„Hér hefur upp almennilegar réttarbætur sem göfugir Noregs kóngar hafa út gefið.“
„Þessar réttarbætur gaf Magnús kóngur …“
„… en sótt skal vera fyrir veturnætur.“
Réttarbæturnar eru frá 13. öld til 16. aldar (1549).
Ein hönd að mestu, textaskrift.
Líklega nokkuð yngri hönd á síðustu 15 blöðunum, blendingsskrift.
Pennadregin mynd á bl. 1r, af konungunum Sverri, Hákoni, Magnúsi og Eiríki, tveimur og tveimur saman.
Litskreytt mynd á bl. 1v af Ólafi konungi Haraldssyni, sitjandi með öxi og bók.
Allmargar myndir aðrar, einkum á neðri spássíu. Sumar pennadregnar en aðrar í lit. Sumar tengjast texta handritsins en aðrar sýna ýmis dýr og kynjaskepnur (bl. 6v, 10v-12r, 14v-15r, 19v-20r, 21v-22r, 27r, 33v-34r, 43v-45r, 50v-52r, 61v-62r, 67v-68r.
Upphafsstafir í mörgum litum, sumir mikið skreyttir og nær leggur oft niður alla síðuna (sjá t.d. bl. 2r, 3r, 6v, 7v, 9v-10r, 19r, 21r, 23v, 31v, 41v, 44v, 49v-51r, 53v, 55v, 69v, 72r-v, allmargir minni upphafsstafir litskreyttir).
Rauðritaðir titlar og fyrirsagnir.
Síðutitlar eru rauðir.
Engar litaðar skreytingar frá bl. 77r.
Ýmsar yngri viðbætur á spássíum, m.a. almanaksvísur í rímtalinu á bl. 86v-92r, skrifaðar á 17. öld. Upphaf: Janúaríus á átta dag.
Band frá september 1971 (271 mm x 210 mm x 50 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, leður á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju.
Eldra band úr tréspjöldum klæddum skinni með upphleyptu mynstri, bönd saumuð í spjöldin. Bandið fylgir í sérstakri öskju.
Samkvæmt Diplomatarium Islandicum I , bls. 535, var blað, sem nú er í AM isl. dipl. fasc. LXV 1, upprunalega límt utan á eldra band þessa handrits.
Handritið er skrifað á Íslandi eftir 1549 (sbr. síðustu réttarbót). Það er tímasett til síðari hluta 16. aldar í Katalog I , bls. 280. Síðustu 15 blöðin eru líklega skrifuð síðar.
Handritið hefur verið í eigu Einars Ísleifssonar á Reykjum í Mosfellssveit, áður en það kom til Árna Magnússonar (sbr. seðil og AM 435 a 4to, bl. 192r, sjá einnig Diplomatarium Islandicum I ). Af rímtalinu sést að fyrri eigendur hafa verið Guðlaugur Jónsson og sonur Þorvarðar Þórólfssonar.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. mars 1975.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1971.