„Ættartala“
Virðist tengjast mest Húnavatnssýslu. Vísað m.a. í Manntölin 1703 og 1816 og Espólín.
Blöð hafa verið skorin úr bókinni fremst og aftast.
Óþekktur skrifari, snarhönd.
Bókhaldsbók með kápu klæddri dökkum marmarapappír og fínofinn líndúkur á kili (176 null x 110 null).
Handritið var skrifað á Íslandi líklega á fyrri hluta tuttugustu aldar.
Hugsanlega hefur bókin upprunalega verið notuð við kaupmennsku eða bókhald. Á innra spjaldblaði fremst: 1915. Sykur sjá aftast og innra spjaldblaði aftast: 25/3 1911. Lánað Joh. Halldórssyni bankanum kr. 2,oo.
Frá Grétari Óskarssyni og Ingibjörgu. Mánudaginn 27. apríl 2009 skrifaði Ingibjörg Ólöfu Benediktsdóttur bókasafnsfræðingi tölvuskeyti: „Sæl Ólöf Maðurinn minn, Grétar Óskarsson, ætlar á eftir að skjótast með bækurnar fjórar til þín … Kveðja Ingibjörg“. Hinar bækurnar þrjár eru prentaðar bækur.
ÞS skráði í april 2019.