Skráningarfærsla handrits

SÁM 31

Þúsund og einn dagur - Austurlensk ævintýri og sögur ; Ísland, 1843

Innihald

1 (1r-59v)
Þúsund og einn dagur - fyrsti hluti
1.1 (1r-3r)
Af Togrul Bey og Sutlumene
Upphaf

Kóngur hefur Togrul Bey heitið. Hann réði ríki því sem Kasmír heitir …

Niðurlag

… svo líka vildi hún gjöra stúlkum sínum það til ánægju að láta segja sér sögur. Sutlumene byrjaði eftirfylgjandi sögu.

Athugasemd

Sagan er án titils en Framan af handritinu vantar titilblað … (Sigurgeir Steingrímsson 1972: 46).

1.2 (3r-28r)
Sagan af Abulcasem Bafrý
Titill í handriti

Sagan af Abulcasem Bafrý.

Upphaf

Allir fornsöguritarar eru samhljóða um það að keisari Haroun …

Niðurlag

… en ég trúi ekki að nokkur karlmaður finnist fullkomlega stöðugur í sínum kærleika. Eftir það byrjaði Sutlumene áðurnefnda sögu.

1.3 (28r-31r)
Sagan af Rúzvanschad konungi og Cheheristaný
Titill í handriti

Sagan af kónginum Rúzvanschad og prinsessu Cheheristaný.

Upphaf

Rúzvanschad kóngur í Kína var eitt sinn á dýraveiðum …

Niðurlag

… því af mínum orðum kunnið þér ei annað að merkja en þér munuð fá aðra þanka um mig, nær þér hafið heyrt mín forlög.

1.4 (31r-34r)
Sagan af Thebet konungi og prinsessunni frá Naiman
Titill í handriti

Sagan af kónginum Thebet og eymd prinsessu sem var dóttir kóngsins í Naiman.

Upphaf

Faðir minn var kóngur í Naiman. Hann átti mig eina barna …

Niðurlag

… þá þér hafið heyrt söguna af stórvissirnum Caverscha, sem ég vil nú fortelja yður.

1.5 (34r-40v)
Sagan af Caverscha vesír
Titill í handriti

Sagan af stórvissirnum eður hinum æðsta ráðgjafa að nafni Caverscha.

Upphaf

Hann var hinn efsti ráðgjafi kóngsins í Hircanía …

Niðurlag

… hafði verið þar nokkra daga að stórveislu og í mikilli virðingu fór hann heim aftur í sitt eigið ríki.

1.6 (40v-46r)
Framald sögunnar af Kínakóngi og Cheheristaný prinsessu
Titill í handriti

Framhald sögunnar af Kínakóngi og prinsessu Cheheristaný.

Upphaf

En sem Rúzvanschad var heim kominn …

Niðurlag

… ég sá vel svona álengdar til hvers sögurnar þínar miða. Sutlumene byrjaði svo söguna.

1.7 (46r-59v)
Sagan af Cúluf og Dilara fögru
Titill í handriti

Sagan af Cúluf og hinni fögru Dilara

Upphaf

Eitt sinn var kaupmaður í Damas. Hans nafn var Abdallah …

Niðurlag

… og við þann helga lund í Medina og við hins stóra spámanns gröf að sá skelmir skal missa lífið. Endir hins fyrsta parts.

2 (59v-119v)
Þúsund og einn dagur - annar hluti
Titill í handriti

Þúsund og einn dagur. Annar partur.

2.1 (59v-66r)
Framhald sögunnar af Cúluf og Dilara fögru
Upphaf

Eftir að málið hafði fengið slíkt útfall hjá dómaranum sendu þeir feðgar …

Niðurlag

… Prinsessa Karruknaz vildi það og Sutlumene byrjaði sem eftir fylgir.

2.2 (66r-69v)
Sagan af Kalaf og kóngsdótturinni í Kína
Titill í handriti

Sagan af kóngssyninum Kalaf og kóngsdótturinni í Kína.

Upphaf

Nú hafið þið heyrt söguna af Cúluf en nú skal ég segja ykkur söguna af kóngssyninum Kalaf …

Niðurlag

… Hér eftir sagði hann heimafólkinu að ganga burtu. Þar eftir byrjaði hann sína ævisögu.

Athugasemd

Lesbrigði eða leiðréttingar eru á neðri spássíu blaðs 69r.

2.3 (69v-82v)
Sagan af Fadlallah prins
Titill í handriti

Sagan af Fadlallah, sem var sonur kóngsins Bint Ortoc í Moussel.

Upphaf

Ég er sonur hins mikla Bint Ortoc. Hann var kóngur í Moussel …

Niðurlag

… Síðan hefi ég verið hér 40 ár alla jafna í einlífi, syrgjandi mína kæru Zemroude. Hér endar ævisaga Fadlallah.

Skrifaraklausa

Þetta er siður Persa þá þeir útskúfa konum sínum.

Athugasemd

Skrifaraklausan er á neðri spássíu blaðs 76v.

Lesbrigði eða leiðréttingar eru á neðri spássíu blaða 72v, 73v, 76r, 78v, 79v, 80v.

2.4 (82v-103r)
Framhald sögunnar af Kalaf prins og Kínaprinsessu
Titill í handriti

Framhald sögunnar af prins Kalaf og Kínaprinsessu.

Upphaf

Eftir að Fadlallah hafði endað sögu sína segir hann …

Niðurlag

… vel geturðu afmálað karlmennina en hversu vel sem þú það gjörir, sjást samt feilin hjá þeim.

Athugasemd

Lesbrigði eða leiðréttingar eru á blöðum 86v, 89v, 91r, 96r og v, 100v, 101r; efni þeirra er nokkuð skert vegna afskurðar blaða.

2.5 (103r-103v)
Sagan af Bedredin Lóló og Atalmulc vesír hans
Titill í handriti

Sagan af kónginum Bedredin Loló og hans vissir Atal(!) Atalmulc með viðurnefni hinn sorgbitinn(!).

Upphaf

Kóngurinn í Damaskó hafði á sinni tíð einn fróman og ráðvandan mann fyrir stórvissir …

Niðurlag

… ég vona að yðar hátign furði sig ekki framar á þó ég sýnist ætíð sorgbitinn og sjáist aldrei hlæja.

2.6 (103v-119r)
Sagan af Atalmulc og Zelica Beyume prinsessu
Titill í handriti

Sagan af sorgfulla vissirnum Atalmulc og kóngsdótturinni Zelica Beyume.

Upphaf

Faðir minn hét Coaja Abdallah og var hinn ríkasti eðalsvínahöndlari í Bagdad …

Niðurlag

… en ég veit ekki nema hún lifi enn og það við eymdarkjör. Þettar(!) er sem kvelur mig hvert augnablik. Kóngurinn varð hissa að heyra þetta, hvað fyrir hann befalaði Seyf el Mulouk að segja sér sína ævisögu. Hann byrjaði sem eftir fylgir. Endir á hinum öðrum parti.

Athugasemd

Lesbrigði eða leiðréttingar eru á neðri spássíu á blöðum: 106r og v, 107r og v, 108r, 109v,110v, 111r, 114r: efni þeirra er nokkuð skert vegna afskurðar blaða.

2.7 (119r-119v)
Framhald sögunnar af Bedredin Lóló
Titill í handriti

Framhald sögunnar af kónginum Bedredin Lóló.

Upphaf

Eftir að kon (!) Atalmulc hafði endað sögu sína segir kóngur við hann

Niðurlag

Kóngurinn varð hissa að heyra þetta, hvað fyrir hann befalaði Seyf el Mulouk að segja sér sína ævisögu. Hann byrjaði sem eftir fylgir. Endir á hinum öðrum parti.

3 (119v-164v)
Þúsund og einn dagur - þriðji hluti
Titill í handriti

Þúsund og einn dagur. Þriðji partur.

3.1 (119v-127v)
Sagan af Seyf el Mulouk prins
Titill í handriti

Sagan af Seyf el Mulouk prins

Upphaf

Ég hefi áður sagt yðar mæistatis [sic] að ég er sonur hins gamla …

Niðurlag

… hér hef ég verið óhultur með guðs forsjón fyrir mínum 00am bróður.

3.2 (127v-128v)
Framhald sögunnar af Bedredin Lóló og hans vesír
Titill í handriti

Framhald sögunnar af Bedredin Lóló og hans vissir

Upphaf

Þegar prins Seyf el Mulouk hafði endað sína ævisögu …

Niðurlag

… Vefarinn þorði ekki annað en gjöra sem kóngur bauð honum og byrjaði sögu sína sem eftir fylgir.

Efnisorð
3.3 (128v-135v)
Sagan af Malek og Schirine prinsessu
Titill í handriti

Sagan af Malek og prinsessu Schirine

Upphaf

Ég er sonur eins ríks kaupmanns í Surata …

Niðurlag

… þér buðuð mér að segja sannleikann, allt svo hefi ég gjört það og einskis dulið.

Athugasemd

Athugasemd skrifara er neðst á blaði 131v.

3.4 (135v-140r)
Framhald sögunnar af Bedredin Lóló og Atalmulc vesír hans
Titill í handriti

Framhald sögunnar af kónginum í Damascó, Bedreddin (!) og Atalmulc vissir hans.

Upphaf

Þá konungurinn hafði heimt ævisögu vefarans …

Niðurlag

… Daginn eftir sendi Hormoz eftir þeim og fram sagði ævisögu sína sem eftir fylgir.

3.5 (140r-148r)
Sagan af Hormoz konungi án áhyggju
Titill í handriti

Sagan af kónginum Hormoz með auknafninu utan áhyggju.

Upphaf

Nú fyrir fimm árum fékk ég lyst til að ferðast utanlands …

Niðurlag

… og segja yðar hátign mína ævisögu og hún er svo látandi sem eftir fylgir.

3.6 (148r-155r)
Sagan af Avicenna
Titill í handriti

Sagan af Avicenna.

Upphaf

Ég er fæddur í einum landsbý sem heitir Afhana …

Niðurlag

… Það er einasta mín huggun að hann tók ekki mína kæru Rezía burku með sér.

3.7 (155v)
Framhald sögunnar af Bedredin Lóló og fylgjurum hans
Titill í handriti

Framhald sögunnar af kónginum Bedreddin (!) Lóló og fylgjurum hans.

Upphaf

Eftir að Hormoz kóngur hafði endað sögu sína …

Niðurlag

… en fyrst svo er komið skal ég segja ykkur sögu mína.

3.8 (155v-161r)
Sagan af Aroya fögru
Titill í handriti

Sagan af hinni fögru Arouya (!).

Upphaf

Á mínum fyrri árum var í Damaskó ríkur kaupmaður …

Niðurlag

… Aboulfaouaris veitti honum það og er svo látandi sem eftir fylgir og var svo þarna í 3 vikur sem fangi en hvað sá tími var mér langur get ég nú ekki frá sagt. Hér endar hinn þriðji partur.

3.9 (161r-164v)
Sagan af Aboulfaouaris, ferðamanninum fræga
Titill í handriti

Sagan af Aboulfaouaris hinum víðförula; hans fyrsta reisa.

Upphaf

Á mínum fyrri árum var í Damaskó ríkur kaupmaður …

Niðurlag

… ég var svo þarna í 3 vikur sem fangi en hvað sá tími var mér langur get ég nú ekki frá sagt. Hér endar hinn þriðji partur.

4 (164v-197v)
Þúsund og einn dagur - fjórði hluti
Titill í handriti

Þúsund og einn dagur. Fjórði og seinasti partur.

4.1 (164v-173v)
Framhald sögunnar af Aboulfouaris, ferðamanninum fræga
Titill í handriti

Framhald sögunnar af Aboulfaouaris fyrstu reisu.

Upphaf

Endilega kom að því að dómurinn væri yfir mig felldur …

Niðurlag

… Þetta er mín fyrsta reisa. Ég vil seinna segja yður hvað við mig fram kom á hinni annarri, hvar eftir að Aboulfaouaris byrjaði sem eftir fylgir.

4.2 (173v-181v)
Önnur ferð Aboulfouaris
Titill í handriti

Abulfaouaris hins víðförula önnur reisa.

Upphaf

Nú hafði ég fengið hans 000 til eignar sem áður er sagt …

Niðurlag

… Gaman væri að heyra hana sagði herstjórinn, mér til gamans. Svo byrjaði gamli karlinn söguna.

Athugasemd

Athugasemd skrifara á spássíu blaðs 175v er að hluta til ólæsileg vegna afskurðar blaðsins.

4.3 (181v-190v)
Sagan af tveimur öndum Adis og Dahy, sem voru bræður
Titill í handriti

Sagan af tveimur öndum sem voru bræður. Hét annar Adis en hinn Dahy.

Upphaf

Í nánd við staðinn Masúlipatan í konungsríkinu …

Niðurlag

… Herforingi Músselmanna hafði mikla ánægju af sögu þessari og bað hann að segja sér sína sögu sem hann gjörði og eftir fylgir.

Athugasemd

Blöð 185-190 eru morkin á jöðrum ytri spássíu og af þeim sökum hafa sums staðar glatast bókstafir í bakstöðu orða.

4.4 (190v-195v)
Sagan af Nasiraddole konungi í Moussel, Abderramane kaupmanni í Bagdad og Zeineb fögru
Titill í handriti

Sagan af kónginum Nasiraddole í Moussel og kaupmanninum Abderramane í Bagdad og þeirri fögru Zeineb.

Upphaf

Eitt sinn var í Bagdad ungur kaupmaður að nafni Abderramane …

Niðurlag

… Síðan fór hann til Moussel og enti þar sína daga með sinni kæru Zeineb.

Athugasemd

Blöð 191-193 eru morkin og orð og stafir hafa af þeim sökum glatast; sömuleiðis hefur texti neðstu línu blaða 190v og 192v skerts vegna afskurðar.

Sagan er í 25. kveri sem nú hefur aðeins fimm blöð og vantar því þrjú blöð í kverið (sbr. Sigurgeir Steingrímsson 1972: 46).

4.5 (195v-197v)
Sagan af Repsímu
Titill í handriti

Sagan af Repsímu.

Upphaf

Það var eitt sinn kaupmaður í Basra að nafni Dukin …

Niðurlag

… og bað hana að kaupa fyrir mat í kvöld, sem …

Athugasemd

Endar óheil. Rúmlega helming sögunnar vantar; þrjú blöð eru auð; blöð 198, 199, 200. Sagan er í 25. kveri sem aðeins hefur fimm blöð af átta. Hugsanlega vantar því þrjú blöð í 5. kver auk fjögurra skrifaðra blaða til viðbótar (sbr. Sigurgeir Steingrímsson 1972: 46).

Lýsing á handriti

Blaðefni

Bók.

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 200 blöð (202 mm x 165 mm). Þrjú síðustu blöðin eru auð: blöð 198, 199, 200.
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking með blýanti: 1-200.

Upphaflega hefur fyrsta og fimmta blað í hverju kveri verið tölusett. Á eftirtöldum blöðum hafa þessar kveratölur trosnað burtu eða verið skornar af: 1, 5, 65, 89, 93, 97, 117, 125, 129, 133, 149, 157, 161, 165, 169, 173, 177, 181, 185, 189, 193, 197. Blaði 101 hefur skrifarinn gefið töluna 25, en það ætti með réttu að vera 26. Villan helst síðan til loka í þeim tölum, sem á eftir koma og lesnar verða (sbr. Sigurgeir Steingrímsson 1972: 47).

Framan af handritinu vantar titilblað, en aftan við vantar efni samsvarandi sjö blöðum: þrjú blöð úr kveri 25 og fjögur blöð að auki; efni þessara sjö blaða spannar hluta sögunnar um Farrukhnaz kóngsdóttur í Kasmír og sagan af Repsímu hættir í miðju kafi (sbr. Sigurgeir Steingrímsson1972: 46).

Kveraskipan

Tuttugu og sex kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 65-72, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 73-80, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 81-88, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 89-96, 4 tvinn
 • Kver XIII: blöð 97-104, 4 tvinn.
 • Kver XIV: blöð 105-112, 4 tvinn.
 • Kver XV: blöð 113-120, 4 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 121-128, 4 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 128-136, 4 tvinn.
 • Kver XVIII: blöð 137-144, 4 tvinn.
 • Kver XIX: blöð 145-152, 4 tvinn
 • Kver XX: blöð 153-160, 4 tvinn.
 • Kver XXI: blöð 161-168, 4 tvinn.
 • Kver XXII: blöð 169-176, 4 tvinn.
 • Kver XXIII: blöð 177-184, 4 tvinn.
 • Kver XXIV: blöð 185-192, 4 tvinn.
 • Kver XXV: blöð 193-197, 2 (?) tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XXVI: blöð 198-200, 1 tvinn + 1 stakt blað (sem myndar tvinn með spjaldblaði (sbr. Sigurgeir Steingrímsson 1972:46)).
Þrjú blöð vantar í kver XXV (sjá nánari lýsingu: Ástand).

Umbrot

 • Eindálka
 • Leturflötur er ca 185-190 mm x 145-150 mm.
 • Fjöldi lína er á bilinu 28-36.
 • Leturflötur er lítt afmarkaður
 • Griporð eru víðast hvar neðst á blöðum en sums staðar eru þau horfin vegna afskurðar blaða eða orðin velkt og illlæsileg.

Ástand

 • Band hefur á nokkrum stöðum fengið styrkingu, s.s. blöð 185r-188v, 192r-197v.
 • Blað 195 er laust úr bandinu.
 • Blað 1 er velkt og trosnað og af því hefur morknað og brot af texta efst í vinstra horni er horfið. Texti á neðri spássíu blaðsins er af sömu ástæðum illlæsilegur. Nokkur blöð að auki eru svo trosnuð, að til baga er við lestur textans … Þau eru auk blaðs 1, blöð: 69, 70, 76, 78, 89, 91, 96, 100, 101, 106, 107, 111, 112, 120, 126, 132, 133, 154, 157, 159, 160, 175, 176, 188, 190, 192, 193 (Sigurgeir Steingrímsson 1972: 46-47).
 • Texti hefur skerts mismikið vegna afskurðar blaða, sums staðar mjög lítið, sbr. efsta lína blaða 83r og v; annars staðar meira, sbr. skrif á neðri spássíu blaðs 85r, þar sem háleggir sýna merki um texta horfinn að öðru leyti; sjá einnig blöð 69v, 70r, 78v, 86v, 89v, 91r, 96r og v, 100v , 101r.

  Texti sem sýnir lesbrigði eða leiðréttingar á eða við texta er á blöðum: 106r og v, 107r og v, 108r, 109v, 110v, 111r, 112r og v , 114r, 120r og v, 126r og v, 154r, 157r og v, 159r, 160r og v, 175v, 176v er skertur vegna afskurðar.

 • Rifið er upp í blað 197r.
 • Augljós merki eru um notkun handritsins: jaðrar blaða eru velktir og dekkri en blöðin almennt; víða eru blettir á blöðum.
 • Rifur eru í kápu og leður orðið slitið á jöðrum og kili.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Þorsteinssonar (sbr. Sigurgeir Steingrímsson 1972: 48-50). Áður var handritið talið vera með hendi Þorsteins Þorsteinssonar á Heiði í Sléttuhlíð (sbr. seðil sem límdur er á fremra spjaldblað).

Skreytingar

Fyrirsagnir eru yfirleitt inndregnar á leturfleti og stundum með stærra letri en kaflaskil geta þó verið óljós og runnið nánast saman við textann, sbr. á blaði 82v: Framhald sögunnar af Kalaf prins og Kínaprinsessu.

Handritið er óskreytt.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Á blað 198r (sem að öðru leyti er autt) er skrifað Stefán Hannesson. Á blað 199v er ritað: Þessa bók á Herra og er þar sennilega um sömu hönd að ræða (sbr. blað 198r).
 • Á blað 200r eru skrifuð nöfnin: Guðrún Árnadóttir, Jónína Árnadóttir, Ásmundur Árnason, Mallandi, Árnason, Bjarni, Ásmundur, Björn, Brandur Árnason, Björn Jónsson.
 • Á límhlið kápuspjalds er skrifað: 000 Árnadóttir.

Band

Band (208 mm x 170 mm x 38 mm) er líklega frá 19. öld.

Pappaspjöld og kjölur eru klædd skinni í heilt.

Handritið liggur í grárri pappaöskju.

Fylgigögn
Fastur seðill með upplýsingum um aðföng.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, sennilega í kringum 1843.Engar beinar upplýsingar eru í handritinu um ritara þess eða aldur en í óbirtri kandidatsritgerð Sigurgeirs Steingrímssonar kemst hann m.a. að þeirri niðurstöðu að meintur skrifari, Þorsteinn Þorsteinsson á Heiði, geti ekki hafa skrifað handritið og byggir hann þar á skriffræðilegum rökum. Í Lbs. 662, Lbs. 663 og Lbs. 664 er þýðing á Þúsund og einni nótt gerð af Jóni Þorsteinssyni fyrir Þorstein Þorsteinsson. Þetta eru þrjú bindi sem að mestu eru skrifuð með sömu hendi og þeirri sömu og er á SÁM 31. Sigurgeir leiðir m.a. líkur að því að Jón Þorsteinsson hafi skrifað þetta handrit ca 1843 og að þar sé um frumrit þýðingar hans að ræða (sbr. Sigurgeir Steingrímsson 1972: 48-50).

Ferill

Baldvin Leifsson í Kópavogi telur að handritið af "1001 degi" sé úr Sléttuhlíð og að afi hans Ásmundur Árnason, sem var úr Fljótum hafi keypt það á uppboði á Hofsósi (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar keypti handritið 1969, í tíð Einars Ólafs Sveinssonar (sbr. Sigurgeir Steingrímsson 1972: i).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
VH skráði handritið 24.9 -29.9. 2008, lagfærði og bætti við í september 2010. Stuðst var við óbirta kanditdatsritgerð Sigurgeirs Steingrímssonar 1972 (aðallega bls. i-vi og 46-50).
Lýsigögn
×

Lýsigögn