„Hér hefir Egils sögu“
„Úlfur hét maður, son Bjálfa og Hallberu …“
„… og urðu flestir miklir menn“
og lýkur þar svo þessari frásögn.
Með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellískrift.
Lítill bókahnútur á bl. 102r.
Band frá 18. öld (315 mm x 205 mm x 30 mm). Spjöld og kjölur klædd bókfelli. Leðurþvengir binda kjöl við spjöld utanfrá. Blár safnmarksmiði límdur á kjöl.
Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ). Það er tímasett til um 1700 í Katalog I , bls. 103, en virkt skriftartímabil Ásgeirs Jónssonar var c1686-1707.
Handritið var áður hluti af stærri bók. Í þeirri bók voru einnig AM 173 fol., AM 157 f fol., Vatnsdæla saga og AM 157 b fol. (sbr. AM 435 b 4to, bl. 4v-5v).
Uppskriftin er grundvölluð á Möðruvallabók, AM 132 fol. (e.t.v. frá því þegar hún var heilli), með hliðsjón af AM 463 4to (sbr. JS 409 4to og Bjarna Einarsson í Um Eglutexta Möðruvallabókar í 17du aldar eftirritum , bls. 49-52).
Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XI fol. í safni Þormóðs Torfasonar (sbr. AM 435 b 4to). Árni Magnússon hefur líklega tekið hana í sundur.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. maí 1990.
VH lagfærði í nóvember 2010 ÞS skráði 5.-8. desember 2008. DKÞ færði inn grunnupplýsingar 26. september 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 27. nóvember 1885 (sjá Katalog I 1889:103 (nr. 175) .
Yfirfarið af Mette Jacobsen í febrúar 1990 (sbr. seðil).