Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 315 c fol.

Grágás ; Ísland, 1200-1225

Innihald

(1r, 2r-2v)
Grágás
Athugasemd

Brot úr Rannsóknaþætti og Ómagabálki.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
Leifar af 2 blöðum.
Umbrot

Ástand

Leifar af tveimur blöðum, sem hér segir: (a) ytri helmingur (225 mm x 90 mm) af blaði sem skorið hefur verið af langsum; skinnið er götótt og fúið, einkum að ofan og neðan; (b) 5 strimlar (nú í 8 hlutum).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Íslenskt jarðakaupabréf á 1v er viðbót frá 1465; þar hefur eldri texti líklega verið skafinn burt. Á spássíu 1r sést niðurlag dansks texta með 16. aldar hendi er varðar viðskipti á milli tveggja Íslendinga, en það kemur vel heim við athugagrein Árna Magnússonar (sjá seðil) þar sem hann segir að brotin hafi fundist í Danmörku.

Band

Band frá ágúst 1969.

Fylgigögn

Umslag með hendi Árna Magnússonar: Úr Grágás fundið í Danmörku. Hefði verið brúk að til uppskafnings að rita á bréf. Smáu geirarnar eru einar úr tveimur innsiglum er lágu laus, er svo óvíst hvert þau séu undan nefndu bréfi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Brotin eru frá um 1200, skv. Katalog I , bls. 262. Þau eru tímasett c1200-1225 í  ONPRegistre , bls. 441, en jarðakaupabréfið á 1v er frá 1465.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. nóvember 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 262-63 (nr. 470). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. Haraldur Bernharðsson skráði febrúar 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í ágúst 1969. Eldra band fylgir í öskju.

Notaskrá

Höfundur: Kjeldsen, Alex Speed
Titill: , Filologiske studier i kongesagahåndskriftet Morkinskinna
Umfang: Supplementum 8
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Nordisk kultur, Palæografi. B. Norge og Island
Umfang: 28:B
Höfundur: Lindblad, Gustaf
Titill: Studier i Codex Regius av äldre eddan
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Grágás

Lýsigögn