Skráningarfærsla handrits

SÁM 169

Kvæðabók

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-6v)
Vinavísur
Titill í handriti

Fyrsta kvæði er menn nefna Vina vísur ort af Birni Jónssyni á Skarðsá

Upphaf

Visku drottinn veittu mér …

Athugasemd

49 erindi.

2 (6v-12r)
Hlýrahljómur
Titill í handriti

Hlýra hljómur

Upphaf

Fram skal kippa Berlings bát …

Athugasemd

56 erindi.

3 (12r-14r)
Verónikukvæði
Upphaf

Kveð ég um kvinnu eina …

Athugasemd

23 erindi.

Efnisorð
4 (14r-15v)
Himnabréf
Titill í handriti

Himnabréf eður útskýring af því bréfi sem sent var af himnum ofan í Mikelborg í Þýskalandi anno 1677

Upphaf

Hver sem á sunnudaginn erfiðar, sá er bölvaður …

Athugasemd

Á undan himnabréfinu fer inngangur.

Efnisorð
5 (15v-16r)
Karlamagnúsarbæn
Titill í handriti

Karlamagnúsarbæn eða ein bæn sem sem engill Guðs kom með af himnum og færði þeim heilaga Legarð páfa í Róm, hver eð var bróðir Karlamagnúsar keisara.

Upphaf

Jesú Kristí kross er eitt dásamlegt teikn …

Athugasemd

Á undan fer stuttur inngangur þar sem lýst er áhrifamætti bænarinnar.

Efnisorð
6 (16r-19v)
Adams saga
Titill í handriti

Adams saga eður um Adam og krosstréð herrans Kristí

Upphaf

Þegar Adam hafði lifað 939 ár í dalnum Kiriam á Jórsalalandi …

Efnisorð
7 (19v-23r)
Hrakfallabálkur
Titill í handriti

Hrakfallabálkur kveðinn af séra Bjarna Gissurssyni að Múla í Skriðdal

Upphaf

Hjöluðu tveir í húsi forðum …

Athugasemd

41 erindi.

Efnisorð
8 (23r-28r)
Bóndakonuríma
Titill í handriti

Bóndakonuríma

Upphaf

Dvalins læt ég dælu jór …

Athugasemd

102 erindi.

Efnisorð
9 (28r-30v)
Skipafregn
Titill í handriti

Skipafregn kveðin af Árna Böðvarssyni

Upphaf

Vorið langt verður oft dónunum …

Athugasemd

18 erindi.

10 (30v-39r)
Vinaspegill
Titill í handriti

Hér skrifast langt kvæði er kallast Vinaspegill

Upphaf

Forðum tíð einn brjótur brands …

Athugasemd

113 erindi.

11 (39v-44r)
Grímseyjarvísur
Titill í handriti

Hér skrifast Grímseyjarvísur

Upphaf

Almáttugur Guð himnahæða …

Athugasemd

72 erindi.

12 (44r-48r)
Engildiktur
Titill í handriti

Eitt kvæði sem nefnist Engildiktur

Upphaf

Ég hefi séð á einni bók …

Athugasemd

79 erindi.

Efnisorð
13 (48r-50r)
Dórótheukvæði
Upphaf

Hef ég mér sett með herrans ráði …

Athugasemd

36 erindi.

Eyða fyrir 23. erindi.

Efnisorð
14 (50r-54v)
Hrafnahrekkur
Titill í handriti

Kvæði sem er kallað Hrafnahrekkur

Upphaf

Nú skal seggjum segja …

Athugasemd

57 erindi.

15 (54v-57r)
Ævintýrið eitt ég sá …
Titill í handriti

Eitt kvæði

Upphaf

Ævintýrið eitt ég sá …

Viðlag

Margur þetta klókur kann /kalsa mjúkt í eyra …

Athugasemd

30 erindi.

16 (57r-58v)
Hársljóð
Titill í handriti

Hársljóð kveðin af Árna Gíslasyni á Höfn

Upphaf

Þó að ég vildi þuluna flétta …

Athugasemd

25 erindi. Þriðja erindi skrifað aftast.

Efnisorð
17 (58v-59v)
Barbárukvæði
Titill í handriti

Hér skrifast nú Barbárukvæði

Upphaf

Herra Guð sem hæðum stýrir …

Athugasemd

31 erindi.

Efnisorð
18 (60r-61v)
Agnesarkvæði
Titill í handriti

Nú skrifast hér Agnesarkvæði

Upphaf

Áður fyrri ríkti í Róm …

Athugasemd

26 erindi.

Efnisorð
19 (61v-62v)
Þjófur og morðingi
Titill í handriti

Þjófur og morðingi

Upphaf

Fastir í fangelsi voru / forðum í Lundúnarbý …

Athugasemd

16 erindi.

20 (62v-64v)
Steinkubragur
Titill í handriti

Hér skrifast kvæði sem nefnist Steinkubragur

Upphaf

Fólkið hlýði frásögn minni …

Athugasemd

23 erindi.

21 (64v-68r)
Jannesar ríma
Titill í handriti

Hér á eftir skrifast Jannesar ríma

Upphaf

Verður herjans vara bjór …

Athugasemd

86 erindi.

Efnisorð
22 (68r-71v)
Kötludraumur
Titill í handriti

Ennþá eitt kvæði er nefnist Kötludraumur

Upphaf

Már hefur búið manna göfgastur …

Athugasemd

81 erindi.

Efnisorð
23 (71v-77v)
Ekkjuríma
Titill í handriti

Ekkjuríma

Upphaf

Semja skal hér sónar vers ef seggir hlýða …

Athugasemd

133 erindi.

Efnisorð
24 (77v)
Kvennaprís
Titill í handriti

Nú skrifast hér á eftir Kvenna prís

Upphaf

Mærð er æðin meðan eyrir …

Athugasemd

Aðeins hálft annað erindi.

Undir stendur. Hér er ekki meira af kvæðinu á blöðum þeim sem þetta er eftir ritað).

25 (77v-78r)
Arnarfell
Upphaf

Upp undir Arnarfelli / allri mannabyggð fjær …

Athugasemd

Aðeins eitt erindi.

Enginn titill í handriti.

26 (78r)
Vísa
Upphaf

Þú sem þetta þegið hefur …

Athugasemd

Enginn titill í handriti.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 78 + i blöð ( 160 100 .
Tölusetning blaða

Blaðsíðutöl koma öðru hverju fyrir efst fyrir miðju.

Arkir eru tölusettar.

Umbrot

Eindálka nema bl. 57r-58v.

Línufjöldi ca 30-35.

Griporð víða.

Skrifarar og skrift

Ólafur Runólfsson, sprettskrift.

Band

Bundið aftan við prentaða bók: Lítil hústafla heilbrigðinnar eður fáeinar lifnaðarreglur og athugasemdir um meðhöndlun lífsins og heilsunnar. Akureyri 1856.

Bókaspjöld úr pappa klædd brúnleitum marmarapappír. Leður á kili og hornum. Saumað með hamptaumi. Spjaldblað og saurblað fremst úr bláum pappír.

Uppruni og ferill

Uppruni
Á bl. 78v stendur: Bók þessa skrifaði Ólafur Runólfsson (bróðir Jóns er lengi var sýsluskrifari hjá Axel sýslumanni á Eskifirði) fyrir Ragnhildi Stefánsdóttur frá Stakkahlíð á árunum fyrir 1880.
Ferill
Á bl. 78v stendur: Bók þessa gaf Guðlaug Pálsdóttir Óla Kristjáni Guðbrandssyni en hann gaf hana Vésteini, syni sínum, sem er dótturdóttursonur Ragnhildar Stefánsdóttur frá Stakkahlíð.
Aðföng
Vésteinn Ólason afhenti handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2. október 2017.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 21. febrúar 2022.

Notaskrá

Höfundur: Vésteinn Ólason
Titill: Austfirskt kvæðakver, Jóansbolli færður Jóni Samsonarsyni fimmtugum
Umfang: s. 56-60

Lýsigögn