Hlutar ritsins.
Þriðja málfræðiritgerðin.
„gagl ok hel“
Skáldskaparmál, þ.á.m. nafnaþulur.
Óheil, eyður aftan við bl. 5 og 9.
Titill á spássíu: liknar braut.
„[H]eil gledí ok millde | moder “
Nýlegt band (án dags.).
Fastur seðill (107 mm x 148 mm) með hendi Árna Magnússonar fremst (á við bl. 12r?) þar sem skrifuð er upp fyrirsögn og 1. erindi Harmsólar: „Harmsól er Gamli orti kanóki: Hárr stiller luktu heille / hreggtiallda mer alldar / upp þu er allar skapter / od borgar hlid godu: / miuk svo at méttig auka / malgnyundum stala / miska bot af métu / min fulltinge þinu. “
Tímasett til c1400 ( Katalog (II) 1889:179 , sbr. einnig ONPRegistre 1989:464 ).
Ásgrímur Magnússon á Höfða hefur átt handritið (sbr. seðil í AM 739 4to).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. maí 1997.
Tekið eftir Katalog (II) 1889:179 (nr. 1873) . Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. DKÞ skráði handritið 26. nóvember 2003.
Viðgert í Kaupmannahöfn í mars 1993 til desember 1996. Smá brot sett í fjóra plastvasa sem fylgja. Nákvæm lýsing á ljósmyndun, viðgerð og kveraskiptingu fylgdi einnig með frá Kaupmannahöfn.
Handritið var nýlega bundið þegar það var skráð í spjaldskrá (án dags.). Eldra band fylgdi frá Kaupmannahöfn.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.