Skráningarfærsla handrits

SÁM 51

Eddukvæði

Athugasemd
Mestur hluti efnisins er kominn með milliliðum frá Konungsbók eddukvæða (Codex regius). Völuspá og Hávamál eru ekki í handritinu og ekki er vitað hvort þau hafi verið það upphaflega. Í handritinu eru sjö kvæði sem ekki eru í Konungsbók. Efnisskipan hefur brenglast í bindinu (sbr. fylgiskjöl).
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-7v)
Skírnismál
Titill í handriti

Skírnisför

Upphaf

Freyr sonur Njarðar hafði sest í Hliðskjálf …

Niðurlag

… en sjá hálf hýnótt.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 90-96).

Blað 8 er autt.

Efnisorð
2 (9r-16r)
Hárbarðsljóð
Titill í handriti

Hárbarðsljóð

Upphaf

Þór fór úr austurvegi og kom að sundi einu …

Niðurlag

… hafi allan gramir.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 97-104).

Blað 16v er autt.

Efnisorð
3 (17r-24 r)
Hymiskviða
Titill í handriti

Þór dró Miðgarðsorm eður Hymiskviða

Upphaf

Ár valtívar veiðar námu …

Niðurlag

… öldur að Ægis eitt hörmeitið.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 105-112).

Blað 24r er autt að mestu og blað 24v er autt.

Efnisorð
4 (25r-35v)
Lokasenna
Efnisorð
4.1 (26r-26v)
Frá Ægi og goðum
Titill í handriti

Frá Ægi og goðum eður Ægisdrekka

Upphaf

Ægir er öðru nafni hét Gymir …

Niðurlag

… Loki hvarf aftur og hitti úti Eldi. Loki kvaddi hann.

Efnisorð
4.2 (26v-36v)
Lokasenna
Titill í handriti

Lokasenna eður Lokaglefsa

Upphaf

Segðu það Eldir …

Niðurlag

… það eru nú kallaðir jarðskjálftar.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 113-123).

Blað 36 er autt.

Efnisorð
5 (37r-47v)
Helgakviða Hundingsbana I
Titill í handriti

Hér hefir upp kviðu frá Helga Hundingsbana þá ena fyrstu

Upphaf

Ár var alda …

Niðurlag

… Þá er sókn lokið.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 179-189).

Blað 47v er autt að mestu; blöð 48r-v eru auð.

Efnisorð
6 (49r-52v)
Helgakviða Hundingsbana II
Titill í handriti

Frá Völsungum eður kviða Helga Hundingsbana en önnur

Upphaf

Sigmundur konungur Völsungsson átti Borghildi af Brálundi …

Niðurlag

… svo sem segir í Káruljóðum og var hún valkyrja.

Athugasemd

Handritið er ranglega bundið inn svo að Helgakviða Hjörðvarðssonar og Helgakviða Hundingsbana II ruglast saman (sjá nánar lið 7).

Blöð 71v-72v eru auð.

Efnisorð
7 (59r-62v)
Helgakviða Hjörðvarðssonar
Titill í handriti

Frá Hjörvarði og Sigurlinn eður Kviða Helga Haddingjaskata

Upphaf

Hjörðvarður hét konungur …

Niðurlag

… Helgi og Svava er sagt að væri endurborin.

Athugasemd

Handritið er ranglega innbundið svo að efni Helgakviðanna ruglast saman. Efnisleg röð blaða, sbr. útgáfu Bugges (1965) er Helgakviða Hjörvarðssonar: 59-62 ( sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 171-174) og 53-58 (sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 174-178); Helgakviða Hundingsbana I: 37-47(sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 179-189); Helgakviða Hundingsbana II: 49–52 (sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 190-193) og 63-71(sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 193-204).

Efnisorð
8 (73r-74r)
Frá dauða Sinfjötla
Titill í handriti

Frá dauða Sinfjötla eður Sinfjötlalok

Upphaf

Sigmundur Völsungsson var konungur í Frakklandi …

Niðurlag

… og hann kalla allir menn í fornfræðum um alla menn fram og göfgastan herkónga.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 202-203).

Blað 74r er autt að mestu; blað 74v er autt.

Efnisorð
9 (75r-86r)
Grípisspá
Titill í handriti

Kviða Sigurðar Fáfnisbana eður Grípisspá

Upphaf

Grípir hét son Eylima bróðir Hjördísar …

Niðurlag

… mína ævi ef þú mættir það.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 204-211).

Blað 86r er autt að mestu; blað 86v er autt.

Efnisorð
10 (87r-v)
Grímnismál
Athugasemd

Röð blaða hefur ruglast og eru Alvíssmál nú á milli prósakaflans og sjálfs kvæðisins (sjá nánar lið 10.2)

Efnisorð
10.1 (87r-87v)
Grímnismál - prósi
Titill í handriti

Frá sonum Hrauðungs konungs

Upphaf

Hrauðungur konungur átti tvo sonu …

Niðurlag

… að feldurinn brann af Grímni. Hann kvað.

Athugasemd

Blað 92r er autt að mestu; blað 92v er autt.

Efnisorð
10.2 (93r-101r)
Grímnismál - kvæðið
Titill í handriti

Grímnismál

Upphaf

Heitur ertu hripuður …

Niðurlag

… en Agnar var þar konungur lengi síðan.

Athugasemd

Röð blaða hefur ruglast. Rétt efnisniðurröðun Grímnismála væri: 87 (sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 75-76), 93-95 (sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 76-80), 97 (sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 80-81), 96 (sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 82-83), 99 (sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 83-84), 98 (sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 85-86), 100-101 (sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 86-88).

Blað 101r er autt að hálfu; blað 101v er autt.

Efnisorð
11 (88r-92r)
Alvíssmál
Upphaf

… er ek vil snimma hafa …

Niðurlag

… nú skín sól í sali.

Athugasemd

Vantar 1 blað framan á kvæðið eða vísur 1–7. Röð blaða hefur ruglast. Rétt efnisniðurröðun Alvíssmála væri: 89 (sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 130-131), 88 (sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 131-132) og 90-92 (sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 132-134).

Efnisorð
12 (102r-110r)
Vafþrúðnismál
Titill í handriti

Vafþrúðnismál

Upphaf

Ráð þú mér nú Frigg …

Niðurlag

… þú ert æ vísastur vera.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 65-74).

Blöð 110v-111v eru auð.

Efnisorð
13 (112r-118r)
Þrymskviða
Titill í handriti

Þrymskviða eður Hamarsheimt

Upphaf

Reiður var þá Vingþór …

Niðurlag

… Svo kom Óðins sonur endur að hamri.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 124-128).

Blað 118r er autt að mestu; blöð 119r-v eru auð

Efnisorð
14 (120r-128v)
Völundarkviða
Efnisorð
14.1 (120r-120v)
Frá Völundi
Titill í handriti

Frá Völundi

Upphaf

Níðuður hét konungur í Svíþjóð …

Niðurlag

… Níðuður lét hann höndum taka svo sem hér er kveðið.

Efnisorð
14.2 (120v-128v)
Völundarkviða
Titill í handriti

Frá Völundi og Níðuði eður Völundarkviða

Upphaf

Meyjar flugu sunnan …

Niðurlag

… ég vætur honum vinna kunnag.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 163-170).

Blað 128v er autt að hálfu; blöð 129r-v eru auð.

Efnisorð
15 (130r-135v)
Reginsmál
Titill í handriti

Kviða Sigurðar Fáfnisbana önnur

Upphaf

Sigurður gekk til stóðs Hjálpreks …

Niðurlag

… Sigurður hljóp úr gröfinni og sá þá hver þeirra annan.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 212-218 (19)).

Stuttur prósakafli sem venjulega fylgir Fáfnismálum er hér með Reginsmálum.

Efnisorð
16 (136r-143r)
Fáfnismál
Titill í handriti

Frá dauða Fáfnis eður Fáfnismál

Upphaf

Fáfnir kvað. Sveinn og sveinn hverjum …

Niðurlag

… fyrr en Sigurður steig á bak honum.

Athugasemd

Stuttur prósakafli sem venjulega tilheyrir Fáfnismálum fylgir Reginsmálum (sjá lið 15).

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 219-226).

Blað 143r er autt að hálfu; blað 143v er autt.

Efnisorð
17 (144r-149r)
Sigurdrífumál
Titill í handriti

Kviða Brynhildar Buðladóttur

Upphaf

Sigurður reið upp á Hindarfjall og stefndi suður til Frakklands …

Niðurlag

… Það ræð ég þér ið sjötta þótt með seggjum fari

Skrifaraklausa

Desunt minimum oct folia scribit A. Magnæus in membrana ut existimo".

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 227-233).

Það vantar aftan á kvæðið (eftir 29.2) eins og í Konungsbók eddukvæða.

Skrifaraklausan er á blaði 149r sem er autt að hálfu.

Efnisorð
18 (149v-153r)
Brot af Sigurðarkviðu
Upphaf

Hvað hefir Sigurður til saka unnið …

Niðurlag

… en eiturdropum innan fáðar.

Athugasemd

Það vantar framan á kvæðið eins og í Konungsbók eddukvæða

(sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 237-240).

Efnisorð
19 (154r)
Frá dauða Sigurðar
Titill í handriti

Frá dauða Sigurðar

Upphaf

Hér segir í þessi kviðu frá dauða Sigurðar …

Niðurlag

… Þetta er enn kveðið um Guðrúnu.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 241-242).

Efnisorð
20 (154r-159r)
Guðrúnarkviða I
Upphaf

Ár var þaz Guðrún …

Niðurlag

… er hún sár um leit á Sigurði.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 242-246).

Stuttur lausamálskafli er í lokin (sjö línur (sjá blað 159r).

Blað 159v er autt.

Efnisorð
21 (160r-172v)
Sigurðarkviða hin skamma
Titill í handriti

Kviða Sigurðar

Upphaf

'Ar var þaz Sigurður …

Niðurlag

… sva man eg láta.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 247-259).

Blað 172v er autt að hálfu; blöð 173r-v eru auð.

Efnisorð
22 (174r-176v)
Helreið Brynhildar
Efnisorð
22.1 (174r-176v)
Helreið Brynhildar-prósi
Upphaf

Eftir dauða Brynhildar voru gör bál tvö …

Niðurlag

… þar er gígur nokkur bjó.

Efnisorð
22.2 (174r-176v)
Helreið Brynhildar - kvæðið
Titill í handriti

Brynhildur reið helveg

Upphaf

Skaltu í gögnum…

Niðurlag

… sökstu gígjar kyn.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 260-263).

Blað 176v er autt að hálfu; blöð 177r-v eru auð.

Efnisorð
23 (178r-186v)
Guðrúnarkviða hin forna
Efnisorð
23.1 (178r)
Guðrúnarkviða II - prósi
Titill í handriti

Dráp Niflunga

Upphaf

Gunnar og Högni tóku þá gullið allt Fáfnis …

Niðurlag

… Þjóðrekur og Guðrún kærðu harma sín á milli. Hún sagði hánum og kvað.

Efnisorð
23.2 (178r-186v)
Guðrúnarkviða II - kvæðið
Titill í handriti

Kviða Guðrúnar

Upphaf

Mær var eg meyja …

Niðurlag

… það man eg görva.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 264-273).

Efnisorð
24 (187r-188v)
Guðrúnarkviða III
Efnisorð
24.1 (187r)
Guðrúnarkviða III - prósi
Upphaf

Herkja hét ambótt Atla …

Niðurlag

… Atli var þá allókátur. Þá kvað Guðrún.

Efnisorð
24.2 (187r-188v)
Guðrúnarkviða III - kvæðið
Titill í handriti

Guðrúnarkviða

Upphaf

Hvað er þér Atli …

Niðurlag

… sína harma.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 274-275).

Blöð 189r-v eru auð.

Efnisorð
25 (190r-195r)
Oddrúnargrátur
Titill í handriti

Frá Borgnýju og Oddrúnu

Efnisorð
25.1 (174r-176v)
Oddrúnargrátur - prósi
Upphaf

Heiðrekur hét konungur. Dóttir hans hét Borgný …

Niðurlag

… hún hafði verið unnusta Gunnars Gjúkasonar. Um þessa sögu er hér kveðið.

Efnisorð
25.2 (174r-176v)
Oddrúnargrátur - kvæðið
Upphaf

Heyrða ek segja / í sögum fornum …

Niðurlag

… nú er umgenginn / grátur Oddrúnar.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 276-281).

Blað 195v er autt.

Efnisorð
26 (196r-204r)
Atlakviða
Efnisorð
26.1 (196r)
Atlakviða - prósi
Titill í handriti

Dauði Atla

Upphaf

Guðrún Gjúkadóttir hefndi bræðra sinna …

Niðurlag

… um þetta er sjá kviða ort.

Efnisorð
26.2 (196r-204r)
Atlakviða - kvæðið
Titill í handriti

Atlakviða hin grænlenska

Upphaf

Sendi Atli / ár til Gunnars …

Niðurlag

… björt áður sylti.

Skrifaraklausa

Enn segir glöggra í Atlamálum enum grænlenskum.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 282-291); ( skrifaraklausan er á blaði 204r.

Blað 204r er autt að hálfu; blöð 204v-205v eru auð.

Efnisorð
27 (206r-223r)
Atlamál hin grænlensku
Titill í handriti

Hér hefir Atlamál en grænlensku

Upphaf

Frétt hefir öld ófu þá …

Niðurlag

… hvargi er þjóð heyrir.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 292-310).

Blað 223v er autt.

Efnisorð
28 (224r-227v)
Guðrúnarhvöt
Efnisorð
28.1 (224r)
Guðrúnarhvöt - prósi
Titill í handriti

Frá Guðrúnu

Upphaf

Guðrún gekk til sævar …

Niðurlag

… en er það spurði Guðrún þá kvaddi hún sonu sína.

Efnisorð
28.2 (224r-227v)
Guðrúnarhvöt - kvæðið
Titill í handriti

Guðrúnarhvöt

Upphaf

Þá frá ek sennu …

Niðurlag

…um talið væri

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 311-315).

Efnisorð
29 (228r-232v)
Hamðismál
Titill í handriti

Hamðismál en fornu

Upphaf

Spruttu á tái / tregnar íðir …

Niðurlag

… en harmur hné / að húsbaki.

Baktitill

Þetta eru kölluð Hamðismál hin fornu.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 316-323).

Blað 232v er autt að hálfu; blöð 233r-v eru auð.

Efnisorð
30 (234r-237r)
Vegtamskviða
Titill í handriti

Vegtamskviða

Upphaf

Senn voru æsir / allir á þingi …

Niðurlag

… og ragnarök / rúfendur koma.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 135-140).

Blað 237r er autt að hálfu; blað 237v eru autt.

Efnisþættir 30-36 voru ekki í Konungsbók eddukvæða (Codex regius)

Efnisorð
31 (238r-243r)
Fjölsvinsmál
Titill í handriti

Fjölsvinsmál

Upphaf

Utan garða …

Niðurlag

… að við slíta skulum / æfi og aldri saman.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 343-351).

Grógaldur og Fjölsvinsmál eru einu nafni kölluð Svipdagsmál.

Blað 243r er autt að mestu; blað 243v er autt.

Efnisorð
32 (244r-252r)
Hyndluljóð
Titill í handriti

Hyndluljóð

Upphaf

Vaki mær meyja …

Niðurlag

… öll goð duga.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 152-162).

Blöð 252v-253v eru auð.

Efnisorð
33 (254r-256r)
Grógaldur
Titill í handriti

Gróu galdur

Upphaf

Vaki þú Gróa …

Niðurlag

… meðan þú mín orð um manst.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 338-342).

Grógaldur og Fjölsvinsmáll eru einu nafni kölluð Svipdagsmál.

Blöð 256v-257v eru auð.

Efnisorð
34 (258r-269r)
Sólarljóð
Titill í handriti

Sólarljóð

Upphaf

Fé og fjörvi rænti …

Niðurlag

… að áður heyrði Sólarljóðs sögu.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 357-370).

Blað 269r er autt að hálfu; blað 269v er autt.

Efnisorð
35 (270r-275r)
Gróttasöngur
Efnisorð
35.1 (270r-271r)
Gróttasöngur - prósi
Titill í handriti

Frá Fenju og Menju

Upphaf

Gull er kallað mjöl Fróða …

Niðurlag

… og þá var sær saltur síðan.

Efnisorð
35.2 (224r-227v)
Gróttasöngur - kvæðið
Titill í handriti

Grottasöngur

Upphaf

Nú erum komnar …

Niðurlag

… hafa fullstaðið fljóð að meldri.

Athugasemd

(Sbr. Sæmundar edda, Bugge, Sophus 1965: 324-329).

Blað 275v er autt.

Efnisorð
36 (276r-290r)
Heiðreks gátur
36.1 (276r-277r)
Heiðreks gátur - formáli
Titill í handriti

Formáli að getspeki Heiðreks konungs

Upphaf

Heiðrekur hét kóngur ágætur …

Niðurlag

… kvað það og vel fallið.

Efnisorð
36.2 (277r-290r)
Gátur Gestumblinda
Upphaf

Hafa vildak …

Niðurlag

… því ber hann stýfðan stert.

Athugasemd

Blað 290r er autt að hálfu; blöð 290v-291v eru auð.

(Gátur Gestumblinda eru ekki í Sæmundar Eddu, Bugges 1965. ).

Blað 275v er autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii +153 + i blöð (206-210 mm x 160-165 mm).
Tölusetning blaða
Blöð handritsins voru ótölusett en merkt með blýanti af skrásetjara, 1-291.
Umbrot

 • Eindálka.
 • Afmarkaður leturflötur er ca 155 mm x 110 mm.
 • Línufjöldi er ca 21-23.
 • Leturflötur er afmarkaður með tvöföldum rauðum línum, nema við neðri spássíu.
 • Síðutitlar: t.d. á blöðum132v-133r Frá Sigurði og Regin..

Ástand

 • Það vantar að öllum líkindum að minnsta kosti átta blöð í handritið (sjá blað 149r og meðfylgjandi fylgigögn).
 • Handritið er ranglega innbundið (sjá meðfylgjandi fylgigögn).
 • Sjá má merki þess á stórum hluta handritsins að það hefur blotnað; mest eru ummerkin í fyrri hluta þess en úr þeim dregur þegar komið er fram í mitt handrit.
 • Bleksmitun rauðra upphafsstafa er víðast við kaflaskil, sbr. t.d. blað 177v.

Skrifarar og skrift

Með einni hendi. Skrifari eru óþekktur. Kansellískrift.

Skreytingar

Rauður tvöfaldur rammi er um leturflöt.

Rauðir flúraðir upphafsstafir (Sbr. t.d. blöð 102r og 130r).

Fyrirsagnir eru víða með blekfylltum stöfum og upphafsstafir eru einnig blekfylltir (sbr. t.d. blöð 102r og 130r).

Band

Band (223 mm x 175 mm x 55 mm) er klætt rauðu flaueli yfir heilt á spjöld og kjöl. Neðarlega á kili er agnarsmár hvítur miði. Á honum er talan 700 prentuð með dökku bleki. Innanverð spjaldblöð og mótliggjandi saurblöð eru klædd með efnisdúk með siffonáferð.

Fylgigögn

 • Fjögur blöð (A4) þar sem fjallað er lítillega um handritið og efnisröðin hefur verið listuð upp í samræmi við útgáfu Bugges á kvæðunum. Jón Helgason skrifar undir umfjöllunina í København 7. febrúar 1972
 • Miði með upplýsingum um handritið; gæti verið úrklippa úr eldri söluskrá.
 • Tvírit (A4); vélrit eftir fyrrnefndum miða.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið er talið vera frá 18. öld, skrifað af íslenskum skrifara en ekki er vitað hver hann var né hvar handritið var skrifað (sjá fylgigögn) .
Ferill

Ekki er hægt að sjá að handritið hafi verið á Íslandi og ekki er talið að það hafi verið bundið þar (sjá fylgigögn).

Það tilheyrði Damms Antikvariat í Osló og þar í Katalog 586 (febrúar 1977) er lýsing á handriti nr. 60 sem kemur heim og saman við lýsingu á SÁM 51. Þar kemur fram að handritið hafi verið í eigu eins stærsta handritasafnara heims, Sir Thomas Phillips (sjá ópr. skrá SÁM).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
VH skráði handritið í september 2010

Lýsigögn