„Það var(!) einu sinni hjón á bæ. Þau áttu sér þrjár dætur …“
„… og Helga fékk góða giftingu. Endir.“
„Skrifað hefur Helgi Kristjánsson, Leirhöfn.“
Skrifaraklausan er á blaði 6r; á blaði 6v eru pennaprufur þar sem í hverja línu er skrifað: Herra Árni Árnason, oddv.
„Jón hét maður, ei er getið um föðurnafn hans né ætterni …“
„… Jón þáði það og barnið fékk gott uppeldi. (Endir).“
„Uppskrifað hefir Helgi Kristjánsson, Leirhöfn. (frá Leirhöfn) HH? (Sléttu), (Anno 1907), (Evrópu), (Ísland)“
Skrifaraklausan er á blaði 13v
Blöð númeruð af skrásetjara með blýanti: 1-13.
Eitt kver.
Með hendi Helga Kristjánssonar í Leirhöfn (sbr. blöð 6r, 13v og víðar); snarhönd.
Glósubók í þunnri pappakápu sem merkt er sem slík með áletrun á kápu: The Crown Educational Exercise Book. Áprentað laufskreyti er í hornum og kóróna sveipuð lárviðargreinum er fyrir miðju á efri hluta kápunnar.
Aftan á kápunni er margföldunartafla; taflan er yfir tölur á bilinu 2-12 sem margfeldi af 1-20.
Bókin liggur í grárri pappaöskju með handritum SÁM 25 b-f.
Bókin var skrifuð á Íslandi, 1907 að Leirhöfn, Sléttu (sbr. blað 13v).
Bókin var skrifuð á Íslandi, 1907 að Leirhöfn, Sléttu (sbr. blað 13v).
Hún er ein sex lítilla bóka sem Stofnun Árna Magnússonar á í uppskrift Helga Kristjánssonar (sbr. ópr. skrá SÁM).
Bókin er ein sex lítilla bóka sem Stofnun Árna Magnússonar á í uppskrift Helga Kristjánssonar (sbr. ópr. skrá SÁM).
VH skráði 3. nóvember 2010.