hann fyrrum úr bókinni hafði út tekið og mér gefið, hvert góða exemplar ég kalla: codicem A.
  • Laus seðill með upplýsingum um viðgerðir á AM 113 a-k fol. er fyrir framan AM 113 c fol. Þar segir: AM 113 a-k fol. Restaureret og (b, d og g) indbundet i november 1971 af Birgitte Dall. Gammelt bind til AM 113 d fol vedlagt. AM 113 b og g var tidligere indbundet i bind fra Kålunds tid. 26/3 1974 Marianne Overgaard.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi ca. 1650-1699. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 75-76. En þar sem handritið eru uppskrift af AM 113 a fol. sem var skrifað 1651, þá hlýtur handritið vera frá síðari hluta 17. aldar.

Ferill

Þegar Árni Magnússon fékk handritið var það hluti af bók Þorbjargar Vigfúsdóttur sem hann fékk frá Þórði Jónssyni og tók í sundur. Þá voru einnig í þessari bók blöð sem nú eru í AM 13 fol., AM 34 II fol., AM 49 fol., AM 148 fol., AM 155 fol. og AM 185 fol. (Agnete Loth 1967, 92-100 og Jón Jóhannesson 1956, xvii). Þórður hafði sett AM 113 c fol. í bókina í stað AM 113 b fol. (A) sem hann hafði áður gefið Árna (sbr. seðill).

Árið 1730 var handritið hluti af No. 113 in fol. (sbr. AM 456 fol., 3v og AM 477 fol., 5v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 30. október 1885 Katalog I;, bls. 75-76 (nr. 134), DKÞ grunnskráði 20. nóvember 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 4. febrúar 2009. EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023. MJG uppfærði skráningu með gögnum frá BS, 6. febrúar 2024.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1971.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: Om håndskrifter fra Vigur i Magnús Jónssons tid. Tre bidrag,
Umfang: s. 92-100
Titill: Íslenzk Handrit, Series in folio, Íslendingabók Ara fróða: AM 113a and 113b, fol
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Jóhannesson
Umfang: I
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Lýsigögn
×

Lýsigögn