„Fyrsta kvæði er menn nefna Vina vísur ort af Birni Jónssyni á Skarðsá“
„Visku drottinn veittu mér …“
49 erindi.
„Hlýra hljómur“
„Fram skal kippa Berlings bát …“
56 erindi.
„Himnabréf eður útskýring af því bréfi sem sent var af himnum ofan í Mikelborg í Þýskalandi anno 1677“
„Hver sem á sunnudaginn erfiðar, sá er bölvaður …“
Á undan himnabréfinu fer inngangur.
„Karlamagnúsarbæn eða ein bæn sem sem engill Guðs kom með af himnum og færði þeim heilaga Legarð páfa í Róm, hver eð var bróðir Karlamagnúsar keisara.“
„Jesú Kristí kross er eitt dásamlegt teikn …“
Á undan fer stuttur inngangur þar sem lýst er áhrifamætti bænarinnar.
„Adams saga eður um Adam og krosstréð herrans Kristí“
„Þegar Adam hafði lifað 939 ár í dalnum Kiriam á Jórsalalandi …“
„Hrakfallabálkur kveðinn af séra Bjarna Gissurssyni að Múla í Skriðdal“
„Hjöluðu tveir í húsi forðum …“
41 erindi.
„Bóndakonuríma“
„Dvalins læt ég dælu jór …“
102 erindi.
„Skipafregn kveðin af Árna Böðvarssyni“
„Vorið langt verður oft dónunum …“
18 erindi.
„Hér skrifast langt kvæði er kallast Vinaspegill“
„Forðum tíð einn brjótur brands …“
113 erindi.
„Hér skrifast Grímseyjarvísur“
„Almáttugur Guð himnahæða …“
72 erindi.
„Eitt kvæði sem nefnist Engildiktur“
„Ég hefi séð á einni bók …“
79 erindi.
„Hef ég mér sett með herrans ráði …“
36 erindi. Eyða fyrir 23. erindi.
„Kvæði sem er kallað Hrafnahrekkur“
„Nú skal seggjum segja …“
57 erindi.
„Eitt kvæði“
„Ævintýrið eitt ég sá …“
„Margur þetta klókur kann /kalsa mjúkt í eyra …“
30 erindi.
„Hársljóð kveðin af Árna Gíslasyni á Höfn“
„Þó að ég vildi þuluna flétta …“
25 erindi. Þriðja erindi skrifað aftast.
„Hér skrifast nú Barbárukvæði“
„Herra Guð sem hæðum stýrir …“
31 erindi.
„Nú skrifast hér Agnesarkvæði“
„Áður fyrri ríkti í Róm …“
26 erindi.
„Þjófur og morðingi“
„Fastir í fangelsi voru / forðum í Lundúnarbý …“
16 erindi.
„Hér skrifast kvæði sem nefnist Steinkubragur“
„Fólkið hlýði frásögn minni …“
23 erindi.
„Hér á eftir skrifast Jannesar ríma“
„Verður herjans vara bjór …“
86 erindi.
„Ennþá eitt kvæði er nefnist Kötludraumur“
„Már hefur búið manna göfgastur …“
81 erindi.
„Ekkjuríma“
„Semja skal hér sónar vers ef seggir hlýða …“
133 erindi.
„Nú skrifast hér á eftir Kvenna prís“
„Mærð er æðin meðan eyrir …“
Aðeins hálft annað erindi. Undir stendur. Hér er ekki meira af kvæðinu á blöðum þeim sem þetta er eftir ritað).
„Upp undir Arnarfelli / allri mannabyggð fjær …“
Aðeins eitt erindi. Enginn titill í handriti.
Pappír.
Blaðsíðutöl koma öðru hverju fyrir efst fyrir miðju.
Arkir eru tölusettar.
Eindálka nema bl. 57r-58v.
Línufjöldi ca 30-35.
Griporð víða.
Ólafur Runólfsson, sprettskrift.
Bundið aftan við prentaða bók: Lítil hústafla heilbrigðinnar eður fáeinar lifnaðarreglur og athugasemdir um meðhöndlun lífsins og heilsunnar. Akureyri 1856.
Bókaspjöld úr pappa klædd brúnleitum marmarapappír. Leður á kili og hornum. Saumað með hamptaumi. Spjaldblað og saurblað fremst úr bláum pappír.
ÞS skráði 21. febrúar 2022.