Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 165 g fol.

Harðar saga ; Ísland, 1635-1645

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r)
Harðar saga
Vensl

Varðveitt í AM 165 e fol.

Athugasemd

Einungis niðurlag sögunnar sem krassað er yfir.

2 (1r-22v)
Bárðar saga Snæfellsáss
Titill í handriti

Hér byrjast sagan af Bárði Snæfellsás

Upphaf

Dumbur hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… ei er getið að Gestur hafi börn átt

Baktitill

og endist svo sagan af Bárði Snæfellsás.

3 (22v)
Gests þáttur Bárðarsonar
Athugasemd

Aðeins upphaf þáttarins útkrassað og ólæsilegt.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð með 4 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 2 , 4-6 , 8-9 , 13-15 , 18 ) // Mótmerki: Fangamark VM ( 1 , 3 , 7 , 10-12 , 16? , 17 , 19-21 , 22 ).

Blaðfjöldi
22 blöð (293 mm x 187-189 mm).
Tölusetning blaða

Handritið er blaðmerkt 1-22.

Kveraskipan

6 kver:

  • I: spjaldblað - fylgigögn 1 (tvö blöð)
  • II: bl. 1-2 (1 tvinn: 1+2)
  • III: bl. 3-6 (2 tvinn: 3+6, 4+5)
  • IV: bl. 7-17 (eitt blað + 5 tvinn: 7, 8+17, 9+16, 10+15, 11+14, 12+13)
  • V: bl. 18-22 (2 tvinn + eitt blað: 18+21, 19+20, 22)
  • VI: spjaldblað (eitt blað)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 250-255 mm x 140-145 mm.
  • Línufjöldi er 38-40.
  • Bendistafir (v) á spássíum til að merkja vísur í texta.
  • Útkrassað niðurlag sögu á bl. 1r hefur endað í totu.

Ástand

  • Krassað yfir niðurlag sögu á bl. 1r.
  • Krassað yfir upphaf sögu á bl. 22v.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Gissurarsonar, léttiskrift.

Band

Band frá 1772-1780 (298 mm x 194 mm x 8 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

Fastur seðill (99 mm x 182 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: Bárðar saga Snæfellsáss. Með hendi Jóns Gissurssonar. Úr bók (eldri en 1646) er ég fékk af séra Högna Ámundasyni. Aftan við er þáttur af Gesti Bárðarsyni.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá séra Högna Ámundasyni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. október 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • EM skráði kveraskipan 20. júní 2023.
  • ÞÓS skráði 24. júní 2020.
  • ÞS skráði 5. janúar 2009.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 7. nóvember 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 5. janúar 1886(sjá Katalog I 1889:136 (nr. 237) .

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á Þjóðskjalasafni.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: , The manuscripts of Hrólfs saga kraka
Umfang: XXIV
Titill: , Harðar saga. Bárðar saga. Þorskfirðinga saga. Flóamanna saga. [...et al.]
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Vilhjálmsson, Þórhallur Vilmundarson
Umfang: 13
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Grænland í miðaldaritum
Lýsigögn
×

Lýsigögn