„Schedæ Ara prests fróða“
Handrit af B gerð að mati Árna Magnússonar, skrifað eftir AM 113 a fol. (sbr. seðil).
„Þetta er kyn biskupa Íslendinga og ættartala“
„Ketilbjörn landnámsmaður …“
„ … Ketils er nú er biskup að Hólum næstur Jóhanni.“
„Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga“
„[I]ngvi Tyrkjakonungur …“
„… föður Brands og Þorgils föður míns en eg heitir(!) Ari.“
1 kver: 4 tvinn + 5 blöð (fremra spjaldblað+aftara spjaldblað, fremra saurblað+aftara saurblað, bl. 1, fylgigögn 1, fylgigögn 2, bl. 2, 3, 4+7, 5+6)
Með hendi Þorsteins Eyjólfssonar (sbr. seðil); blendingsskrift.
Blað 1v er viðbót með annarri hendi.
Minni upphafstafir skrifaðir með stærra letri.
Sumar fyrirsagnir skrifaðar með stærra letri.
Litlir bókahnútar við enda málsgreinar.
Tveir fastir seðlar með hendi Árna Magnússonar:
Magnús Sigurðsson í Bræðratungu hefur átt handritið (sbr. seðil).
Árið 1730 var það hluti af No. 113 in fol. (sbr. AM 456 fol., 3v og AM 477 fol., 5v).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.
Viðgert af Birgitte Dall í nóvember 1971.
Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.