Skráningarfærsla handrits

SÁM 30c

Gátur, þulur, vísur og sagnir

Athugasemd
Þjóðfræðisafn III. hluti; aðallega handrit Ólafs Davíðssonar.
Tungumál textans
íslenska (aðal); íslenska

Innihald

1 (1r-19v )
Vísur, sálmur, öfugmæli, máltæki og málshættir
Athugasemd

Guðbjörg Jónsdóttur í Sellandi, Vatnsnesi skráði 1968.

Meðal efnis eru lausavísur, vísa um æröfn, öfugmælavísur, máltæki, vísan Karl hjó nefið af tittlingi (með annarri hendi, sjá blöð 11r-13r ), sálmavers Gakk þú fram með glaðan hug og sálmavers eftir Jón Ólafsson frá Einarslóni á Snæfellsnesi, Minn herra Jesú, hjálpa mér …

Ljósbrún skrifblokk þar sem nafn skrifara, heimilisfang og ártal (ritað með hendi Hallfreðar Arnar Eiríkssonar) kemur fram á fremra spjaldi blokkarinnar. Spjöld blokkarinnar eru blaðsett 1 og 19 og þau eru auð fyrir utan fyrrnefndar upplýsingar um skrifara.

Blöð 10v, 13v-17r og 18r eru auð.

2 (20r-25v )
Gátur og máltæki
Athugasemd

Guðbjörg Jónsdóttur í Sellandi, Vatnsnesi skráði 29. nóvember 1970, skv. meðfylgjandi sendibréfi.

Meðal efnis eru gátur, vísur og máltæki,

Sex handskrifuð línustrikuð blöð, saman í klemmu. Versó-hliðar blaða eru auðar.

3 (26r-29v )
Þulur
Athugasemd

Þrjú vélrituð blöð (A4) og eitt línustrikað handskrifað blað (A4) saman í plastvasa. Versó-blöð eru auð. (Viðbót júlí 2010 (Einar G. Pétursson)).

Efnisorð
3.1 (26r )
Tvær þulur
Athugasemd

Fyrir neðan þulurnar tvær stendur: Sent til athugunar skv. samtali við Jón Samsonarson 3. mars 1971. Salómon Einarsson, S - 1 59 13

Efnisorð
3.1.1 (26r )
Kominn er þorri / en Angantýrs orri …
Titill í handriti

Þorri

Upphaf

Kominn er þorri / en Angantýrs orri …

Efnisorð
3.1.2 (26r )
Snjó herðir Góa …
Titill í handriti

Góa

Upphaf

Snjó herðir Góa …

Efnisorð
3.2 (27r)
Tíkin hennar Leifu …
Upphaf

Tíkin hennar Leifu …

Athugasemd

Fyrir neðan þuluna stendur: Þetta er það eina sem ég kann. Stjúpi minn kenndi mér þetta, Hermann Ingimundarson. Hann var ættaður héðan vestan úr Saurbæ. Hann var bróðir Magnúsar Ingimundarsonar, sem var hér á Fremri-Brekku. Hann var bróðir Benedikts föður Emmu heitinnar. Hann var seinni maður móður minnar, sem hét Anna Halldórsdóttir. Svo mælti Ingibjörg Sigurðardóttir í Ásgarði. Athugasemd, viðbót með blýanti: skr. 1999.

Efnisorð
3.3 (28r)
Kom ég heim úr húsunum …
Upphaf

Kom ég heim úr húsunum …

Athugasemd

Fyrir ofan þuluna stendur: Steinólfur Lárusson í Fagradal skrifaði eftirfarandi þulu 27. september 2002. Hér er hún skrifuð upp eftir handriti hans og sett upp í ljóðlínur. Síðan er vitnað orðrétt í Steinólf sem segir: Guðjón Sigurðsson afi minn fór oft með þessa þulu, þegar ég var krakki, en ég lærði ekki eða gleymdi fyrri partinum.Fyrir neðan þuluna stendur: Gott væri ef þú fyndir fyrri partinn.Aðspurður sagði Jón Samsonarson. að þetta hefði hann aldrei heyrt. Þulan væri ókunn.

Blað 29r er uppskrift Steinólfs á þulunni sem vitnað er til hér fyrir ofan og vélrituð er á blaði 28r.

Efnisorð
4 (30r-64v)
Ýmis kvæði og vísur
4.1 (30r)
Þrjár hundanafnavísur
Upphaf

Heitir Valur hundur minn …

4.2 (31r-32r)
Dellings bur fríðum einum á …
Upphaf

Dellings bur fríðum einum á …

Athugasemd

Níu erindi.

Athugasemdir skrifara á blaði 31v.

4.3 (33r-34r)
Búrtík nokkur beinasmá …
Titill í handriti

Búrtíkin og fjárhundurinn

Upphaf

Búrtík nokkur beinasmá …

Athugasemd

Nítján erindi.

Athugasemdir skrifara á blaði 34v.

4.4 (35r-39v)
Mun eg frá karli / kunna að segja …
Titill í handriti

Kringilnefjukvæði

Upphaf

Mun eg frá karli / kunna að segja …

Athugasemd

Þrjátíu erindi.

Athugasemdir skrifara á blaði 40r

.

4.5 (41r-50v)
Hví hirðið þér / hljóðs að beiðast …
Titill í handriti

Snjás kvæði

Upphaf

Hví hirðið þér / hljóðs að beiðast …

Athugasemd

Lausir miðar og blaðbútar af ýmsu tagi sem lágu meðal blaða Snjás kvæðis eru hér merktir blöð 51r-60v.

4.6 (61r-64v)
ýmislegt
Athugasemd

Nafnaupptalning er á miða sem hér er merktur blað 61r; þriggja erinda álfkonukvæði er á blaði 62r og hefst það svo: Skónála-Bjarni í selinu svaf … (neðst á blaðinu er ritað með bláum lit Ekki notað); á blaði 62r sem á er athugasemd með rauðum lit: Ekki notað er kvæði um bóndadóttur sem hefst svo: Margt býr í þokunni … . Þar eru einnig athugasemdir skrifara; á blaði 64r sem einnig var Ekki notað (ritað með bláu) eru tvær vísur: Ekki má / mein er á … og Tökum á / tökum á … (sjá einnig tilvísanir skrifara) .

5 (65r-130v)
Þrjár uppskriftir Kötludraums
5.1 (65r-85r)
Kötludraumur
Titill í handriti

Kötludraumur

Upphaf

Már hefur búið / manna göfgastur …

Niðurlag

… kveðinn á enda / er Kötludraumur

Skrifaraklausa

AM 277.8, bls. 117-124 bl. frá Kroyer á Hlíðarhaga. Útg. þessi er frá miðri öldinni en rituð með fornum rithætti. Hrs. Raske 94,21-26. bl. frá seinni hluta 18. aldar.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 85r).

Sextíu og þrjú erindi skrifuð á blöð úr Alþingistíðindum frá 1889.

Enginn skrifaður texti er á versó-hliðum blaða.

5.2 (86r-96v)
Kötludraumur
Titill í handriti

Kötludraumur

Upphaf

Þau frá eg unntust / alt hið besta …

Niðurlag

… og sextugt verði /síðast í kvæði

Athugasemd

Uppskriftin hefst í öðru erindi. Gert er ráð fyrir fyrsta erindi því eyða er höfð fyrir aftan tölustafinn 1.

Fjöldi athugasemda er á spássíum og eru margar hverjar yfirstrikaðar. Athugasemdir neðan við uppskriftina eru sömuleiðis yfirstrikaðar.

Blöð 97r-115v virðast innihalda efni sem tengist draumnum, mikið er um yfirstrikanir. Blöð 86r og 115r eru tvinn sem haft er utan um uppskriftina. Framan á blað 86r er nafn draumsins skrifað með blýanti.

5.3 (116r-130r)
Kötludraumur
Titill í handriti

Kötludraumur II

Upphaf

Már hefur búið / manna göfugastur …

Niðurlag

… Hér líður bragur / en höldar þagni

Athugasemd

Áttatíu og átta erindi skrifuð á bláan pappír.

Fjöldi athugasemda er á spássíum og eru margar hverjar yfirstrikaðar. Athugasemdir neðan við uppskriftina eru sömuleiðis yfirstrikaðar.

Línustrikuð hvít stílabókarblöð, blöð 116r og 130r eru tvinn sem haft er utan um uppskriftina.er nafn draumsins skrifað með blýanti.

6 (131r-147v)
Ýmsar uppskriftir
Athugasemd

Mismunandi hendur

6.1 (131r-134r)
Úr veðmálabók Dalasýslu
Titill í handriti

Úr veðmálabók Dalasýslu

Upphaf

1830 á Ballará. nr. 38.

Athugasemd

Obligation síra Eggerts Jónassonar, fyrir 100 specíum, til S. Breiðfjörð dat. 8. september 1829

Á blaði 134v eru athugasemdir skrifara.

6.2 (135r-135v)
Vestanbylurinn vottar og sýnir vegsummerkin …
Titill í handriti

Er Seyðisfjarðarkirkja fauk

Upphaf

Vestanbylurinn vottar og sýnir vegsummerkin …

Athugasemd

Fjögur erindi undirrituð P.Ó.

Aftan á blaðinu eru fjögur erindi úr kvæði merkt erindi 61-64.

6.3 (135r-135v)
Hrár vatnsgrautur görpum er / gefinn á stöðum Bessa …
Titill í handriti

Lýsing fæðu skólapilta á Bessastöðum, þá Árni Jónsson var Oeconomus

Upphaf

Hrár vatnsgrautur görpum er / gefinn á stöðum Bessa …

Athugasemd

Þrettán erindi.

Blöð merkt 138r-147v eru blöð, miðar og sneplar af ýmsu tagi.

7 (148r-206v)
Samtíningur
Athugasemd

Mismunandi hendur, mest þó með hendi Ólafs Davíðssonar.

7.1 (148r-165v)
Draumar og reimleikar
Athugasemd

Meðal efnis eru: Draumur Ólafs, Dauður maður vitjar beina sinna, Engeyjarmóri, Ókyrrleikinn á Núpi (eftir sögn Þórarins Þórarinssonar), Saga af háskólastúdentum í Kaupmannahöfn (eftir sögn Þorsteins ritstjóra Erlingssonar sem hann hafði eftir sögn Páls Melsteðs (sbr. blað 155r) ), frásögn af reimleikum skrifuð eftir sögn Ólafs Stephensens, sögnin Kerlingin frá Breiðavaði (eftir sögn Guðmundar Schevings), Reimleikinn á háa loftinu í Latínuskólanum (eftir sögnum meðal skólapilta), Sjón Magnúsar í Melkoti í Reykjavík (texti skertur) og Túnmarkið (texti skertur).

7.2 (166ar-166bv)
Unnustinn
Höfundur

Finnur Finnsson

Athugasemd

Leikrit samið 1892. Höfundur var einu sinni kaupmaður í Reykjavík.

Efnisorð
7.3 (167r-206v)
Draumar, reimleikar, útlilegumannsögur og ævintýri
Athugasemd

Meðal efnis eru (sagnamanna getið þar sem þeir eru þekktir): Draumur , Hollendingurinn (eftir sögn Bjarna Jónssonar Melsteðs frá Klausturhólum, Villingaholti í Flóa)Glíman (eftir sögn séra Jóns FinnssonarHofi í Álftafirði, 1882), Kristján á Arndísarstöðum (eftir sögn Hermanns (Jónassonar?) Þingeyrum), Vofa Jóns Oddasonar, Útilegumannasaga (eftir sögn Guðmundar Magnússonar, skólakennara), Þegar á degi dóma (eftir óprentuðu þjóðsagnasafni J. Árn. sjá blað 181r ), Reimleiki á Skarði á Skarðsströnd, Vestfirski hvuttinn (eftir sögn Bjarna Melsteðs frá Klausturhólum í Grímsnesi), Friðrik Skram og draugurinn (eftir sögn Sigurðar Jónassonar), Hvíti hundurinn (eftir sögn Þorsteins ritst. Erlingssonar, 1883), Siglunesdraugurinn, Ingibjörg í Þórormstungu (eftir sögn Jóns Sveinssonar cand. theol.), Jarmurinn í Hofskirkju á Skagaströnd (eftir sögn Guðmundar Schevings, 1887), Stóruvallataðið (eftir sögn Páls frá Stóruvöllum). Eftir sögn Þorsteins Erlingssonar 1884 eru ennfremur frásagnirnar: Reimleikar í Eyvindarmúla, Ketill í Kotvogi, Kúadauðinn í Eyvindarmúla og Draugagangurinn á Krossi í Landeyjum. Að auki: Holtastaðaskotta (eftir sögn Guðmundar Schewings), Grímur á Nesjavöllum (eftir sögn Ögmundar Sigurðssonar, kennara við Flensborgarskóla), Jón bókabéus (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar 1884 eftir sögn Jóns sjálfs) og eitthvað fleira.

8 (207r-213v)
Sæluhúsið á Kolviðarhóli
Athugasemd

Frásagnir um sæluhúsið á Kolviðarhóli, ýmsir sagnamenn, s.s. Guðmundur Scheving, læknir í Strandasýslu 1881 og Þorsteinn Erlingsson ritstjóra, 1884.

9 (214r-219v)
Nokkrar draugasögur
Athugasemd

Meðal efnis eru sögurnar: Strákurinn í Vestmannaeyjum (eftir sögn Haraldar Möllers snikkara, í kringum 1886), Hundurinn í Vestmannaeyjum, Skottar (eftir sögn Guðmundar Magnússonar), Kaupstaðaferðin (eftir sögn Hermanns í kringum 1880)

Efnisorð
10 (220r-267v)
Þrjár sögur
Athugasemd

Skrifað í litla glósubók í pappakápu. Þetta eru 1) fjögur átta blaða kver (blöð 221r-252v), samansaumuð, pappír ólínustrikaður, kver eru laus í kápunni; 2) tvíblöðungur (laus, þ.e. blöð 253r-254v), línustrikun pappírs er lóðrétt; 3) eitt tólf blaða kver (255r-266v) saumað í við kápuna, línustrikun pappírs er lárétt. Pappakápan er merkt blaðnúmerum 220 og 267.

10.1 (221r-238v)
Sagan af Prestinum og djáknanum
Upphaf

Það var einu sinni prestur …

Niðurlag

… þeir bjuggu á jörðum sínum til elliára og lýkur svo þessi saga

10.2 (238v-254v)
Ásmundur á Bjarnastöðum og sendingin
Upphaf

Nokkrum árum fyrir aldamótin bjó bóndi á Bjarnastöðum í Unudal …

Niðurlag

… komist í skip til útlendra og orðið þar innlyksa og lýkur svo þessi saga.

Athugasemd

Titill er síðari viðbót.

Efnisorð
10.3 (238v-254v)
Smásaga
Upphaf

Fyrir Húnalandi réði konungur sem Hákon hét …

Niðurlag

… og svo kann ég ekki þessa sögu lengur af Hermundi frækna á Húnalandi.

Efnisorð
11 (255r-349v)
Draumar, fyrirburðir, ævintýri og …
Athugasemd

Efnið er skrifað á blöð, miða og snepla af ýmsum gerðum og uppruna.

Meðal efnis eru (sagnamanna er getið þar sem þeir eru þekktir): , Gusturinn (eftir sögn Páls Bjarnarsonar stúdents 1882, Þórður Vídalín (eftir handriti Jóns Sigurðssonar í Njarðvík ), Draumur Önnu Guðmundsdóttur (eftir sögn Guðmundar Schewings), Aðsóknin, Ljósið í Flateyjarkirkju (eftir sögn Brynjúlfs Kúlds), Draumur stúlkunnar á Geirastöðum (eftir sögn Guðmundar Schewings ), Draumur Guðrúnar Grímsdóttur (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar ), Heimski presturinn (eftir handriti Eyjólfs E. Víums að Búðum í Fáskrúðsfirði), Draumur Jóns söðlasmiðs í Hlíðarendakoti (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar), Sagan af tólf álftum (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar, 1885), Gípa, Fóa og Fóa Feyki-róa (eftir sögn Steinvarar Jónsdóttur á Kappastöðum í Sléttuhlíð, Um útilegumenn (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar, 1884), Sigvaldi Eyfirðingur (eftir handriti Þorsteins Þorsteinssonar), Útilegumennirnir í Staðarfjöllum (eftir sögn Sigurðar Briems 1884), Hreinn í Miðey (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar), Snorri ræningi (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar 1884), Ævintýri (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar), Sagan af kaffærða kóngssyninum, Sagan af Albert ráðagóða (eftir handriti Guðmundar Davíðssonar á Hraunum 1885), Kóngsdóttir í álögum (eftir handriti Guðmundar Davíðssonar, bónda á Hrauni 1885), Sagan af Mérumrass, Saga af Helgu og systrum hennar, Sagan af Króknefju (eftir sögn Ragnheiðar Magnúsdóttur Blöndal á Hofi, 1899), Sagan af stráknum sem skreið ofan í koppinn (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar), og nokkrar fleiri frásagnir.

12 (351r-351v)
Gimbisbragur
Höfundur

Þórarinn Sigfússon á Tjörn í Svarfaðardal

Upphaf

Sæl og blessuð séu þið á Siglunesi …

Niðurlag

… lá eg undir húsborðinu.

Skrifaraklausa

Lambið hafði verið tekið til fóðurs á Tjörn frá Siglunesi og voru vísurnar látnar fylgja því þegar því var skilað.

Athugasemd

Skrifaraklausan er á blaði 351v. Blöð 350 og 352 eru tvinn. Þau mynda kápu yfir blað 351 og eru auð að öðru leyti en því að á blaði 350r stendur: Búið alveg.

13 (353r-354v)
Hundapestin
Titill í handriti

Hundapestin, eftir annál síra Halldórs Gíslasonar á Desjamýri

Upphaf

1765 kom upp hundafár í Norðfirði eystra …

Niðurlag

… og voru miklu verri viðureignar en áður.

Athugasemd

Töluvert er um yfirstrikanir, umorðanir og leiðréttingar.

Efnisorð
14 (355r-360v)
Sagnaþættir um skrímsli og aðrar óvættir …
Athugasemd

Efnið er skrifað á mismunandi blöð (blá og gul) og blað 357 er bakhluti umslags.

Mikið er um yfirstrikanir, leiðréttingar og umorðun í texta.

Á blöðum 355v og 356v er efni sem strikað hefur verið yfir og er ótengt skrímslum og nykrum. Á blaði 355v er Eitt kvæði í þremur erindum og byrjar það svo: Hér verður eitthvert ævintýr að rísa … ; á blaði 356v er heimildaskrá (að því er virðist).

Meðal efnis eru (sagnamanna er getið þar sem þeir eru þekktir): , Skrímsli á 14. og 16. öld (eftir Íslandslýsingu Resens, Ny kgl. saml. 1088 fol. Nykur í Haukadalsvatni (eftir handriti séra Arnljóts Ólafssonar á Sauðanesi, AM 277 8vo ), Nykur í Skaftafellssýslu (eftir handriti séra Sæmundar Magnússonar Hólms, Bmfj. 333 4to), Nykur í Grímsnesi (eftir handriti Jóns Borgfirðings í Bmfj. 576 8vo), Skrímsli á Eyrarbakka (eftir annál Gísla biskups Oddssonar), Nykur (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar ), Kurbrandsmýri (eftir sögn Gísla Guðmundssonar stud. philol. frá Bollastöðum ).

Efnisorð
15 (361r-363v)
Sagnaþættir
Athugasemd

Efnið er skrifað á mismunandi blöð (misstór og blæbrigði eru í lit).

Blöð 361v og 362v eru auð.

Töluvert er um yfirstrikanir, leiðréttingar og umorðun í texta.

Á blöðum 361r og 362r er greint frá því sama; þetta eru tvær sagnir af mönnum sem koma á bæ þar sem þeir spyrja eftir ákveðnu lesefni; á blaði 362r er hreinrituð frásögnin af blaði 361.

Á blaði 363r er frásögnin: Púkarnir.

Efnisorð
16 (364r-375v)
Huldufólkssögur I
Athugasemd

Efnið er skrifað á mismunandi blöð (misstór og blæbirgði eru í lit).

Skrifað er beggja vegna á blöð 374-375, blöð 364v, 365v, 368v og 369v eru auð að mestu og versó-hliðar þeirra blaða sem hér eru ónefnd, eru auðar.

Mikið er um yfirstrikanir, leiðréttingar og umorðun í texta.

Meðal efnis eru (sagnamanna er getið þar sem þeir eru þekktir): , Spegillinn og Holan inn úr Merkjáarbóli (eftir sögnum Þorsteins Erlingssonar, 1883), Séra Kollur, Svuntan (eftir sögn Einars Hjörleifssonar 1883), Séra Snorri Brynjúlfsson (eftir handriti Eyjólfs Víum), Pétur í Áshildarholti (eftir sögn Sigurðar Briems), Ingiríður á Víðum (eftir sögn Hermanns … ), Ísleifur smiður og huldukonan (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar ritstjóra), Vigfús Reykdal og huldufólkið (eftir sögn Sigurðar Briems póstmeistara), Sagan af huldukonunni sem sprakk af harmi.

17 (376r-385v)
Huldufólkssögur II; sögur af huldufólki, álfum og djöflinum
Athugasemd

Efnið er skrifað á mismunandi blöð (misstór, blá og gul (og blæbrigði eru í lit)).

Blöð 377v, 380v, 381v, 382v og 384v eru auð og blað 379v er autt að mestu; á önnur blöð er skrifað beggja vegna.

Mikið er um yfirstrikanir, leiðréttingar og umorðun í texta.

Meðal efnis eru (sagnamanna er getið þar sem þeir eru þekktir): , Galdrar Jóns Daníelssonar í Vogum, Huldufólkið á Dælum í Fljótum (eftir sögn Sólveigar Jónsdóttur í kringum 1868), Huldufólkið í Málmey og Hrollleifshöfða (eftir sögnum Slétthlíðinga í kringum 1870), Huldufólkið í Viðey (eftir sögn séra Ólafs Stephensens 1882), Huldukona fellir mann (eftir sögn Brynjólfs Jónssonar Melsteð frá Klausturhólum ), Huldufólkskýrnar (eftir sögn Sigurðar Biems 1882), Huldufólkshrúturinn (eftir sögn Hermanns Jónassonar), Álfasöngurinn (eftir sögn Guðmundar Schevings, 1881), Skaga-Davíð (eftir sögn skagfirskra skólapilta.1881)

18 (386r-394v)
Sagnir
Athugasemd

Efnið er skrifað á mismunandi blöð (misstór, blá og gul (og blæbrigði eru í lit)).

Blöð 386v, 387v, 393v, eru auð og blöð 391v og 392v eru auð að mestu; á önnur blöð er skrifað beggja vegna.

Töluvert er um yfirstrikanir, leiðréttingar og umorðun.

Meðal efnis eru (sagnamanna er getið þar sem þeir eru þekktir): , Séra Páll skáldi (eftir sögn Guðmundar Schevings), Runólfur á Skagnesi (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar og fleiri), Kraftaskáldsaga frá Kmh (Zorgdrager: Erónländische Fischerei, Leipz. 1723, bls. 92-3), Jón tíkargjóla (vikið við eftir handriti Þorsteins Þorsteinssonar eftir sögnum af Suðurnesjum), Séra Páll skáldi (eftir sögn Þorsteins Erlingssonar), Geir biskup Vídalín (eftir sögn Páls Melsteðs ), Magnús merakóngur.

Efnisorð
19 (395r-402v)
Jón og draugurinn við Hraunsá
Titill í handriti

Jón og drauginn við Hraunsá

Upphaf

Fyrri hluta 17. aldar bjó maður sá í Stokkseyrarhverfi er Jón hét …

Niðurlag

… Jón gerði við úrið og fékk það vel borgað.

Skrifaraklausa

Guðrún Hermannsdóttir segir mér að Magnús prestur faðir Axlar-Guðbjargar hafi hjálpað Jóni til að losna úr falspeningamálinu, en hann hafi bæði verið málafylgjumaður hinn mesti og rammgöldróttur.

Athugasemd

Skrifaraklausurnar eru á blaði 400v; sú síðari neðanmáls.

Í framhaldi uppskriftarinnar á blöðum 400v-402v er upplistun skrifuð með blýanti; þar er að öllum líkindum vísað í blaðsíðutal einhverrar heimildar; víða er merkt við með penna: Hreinritað eða Hr.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Mismunandi pappír.

Blaðfjöldi
Mismunandi stærðir blaða.
Umbrot

Mismunandi.

Ástand

Misjafnt.

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur.

Skriftin …

Band

Óbundið…

. Handritið er grárri pappaöskju sem merkt er SÁM 30c(hvítur miði).

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20.

Ferill

Þjóðfræðiuppskriftir aðallega frá Ólafi Davíðssyni.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið í júní 2010 og jók við (sjá efnisatriði 12-19) 2. nóvember 2010 Þjóðsagnahdr. úr fórum Hallfreðar Arnar skilað á skrifstofu Árnastofunar eftir 10. júlí 2003. Sett í handritageymslu 25. júlí 2003 samkv. áletrun á kassa sem efnið var geymt í þar til það var skráð hér.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn