Skráningarfærsla handrits

SÁM 50

Evangelíka sakra, Stíkódemó: Inngangsorð

Innihald

1 (blað 1r (bls. 1))
Evangelíka sakra, Stíkódemó: Inngangsorð
Titill í handriti

Evangelika Sakra, Stíkódemó. Evangelium sem Níkódemus hefur ritað (!?) hver er var höfðingi Gyðinga og Jesú heimuglegur lærisveinn. Formáli.

Upphaf

Þetta skyldi á níunda ári Tíberí keisara í Róm …

Niðurlag

… keisari lét snúa því á latínu og hljóðar þannig.

2 (bl.1v-32v (bls. 1-64))
Evangelíka sakra, Stíkódemó: Meginmál
Upphaf

Hannas og Kaífas, Símon …

Niðurlag

… skulum oss að varnaði verða láta og breyta ei eftir þeim. Guð almáttugur stjórni oss með sinni náð og anda í Jesú nafni. Amen.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
32 blöð (64 bls.).
Tölusetning blaða

Handritið er óblaðmerkt en blaðsíðutal er upprunalegt. Blaðsíður 1 og 64 eru án blaðsíðutals.

Kveraskipan
Fjögur kver.
  • Kver I: blöð 1-8 (bls. 1-16); 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16 (bls. 17-32); 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24 (bls. 33-48); 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32 (bls. 49-64); 4 tvinn.

Umbrot

Línufjöldi er ca. 19-21.

Strikað er fyrir leturfleti að undanskilinni neðri spássíu.

Skrifarar og skrift

Ein rithönd.

Skreytingar

Bókahnútur er á blaði 32v (bls. 64).

Band

Án bókarkápu og saublaða.

Kver I og II eru saumuð saman á tveimur stöðum, sömuleiðis kver III og IV. Efst og neðst eru saumar sem binda öll kverin saman.

Fylgigögn

Meðfylgjandi er vélritaður miði með haus Stofnunar Árna Magnússonar, undirskrifaður af Jónasi Kristjánssyni, dagsettur 12. desember 1985. Á honum eru upplýsingar um gefendur handritsins. Auk miðans er umslag, einnig með haus Stofnunar Árna Magnússonar,sem á stendur SÁM 50 og Handrit frá Sveini Einarssyni.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Á 86. afmælisdegi Einars Ólafs Sveinssonar færði Sveinn Einarsson rithöfundur, Árnastofnun, þetta handrit föður síns að gjöf. Handritið mun vera komið aðaustan(sbr. miða meðf. í hdr. undirskrifuðum af Jónasi Kristjánssyni).

Aðföng

Handritið var gefið Stofnun Árna Magnússonar 12. desember 1985

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH tölvuskráði handritið 27. október 2008

Lýsigögn
×

Lýsigögn