Skráningarfærsla handrits

SÁM 116d

Predikun - brot ; Ísland, 1700-1899

Innihald

1 (1r-2v)
Predikun - brot
Upphaf

… […] veturinn er liðinn, en sumarið tekur við …

Niðurlag

… og faðir fyrir þíns eingetins sonar forþénustu og fyrirbón. Amen.

Athugasemd

Byrjar óheil

2 (2v-3r)
Sálmur á fyrsta sumardag.
Upphaf

O! maður daufur uppvakna, eilífan Guð að vegsama …

Lagboði

Faðir vor sem á himnum ert …

Niðurlag

…lofsyngjum allir þá okkar skapara himnum á. Amen.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
3 blöð (175 mm x 110 mm).
Tölusetning blaða
Blöð voru tölusett með blýanti af skrásetjara (4. janúar 2011): 1-3.
Kveraskipan

Eitt kver:

  • Kver I: blöð 1-3, 1 tvinn og 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 145-150 mm x 90-92 mm.
  • Línufjöldi er ca 18-21.
  • Griporð.

Ástand

  • Brot úr handriti. Blöð eru óinnbundin og notkunarnúin.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur. Kansellískrift.

Band

Óinnbundið.

Pappakápa er um blöðin sem eru laus.

Handritið liggur í öskju með SÁM 116a-c og SÁM 116e-f.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað á Íslandi, hugsanlega á átjándu eða nítjándu öld (?).
Aðföng

SÁM 116a-f eru komin á Stofnun Árna Magnússonar úr búi Einars Ólafs Sveinssonar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
VH skráði handritið 4. janúar 2011.
Lýsigögn
×

Lýsigögn