„Saga af Finnboga ramma“
„Ásbjörn hét maður og var kallaður dettiás …“
„… og þóttu allir mikils háttar menn.“
Og lyktast svo Finnboga saga.
„Vísa Þórðar af Finnboga ramma“
„Fimur var Finnbogi rammi …“
„… glíma við um tíma.“
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar 1-24.
7 kver:
Með hendi Jóns Gissurarsonar, léttiskrift (bl. 24 viðbót með annarri hendi, fljótaskrift).
Band frá 1974 (305 mm x 213 mm x 13 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.
Gamalt pappaband frá 1772-1780 fylgir. Spjaldblöð úr prentaðri bók. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.
Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá séra Högna Ámundasyni (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 13. júní 1977.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í ágúst 1974.
Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Það band fylgir.