„Schedæ Ara prests fróða“
Jón Jóhannesson 1956, ÍHF, I, s. vii.
„Þessar schedæ Ara prests fróða og frásögn er skrifuð eftir hans eiginhandskrift á bókfelli (að menn meina) í Villingaholti af Jóni presti Erlendssyni anno domini 1651, mánudaginn næstan eftir Dominicam jubilate. Jón Erlendsson p.m.p. (blað 7v).“
Íslendingabók hér er sömu ættar og AM 113 a fol. skv. Árna Magnússyni (sbr. seðil.)
„Þetta er kyn biskupa Íslendinga og ættartala“
„Ketilbjörn landnámsmaður …“
„… Ketils er nú er biskup að Hólum næstur Jóhanni.“
„Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga“
„Ingvi Tyrkjakonungur …“
„… föður Brands og Þorgils föður míns en eg heitir(!) Ari.“
Blaðmerking með bleki, 1-7, síðari tíma viðbót.
3 kver:
Engin kveramerking.
Með hendi Magnúsar Ketilssonar; kansellískrift, en griporð með fljótaskrift.
Handritið er skrifað á Íslandi ca. 1650-1699. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 75-76. En þar sem handritið eru uppskrift af AM 113 a fol. sem var skrifað 1651, þá hlýtur handritið vera frá síðari hluta 17. aldar.
Þegar Árni Magnússon fékk handritið var það hluti af bók Þorbjargar Vigfúsdóttur sem hann fékk frá Þórði Jónssyni og tók í sundur. Þá voru einnig í þessari bók blöð sem nú eru í AM 13 fol., AM 34 II fol., AM 49 fol., AM 148 fol., AM 155 fol. og AM 185 fol. (Agnete Loth 1967, 92-100 og Jón Jóhannesson 1956, xvii). Þórður hafði sett AM 113 c fol. í bókina í stað AM 113 b fol. (A) sem hann hafði áður gefið Árna (sbr. seðill).
Árið 1730 var handritið hluti af No. 113 in fol. (sbr. AM 456 fol., 3v og AM 477 fol., 5v).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1971.
Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.