Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 345 fol.

Jónsbók, réttarbætur og rímtal ; Ísland, 1549-1599

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-72v (s. 3-144))
Jónsbók
Upphaf

Magnús með Guðs miskunn Noregs kóngur …

Niðurlag

… en virða þó til fullra aura.

Athugasemd

Á blaði 1r-v eru myndir.

Efnisorð
2 (72v-86r (s. 144-171))
Réttarbætur
Titill í handriti

Hér hefur upp almennilegar réttarbætur sem göfugir Noregs kóngar hafa út gefið.

Upphaf

Þessar réttarbætur gaf Magnús kóngur …

Niðurlag

… en sótt skal vera fyrir veturnætur.

Athugasemd

Réttarbæturnar eru frá 13. öld til 16. aldar (1549).

Efnisorð
Upphaf

Januarius hefur xxxi daga …

Athugasemd

Blað 92v er ólæsilegt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 92 + i blöð (260 mm x 184 mm).
Tölusetning blaða
Handritið hefur verið blaðsíðumerkt síðar. Sumar versósíður eru ómerktar.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 190 mm x 130 mm.
  • Línufjöldi er ca 30-32.
  • Númer kafla eru víða á spássíum.
  • Síðutitlar (Bálkaheiti).

Ástand

  • Bl. 92v hefur verið límt á band og ólæsilegt af þeim sökum.
  • Öftustu blöðin eru götótt og fúin við innri spássíu.

Skrifarar og skrift

Ein hönd að mestu, textaskrift.

Líklega nokkuð yngri hönd á síðustu 15 blöðunum, blendingsskrift.

Skreytingar

Pennadregin mynd á bl. 1r, af konungunum Sverri, Hákoni, Magnúsi og Eiríki, tveimur og tveimur saman.

Litskreytt mynd á bl. 1v af Ólafi konungi Haraldssyni, sitjandi með öxi og bók.

Allmargar myndir aðrar, einkum á neðri spássíu. Sumar pennadregnar en aðrar í lit. Sumar tengjast texta handritsins en aðrar sýna ýmis dýr og kynjaskepnur (bl. 6v, 10v-12r, 14v-15r, 19v-20r, 21v-22r, 27r, 33v-34r, 43v-45r, 50v-52r, 61v-62r, 67v-68r.

Upphafsstafir í mörgum litum, sumir mikið skreyttir og nær leggur oft niður alla síðuna (sjá t.d. bl. 2r, 3r, 6v, 7v, 9v-10r, 19r, 21r, 23v, 31v, 41v, 44v, 49v-51r, 53v, 55v, 69v, 72r-v, allmargir minni upphafsstafir litskreyttir).

Rauðritaðir titlar og fyrirsagnir.

Síðutitlar eru rauðir.

Engar litaðar skreytingar frá bl. 77r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Ýmsar yngri viðbætur á spássíum, m.a. almanaksvísur í rímtalinu á bl. 86v-92r, skrifaðar á 17. öld. Upphaf: Janúaríus á átta dag.

Band

Band frá september 1971 (271 mm x 210 mm x 50 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, leður á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju.

Eldra band úr tréspjöldum klæddum skinni með upphleyptu mynstri, bönd saumuð í spjöldin. Bandið fylgir í sérstakri öskju.

Samkvæmt Diplomatarium Islandicum I , bls. 535, var blað, sem nú er í AM isl. dipl. fasc. LXV 1, upprunalega límt utan á eldra band þessa handrits.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi eftir 1549 (sbr. síðustu réttarbót). Það er tímasett til síðari hluta 16. aldar í Katalog I , bls. 280. Síðustu 15 blöðin eru líklega skrifuð síðar.

Ferill

Handritið hefur verið í eigu Einars Ísleifssonar á Reykjum í Mosfellssveit, áður en það kom til Árna Magnússonar (sbr. seðil og AM 435 a 4to, bl. 192r, sjá einnig Diplomatarium Islandicum I ). Af rímtalinu sést að fyrri eigendur hafa verið Guðlaugur Jónsson og sonur Þorvarðar Þórólfssonar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. mars 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1971.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Illuminated manuscripts of the Jónsbók, Islandica
Umfang: 28
Höfundur: Fett, Harry
Titill: Bergens Museums Aarbog, Miniatyrer fra islandske haandskrifter
Umfang: 7
Höfundur: Fett, Harry
Titill: Miniatures from Icelandic manuscripts, Saga book
Umfang: 7
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Bókagerð Björns málara og þeirra feðga, Glerharðar hugvekjur
Umfang: s. 73-78
Lýsigögn
×

Lýsigögn