Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 344 fol.

Lögbók ; Ísland, 1375-1400

Innihald

1 (1r)
Jóhannesar guðspjall
Athugasemd

Hluti guðspjallsins, skrifaður í 1 1/4 dálk.

Tungumál textans
Latin
Efnisorð
2 (2r-58r)
Jónsbók
Efnisorð
3 (58r-63v)
Réttarbætur
Athugasemd

Réttarbætur Eiríks konungs Magnússonar, Hákonar konungs Magnússonar og Magnúsar konungs lagabætis.

Eða tvö leyfi.

4 (63r-74v)
Kristinréttur Árna biskups
Titill í handriti

her hefr krıstınna laga rett hınn nyıa …

5 (74v-79v)
Kirkjuskipanir
Athugasemd

Óheilar.

Frá árunum 1224-c1340.

Bl. 79 er óheilt. Textabrot á rektósíðu þess hefur Árni Magnússon skrifað upp á bakhlið seðils.

Sjá má að innri dálkur bl. 79v hefur verið auður.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
79 blöð (280 mm x 200 mm).
Umbrot

Tvídálka.

Ástand

  • Skinnið er dökkt og aftast eru bæði stór og smá göt á blöðunum (skemmdir).
  • Bl. 34 er mikið skemmt.
  • Á bl. 63r hefur skriftin verið skýrð upp í fyrirsögn að Kristinrétti Árna biskups.
  • Af bl. 79 er einungis varðveittur strimill með hluta af innri dálki og spássíu.

Skreytingar

Mynd á bl. 1v af Kristi á krossinum og Maríu og Jóhannesi til hvorrar handar.

Upphafsstafir í ýmsum litum.

Rauðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Hluti af Jóhannesar guðspjalli skrifaður á bl. 1r, sem upprunalega var autt. Tímasett til um 1400 í Katalog I , bls. 280.
  • Þar fyrir neðan viðbót sem tímasett er til 15. aldar í Katalog I , bls. 280: þu giorer ſem ſtraka lotur.
  • Einnig með hendi Árna Magnússonar fyrir miðjum ytri dálki á bl. 1r: Arnas Magnæus Islandus m.pr.
  • Spássíugrein á bl. 54v, tímasett til 15. aldar í Katalog I , bls. 279. Þar koma fyrir nöfnin Sigurður Þorsteinsson og Sveinn Skúlason.

Band

Upprunalegt band. Þykk tréspjöld bundin við leðurkjöl.

Fylgigögn

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til c1375-1400 (sjá ONPRegistre , bls. 442), en til síðari hluta 14. aldar í Katalog I , bls. 279.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Ingibjörgu Jónsdóttur í Ljárskógum árið 1686 (sbr. AM 435 a 4to, bl. 174r og 180v-181r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. mars 1987.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 279-280 (nr. 502). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. DKÞ skráði 30. ágúst 2001.

Viðgerðarsaga

Athugað í janúar 1986.

Viðgert á verkstæði Birgitte Dall í nóvember 1978. Upprunalegt band varðveitt.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf filma frá 1989 á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (askja 342).

Notaskrá

Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Nordisk kultur, Palæografi. B. Norge og Island
Umfang: 28:B
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Titill: Lýsingar í íslenskum handritum á 15. öld, Gripla
Umfang: 27
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Icelandic illuminated manuscripts of the middle ages,
Umfang: 7
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Illuminated manuscripts of the Jónsbók, Islandica
Umfang: 28
Höfundur: Louis-Jensen, Jonna
Titill: , Et forlæg til Flateyjarbók ? Fragmenterne AM 325 IV beta og XI, 3 4to
Umfang: s. 141-158
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Selma Jónsdóttir
Titill: Lýsingar Helgastaðabókar,
Umfang: II
Höfundur: Selma Jónsdóttir
Titill: Gömul krossfestingarmynd, Skírnir
Umfang: 139
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: , Ritun Reykjafjarðarbókar. Excursus, bókagerð bænda
Umfang: s. 120-140
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: , Um Vatnshyrnu
Umfang: s. 279-303
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Ólafs saga Tryggvasonar en mesta,
Umfang: 1
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Úr sögu skinnbóka, Skírnir
Umfang: s. 83-105
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: [Introduction], The Saga of king Olaf Tryggvason AM 62 fol
Umfang: s. 9-27
Lýsigögn
×

Lýsigögn