„Víglundar saga“
„Haraldur hinn hárfagri …“
„… að þessara manna athöfnum. “
… Og lýkur hér sögu Víglundar.
Fjögur kver.
Með einni hendi, óþekktur skrifari. Fljótaskrift, en kvæði og fyrirsagnir skrifaðar með kansellískrift.
Fyrsti upphafsstafur kafla oft dreginn aðeins hærri en meginmál.
Fyrirsagnir oft dregnar aðeins hærri og með kansellískrift.
Band (172 mm x 120 mm x 6 mm) er frá 1965-1968.
Kver eru saumuð á móttök; utan um kverin er kápa úr sýrufríum pappa. Á fremri kápu stendur: „AM 116, 8vo, IV“ skrifað með dökku bleki.
Handritið er í brúnni strigaklæddri öskju ásamt AM 116 I 8vo, AM 116 II 8vo, AM 116 III 8vo og AM 116 V 8vo.
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog II, bls. 400.
Í 1730 voru blöðin hluti af No. 116 in 8vo (sbr. AM 456 fol., 37v).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. maí 1975.