„Schedæ Ara prests fróða“
„Þessar schedæ Ara prests fróða og frásögn er skrifuð eftir hans eiginhandskrift á bókfelli (að menn meina) í Villingaholti af Jóni p. Erlendssyni anno domini 1651, mánudaginn næstan eftir Dominicam jubilate. Jón Erlendsson p. mpp. (sbr. blað 12r).“
„Þetta er kyn biskupa Íslendinga og ættartala“
„Ketilbjör(!) landnámsmaður …“
„… Ketils er nú er biskup að Hólum næstur Jóhanni.“
„Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga“
„[I]ngvi Tyrkjakonungur …“
„… föður Brands og Þorgils föður míns en eg heitir(!) Ari.“
4 kver:
Ein hönd, skrifari er óþekktur; kansellískrift.
Band (210 mm x 184 mm x 7 mm) frá 1971. Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum, saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.
Handritið er í öskju með AM 113 b-k fol.
Eldra band frá 1880-1920. Spjöld og kjölur eru klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti (Acc 7).
Eldra band er ekki með í öskju.
Tveir seðlar:
Handritið er skrifað á Íslandi eftir AM 113 a fol. (B-gerð). Það er tímasett til síðari hluta 17. aldar í Katalog I , bls. 77. Það hefur ekki verið skrifað eftir 1686 því þá fékk Þormóður Torfason handritið.
Árni Magnússon fékk handritið frá Þormóði Torfasyni í október 1712 en Þormóður hafði fengið það sent frá Þórði Þorlákssyni biskupi árið 1686 (sbr. seðil). Árni hafði fengið handritið að láni 1689-1690 og notað lítillega við sína eigin uppskrift í AM 365 4to.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.
Kålund gekk frá handritinu til skráningar 30. október 1885 Katalog I; bls. 77 (nr. 138), DKÞ grunnskráði 21. nóvember 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 8. febrúar 2009; lagfærði í nóvember 2010. EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1971.
Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920. Það band er nú í Acc 7.