Skráningarfærsla handrits

SÁM 116e

Kvæðakver Sveins Skúlasonar ; Ísland, 1845-1848

Titilsíða

Minnisblöð 1845

Innihald

1 (1r-52v)
Kvæðakver Sveins Skúlasonar frá skólaárum hans 1845-1848
Athugasemd

Í bókinni eru þýðingar kvæða og frumsamin ljóð. Það vantar aftan af bókinni, sbr. meðfylgjandi seðil (1r); þar kemur einnig fram að handritið sé hugsanlega eiginhandarrit Sveins (sjá nánar: Fylgigögn, Uppruni og ferill).

1.1 (1r-3v)
Fjallalækurinn
Höfundur

L. Stolberg

Titill í handriti

Fjallalækurinn

Upphaf

Unglingur fagur …

Niðurlag

… sem alfaðir sjálfur.

1.2 (4r-v)
Á sumardaginn fyrsta 1845
Titill í handriti

Á sumardaginn fyrsta 1845

Upphaf

Æ hvað fögur þú ert yndislega fannhvíta móðir! …

Niðurlag

… Eilíft sumar síðar meir, sjáum að endingu lífs.

1.3 (4v-5v)
Vinarsöknuður
Titill í handriti

Vinarsöknuður (frumkveðin)

Upphaf

Sem þrumu lostinn / þungu brjósti …

Niðurlag

… Hún mér segir / að sjást enn munum.

1.4 (6r)
Staka kveðin á hafnarleið
Titill í handriti

Staka kveðin á hafnarleið (frumkveðin)

Upphaf

Skeið af hafi skríður …

Niðurlag

…vini fáum séna.

1.5 (6r-7r)
Kvöldhugsun
Titill í handriti

Kvöldhugsun

Upphaf

Bjartur í austri / brýst fram máni …

Niðurlag

… áfram um eilífð / æ skulum vona.

1.6 (7v-9v)
Salur Freyju
Titill í handriti

Salur Freyju (Freyas Sal eftir Oehlenschläger)

Upphaf

Bjartur í austri / brýst fram máni …

Niðurlag

… áfram um eilífð / æ skulum vona.

1.7 (9v-10r)
Eldgosið 1845
Titill í handriti

Eldgosið 1845

Upphaf

Hátt stynja/drynja fjöllin, fögur stynur grundin …

Niðurlag

… landvættur skjálfa, liðs þær synja mönnum.

1.8 (10r-11r)
Til P
Titill í handriti

Til P 1846

Upphaf

Gekk eg um óttu / einn með ströndu …

Niðurlag

… lífs ef eg þig aftur / líta eg fengi

1.9 (11v)
Vitas hinnales
Titill í handriti

Vitas hinnales eftir Hóras; snúið og breytt

Upphaf

Fögur mig hræðist hrund, sem hreinkálfur fjalli á…

Niðurlag

… því manninn að þér bráðum ber.

Skrifaraklausa

Á marsm. 1846

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 11v).

1.10 (12r)
Víkurheilræði
Titill í handriti

Víkurheilræði

Upphaf

Þá vér komum í Vík …

Niðurlag

… var þeim brygð í brjóst lagin mjög.

Skrifaraklausa

smb. Hávamál. 1846.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 12r).

1.11 (12v)
Púki
Titill í handriti

(Púki fór.)

Upphaf

Þá Púka í hópinn púka …

Niðurlag

… hunda hann lærir sundið.

1.12 (13r-14v)
† Friðrik Bjarnason
Titill í handriti

† Friðrik Bjarnason

Upphaf

Flýgur óðfluga …

Niðurlag

… hjá sólkonungs stóli.

Athugasemd

Fimm erindi.

1.13 (14v-15v)
Freyja (Kvöldstjarnan)
Titill í handriti

Freyja (Kvöldstjarnan)

Upphaf

Ó þú ástardís …

Niðurlag

… brjóti dauða brodd.

1.14 (16r-17v)
Grátið með grátendum
Titill í handriti

Grátið með grátendum (Til B.S. er hann hafði misst bróður sinn)

Upphaf

Þegar heilagur …

Niðurlag

… á alvalds himni.

Skrifaraklausa

2/5 47.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 17v).

Níu erindi.

1.15 (18r-20r)
Skákin
Titill í handriti

Skákin (Hliðsjón höfð af kvæði eftir Herder)

Upphaf

Hvað er menntafjöld …

Niðurlag

… dauðinn er endir alls.

Athugasemd

Fjórtán erindi.

1.16 (20v-22r)
Eftirvæntingin
Titill í handriti

Skákin (snúið eftir Schiller)

Upphaf

Heyrða eg eigi …

Niðurlag

… líf mitt er draumur, unaðs sá eg dag.

Skrifaraklausa

6/5 47.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 22r).

1.17 (22r-24v)
Ljóð til herra H. Schevings yfirkennara
Titill í handriti

Til dr. yfirkennara herra H. Schevings á sumardagsmorguninn fyrsta 1847

Upphaf

Glóir sumarsól …

Niðurlag

… margar sumarsólir sjáið enn.

Athugasemd

Tólf erindi.

1.18 (25r-31r)
Leiðið ei móður í mold
Titill í handriti

Leiðið ei móður í mold

Upphaf

Beisk voru blóð …

Niðurlag

… kveður orð þau enn.

Athugasemd

Þrjátíu og eitt erindi.

1.18.1 (29v)
Staka til Björns Péturssonar
Titill í handriti

Staka til Björns Péturssonar er hann kom inn með ólátum og hafði sóleyjar á brjóstinu, vorið 1847

Upphaf

Rakkur að austan rekkur …

Niðurlag

… ljós þau um hálsinn drósa.

Athugasemd

Blað 30r er autt. Stakan til Björns kemur á milli erinda 25 og 26 í kvæðinu Leiðið ei móður í mold.

1.19 (31v-32v)
Vísur til Þ.J. með kvæðum Bjarna amtmanns.
Titill í handriti

Vísur til Þ.J. með kvæðum Bjarna amtmanns.

Upphaf

Bið ég reiðist hexta mey …

Niðurlag

…ljóð Bjarna minnast megir á..

Skrifaraklausa

Septemb. 1847.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 32v).

Ellefu erindi.

1.20 (22r-24v)
Til Þorfinns sumarið 1847
Titill í handriti

Til Þorfinns sumarið 1847

Upphaf

Sestur er ég í krók …

Niðurlag

… að ei þú styggir stjörnu undan felli!.

Skrifaraklausa

Ágústm.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 33r).

Þrjú erindi.

1.21 (32v-34r)
Ólundin mín
Titill í handriti

Ólundin mín

Upphaf

Farið er æsku fjöri! …

Niðurlag

… dauðra úr gröfum auðum.

Skrifaraklausa

Nóvemberm. 1847.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 34r).

1.22 (34r-36r)
Hryggbrotið
Titill í handriti

Hryggbrotið.

Upphaf

Þeysist hann heim að Þóroddsstað …

Niðurlag

… sig mey engin selji en velji!

Skrifaraklausa

4. janúar 1848.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 36r).

1.23 (36r-37r)
Eftirmáli
Titill í handriti

Eftirmáli sem haldinn var á eftir leikritinu 'Montanus' eftir Holberg

Upphaf

Lærið nú sem leikinn horfðuð á …

Niðurlag

… og eg bilast ei þá heimur móti stríðir.

Skrifaraklausa

6. janúar 1848.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 36r).

1.24 (37r)
Haustið
Titill í handriti

Haustið

Upphaf

Rís úr ægi röðull bjartur …

Lagboði

Björn och Fridhjof suto båda

Niðurlag

… hverfur dalur sjónum mín.

Skrifaraklausa

Septemberm. 1847.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 36r).

1.25 (38r-39v)
Sveitarkveðja
Titill í handriti

Sveitarkveðja

Upphaf

Ég kveð þig daladögg …

Lagboði

Farvel du höga

Niðurlag

… heill þér, heill þér.

Skrifaraklausa

13. janúar 1848.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 36r).

Sex erindi.

1.26 (39v-40v)
Úr Amor og Psyche
Höfundur

Paludan Maller

Titill í handriti

Snúið úr Amor og Psyche eftir Paludan Maller.

Upphaf

Viltu þá - ég því rjóð senda boð …

Niðurlag

… er hún því Psyche kölluð jörðu á.

Skrifaraklausa

Amor og Vestanvindur [....] saman - Hafnarútgáfa 1834, 14 bls.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 39v).

1.27 (40v-41v)
Vestanvindur
Titill í handriti

Vestanvindur

Upphaf

Lærið nú sem leikinn horfðuð á …

Niðurlag

… og eg bilast ei þá heimur móti stríðir.

Skrifaraklausa

Desembm. 1847.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 41v).

1.28 (40v-41v)
Úr Ossían
Titill í handriti

Oena morul (snúið úr Ossían 1847)

Upphaf

Sem hin reikula sól …

Niðurlag

… horfinnar frægðar hetjualdar.

Athugasemd

Þrjátíu og sex erindi.

1.29 (49v-52r)
Að rita um þetta eftir B.Th.
Titill í handriti

Spurning í íslensku: Að rita um þetta eftir B.Th. 'Maður því horfirðu fram? Ég lít eftir veginum fremri'. 'Maður horfðu þér nær! Liggur í götunni steinn'.

Skrifaraklausa

16. janúar 1848.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 49v).

Eftirfarandi eru nokkur erindi, m.a.: Maður! því horfirðu fram …, Myrk er ókomin öld …, Gaf alfaðir gumasonum …, Heyrið á fíflskutal …, Maður horfðu þér nær …. Liggur í götunni steinn …

1.30 (52r)
Úr Ovenus
Titill í handriti

Snúið úr Ovenus

Upphaf

Eigi skaltu aura …

Niðurlag

… dyggðir himinbornar.

1.31 (52r-52v)
Stíll veturinn 1846
Titill í handriti

Stíll veturinn 1846 (úr dönskum prósa)

Upphaf

Græn gróa grös á foldu …

Niðurlag

… uppúr köldum kolum …

Athugasemd

Endar óheill.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
52 blöð (132 mm x 80-81 mm).
Tölusetning blaða
Blöð voru tölusett með blýanti af skrásetjara (6. janúar 2011): 1-52.
Kveraskipan

Þrjú kver:

 • Kver I: blöð 1-16, 5 tvinn og 6 stök blöð.
 • Kver II: blöð 17-34, 6 tvinn og 6 stök blöð.
 • Kver IIII: blöð 35-52, 6 tvinn og 6 stök blöð.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 110-112 mm x 65-75 mm.
 • Línufjöldi er ca 18-22.

Ástand

 • Vantar aftan af handritinu. Blöð eru notkunarnúin.
 • Bókarspjöld eru ekki til staðar en áþrykktur kjölur úr leðri hefur verið saumaður um kverin með utanverðum saumi.

Skrifarar og skrift

Þetta er hugsanlega eiginhandrit Sveins Skúlasonar (sbr. meðfylgjandi miða (1r).

Band

Band: Án kápuspjalda. Leðurkjölur er saumaður með utanverðum saumi um kverin.

Handritið er í umslagi með stimpli Stofnunar Árna Magnússonar; framan á það er skrifað með penna Kvæða kver Sveins Skúlasonar frá Reykjavíkurskólaárum 1845-1848.

Handritið liggur í öskju með SÁM 116a-d og SÁM 116f.

Fylgigögn
Fimm seðlar fylgja með í umslagi:

 • Á fyrsta seðlinum (1r) eru upplýsingar um aðföng og innihald handritsins. Hann er dagsettur 13. október 1983 og undirskriftin er DE.
 • Á þeim næsta (2r-v) koma m.a. fram nöfn þeirra Hallgríms Péturssonar og Jóns Vídalíns.
 • Á þriðja seðlinum eru upplýsingar sem tengjast Guðmundi Jónssyni á Hoffelli.
 • Á seðli fjögur eru upplýsingar um innhald handritsins með hendi Einars Ólafs Sveinssonar.
 • Síðasti seðillinn er póstkvittun frá 21. júní 1929. Móttakandi er að því er best verður hér lesið Kaarle Krobn, Helsinki.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað á Íslandi, 1845-1848 en ártöl á þessu árabili koma fram víðs vegar um handritið.
Ferill

Að því er fram kemur í riti Gunnars Sveinssonar, Íslenskur skólaskáldskapur 1846-1882; 32-34 (ópr. meistaraprófsritgerð (1954) í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni) er ljóst að höfundur kversins var Sveinn Skúlason (1824-1888) og er handritið sennilega eiginhandarrit hans (sbr. meðfylgjandi miða (1r)).

Aðföng

Handritið er komið í Stofnun Árna Magnússonar frá Einari Ólafi Sveinssyni 1983 (sbr. meðfylgjandi seðil).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
VH skráði handritið 4. janúar 2011.

Lýsigögn