Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

SÁM 1

Codex Scardensis ; Ísland, 1360-1375

Athugasemd

Codex Scardensis er stærsta safn postulasagna sem til er á íslensku.

Árni Magnússon lét gera eftirrit af Codex Scardensis sem varðveitt er í þremur handritum: AM 628 4to eftir bl. 36v-39v og 82r-94v, AM 631 4to eftir bl. 1v-36r og AM 636 4to eftir bl. 40r-63v og 65r-81v.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1r)
Tíundargerð á Skarðsströnd 1507-1523
Vensl

Eftirrit með hendi Árna Magnússonar er í AM 85 8vo.

Upphaf

[Anno] [d]omini m° d vij° svo mikil tíundargjörð …

Niðurlag

… þá stóð eg reikningsskap.

Notaskrá

DIVIIIs. 181.

Athugasemd

Textinn er prentaður í  Íslensku fornbréfasafni eftir uppskrift Eiríks Magnússonar frá 1891.

2 (1r-1r)
Máldagi kirkjunnar á Skarði á Skarðsströnd 1533
Vensl

Eftirrit með hendi Árna Magnússonar er í AM 85 8vo.

Upphaf

Á fjám kirkjunnar á Skarði skulu vera prestar ii …

Niðurlag

… Anno domini .m.° d xxx° tercio.

Notaskrá

DIIXs. 688.

Athugasemd

Textinn er prentaður í  Íslensku fornbréfasafni eftir uppskrift Eiríks Magnússonar frá 1891.

Efnisorð
3 (1v-27v)
Péturs saga postula
Upphaf

Í ÞANN tíma sem sjálf réttlætis sólin skein …

Niðurlag

… og ríkir einn Guð um allar veraldir réttlátra. Amen.

Notaskrá

Unger, Postola sögur1874s. 1-126.

Athugasemd

Texti lítillega skertur.

Efnisorð
4 (27v-36r)
Páls saga postula
Titill í handriti

Hér hefur upp Páls sögu postula

Upphaf

HEILAGUR Páll postuli var fæðingi á Gyðingalandi …

Niðurlag

… Per omnia secula seculorum. A-M-E-N.

Athugasemd

Texti lítillega skertur.

Notuð í lesbrigðaskrá neðanmáls í  Unger, Postola sögur1874s. 236-279 (B).

Efnisorð
5 (36v-39v)
Andrés saga postula
Titill í handriti

Hér hefst upp Andreus saga postula

Upphaf

HEilagur Guðs postuli Andreas var þrim sinnum kallaður af drottni Jesú …

Niðurlag

… Per omnia secula seculorum. Amen.

Notaskrá

Unger, Postola sögur1874s. 389-404.

Efnisorð
6 (40r-81v)
Tveggja postula saga Jóns og Jakobs
Vensl

Eftirrit í AM 239 fol.

Athugasemd

Óheil.

Bl. 64 hefur glatast úr handritinu en í stað þess er nú autt innskotsblað, tölusett.

Efnisorð
6.1 (40r-40v)
Formáli
Titill í handriti

Prologus

Upphaf

Friður og blessan drottins vors …

Niðurlag

… að settum þeim grundvelli er upp heldur alla góða hluti.

Efnisorð
6.2 (40v-81v)
Tveggja postula saga Jóhannis og Jakobi
Titill í handriti

Hér hefur upp sögu ija postula og blessaðra bræðra Johannis og Jacobi

Upphaf

ALmáttigur Guð mildur og blessaður skapari allra hluta …

Niðurlag

… Per omnia secula seculorum. Amen.

Notaskrá

Unger, Postola sögur1874s. 536-711.

Efnisorð
7 (82r-85v)
Tómas saga postula
Titill í handriti

Hér hefst Tómas saga postula

Upphaf

Þá er Tómas postuli er kallaður var öðru nafni Didimus kom …

Niðurlag

… og ríkir einn Guð um aldir alda. AMEN.

Athugasemd

Texti lítillega skertur.

Notuð í lesbrigðaskrá neðanmáls í  Unger, Postola sögur1874s. 712-727 (B).

Efnisorð
8 (85v-86ra)
Filippus saga postula
Titill í handriti

Hér hefur upp sögu Philippi postula

Upphaf

Heilagur Philippus postuli Guðs drottins vors …

Niðurlag

… þeim er trúa á Guð föður og son og anda helgan.

Notaskrá

Unger, Postola sögur1874s. 740-742.

Efnisorð
9 (86ra-86rb)
Jakobs saga postula
Titill í handriti

Capitulum

Upphaf

Jacobus postuli hafði forráð þeirrar kristni sem að Jórsölum var …

Niðurlag

… þann er með föður og helgum anda lifir og ríkir Guð um allar aldir. AMEN.

Notaskrá

Unger, Postola sögur1874s. 742-743.

Efnisorð
10 (86rb-88v)
Barthólómeus saga postula
Titill í handriti

Capitulum

Upphaf

INdíalönd eru iij …

Niðurlag

… síðan fór hann til Guðs þess er lifir og ríkir um allar aldir alda. AMEN.

Athugasemd

Notuð í lesbrigðaskrá neðanmáls í  Unger, Postola sögur1874s. 743-752. (B).

Efnisorð
11 (88v-89r)
Matthías saga postula
Titill í handriti

Electio Mathie capitulum

Upphaf

Síðan er drottinn vor Jesús Kristur sté upp til himna …

Niðurlag

… þeim er með föður og helgum anda lifir og ríkir Guð um allar aldir alda. AMEN.

Notaskrá

Unger, Postola sögur1874s. 775-778.

Athugasemd

Texti lítillega skertur.

Efnisorð
12 (89r-92r)
Tveggja postula saga Símonar og Júdasar
Titill í handriti

Hér byrjast [saga sæls Bartholomei]

Upphaf

Þá er postular vors drottins Jesú Krists komu á Persidaland …

Niðurlag

… honum sé lof og dýrð og vegur einum Guði í þrenningu um allar aldir. Amen.

Athugasemd

Texti lítillega skertur.

Þeim sem lýsti handritið hefur orðið á í messunni þegar hann skrifaði titil sögunnar.

Notuð í lesbrigðaskrá neðanmáls í  Unger, Postola sögur1874s. 779-789. (B).

Efnisorð
13 (92r-94v)
Mattheus saga postula
Titill í handriti

Saga Mathei

Upphaf

Tveir fjölkunnugir menn voru á Blálandi …

Niðurlag

… með helgum anda huggara einum Guði í þrenningu um allar aldir. Amen.

Athugasemd

Texti skertur.

Notuð í lesbrigðaskrá neðanmáls í  Unger, Postola sögur1874s. 797-807. (B) og Mattheus saga postula1994.

Efnisorð
14 (94vb-95ra)
Máldagi kirkjunnar á Skarði 1401
Upphaf

Maríukirkja að Skarði …

Niðurlag

… en hann afhenti Ólafi Guðmundssyni og Þórdísi móður hans.

Notaskrá

DIIIIs. 655-659.

Athugasemd

Texti lítillega skertur.

Eftirrit með hendi Árna Magnússonar er í Apogr. Dipl. Isl. I, 15, no. 1525. Textinn er prentaður í  Íslensku fornbréfasafni eftir eftirriti Eiríks Magnússonar frá 1891.

Innri dálkur á bl. 94v og bl. 95r-v upprunalega auð.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
ii + 95 + ii blöð í fólíó (319-412 mm x 254-273 mm), þar með talið autt innskotsblað í stað blaðs 64 sem hefur glatast. Bl. 1r upprunalega autt.
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðsíðumerking með bleki 2-190 (1v-94v) á neðri spássíu, einkum á versósíðum en á stöku stað einungis á rektósíðum. Þrjú öftustu blöðin merkt á bæði rektó- og versósíðum.
  • Síðari tíma blaðsíðumerking með bleki 3-184 (2r-92v) á efri spássíu.
  • Síðari tíma blýantsblaðmerking 1-95 (1r-95r) á efri spássíu (4 fyrstu blöðin með bleki). Sá sem blaðmerkti ruglast þegar kemur að blaði 22 og merkir það 23. Síðar hefur einhver annar gert tilraun til að leiðrétta blaðmerkinguna og skrifar með bleki ofan í 21 til að árétta það blaðtal, breytir síðan 23 í 22, en heldur leiðréttingum ekki áfram.

Kveraskipan

Talið er að handritið hafi upphaflega verið þrettán kver, en það er nú í lausum blöðum. Samkvæmt skýrslu Roger Powell frá 1966 (ópr.), hefur kveraskiptingin verið svo:

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-18, 5 tvinn.
  • Kver III: bl. 19-26, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 27-32, 3 tvinn.
  • Kver V: bl. 33-38, 3 tvinn.
  • Kver VI: bl. 39-46, 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 47-52, 3 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 53-60, 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 61-68, 4 tvinn.
  • Kver X: bl. 69-76, 4 tvinn.
  • Kver XI: bl. 77-82, 3 tvinn.
  • Kver XII: bl. 83-90.
  • Kver XIII: bl. 91-95, 2 tvinn og eitt stakt blað.

Umbrot

  • Tvídálka.
  • Leturflötur er 280 +/- 6 mm x 205 +/- 8 mm (ytri dálkur: 280 mm x 96 mm; innri dálkur: 280 mm x 95 mm).
  • Línufjöldi er 38, en aftast í handritiinu gjarnan 37.
  • Gatað fyrir línum og dálkum. Einnig má á stöku stað sjá strikað fyrir línum og dálkum, e.t.v. með oddi.
  • Stórir stafir, sem lenda í upphafi línu, eru víða dregnir út úr leturfleti.
  • Eyður fyrir titla: 1v.
  • Eyður fyrir kaflafyrirsagnir: 17v, 46v, 58v, 60v, 63v, 70v, 89v.
  • Eyður fyrir upphafsstafi: 46v, 63v, 70v.

Ástand

  • Bl. 64 hefur glatast úr handritinu en í stað þess er nú autt innskotsblað.
  • Texti skertur vegna skemmda á bl. 1, 31, 32, 53, 83, 91, 92, 93 og 94, og lítillega á bl. 5, 7, 8, 9v, 10v, 18v, 33, 88v, 89r.
  • Handritið er fúið, einkum aftast.
  • Á stöku stað eru upprunaleg göt í skinninu, t.d. á bl. 21 og 24.
  • Rifur saumaðar á bl. 1, 71, 69 og 95.

Skrifarar og skrift
Þrjár hendur.

I: bl. 1v-81v: Skrifari óþekktur, textaskrift.

II: 82r-83ra:3 (brenna) Skrifari óþekktur, textaskrift.

III: 83ra:3 (hann) - 94va:18: Skrifari óþekktur, textaskrift.

Skreytingar

Handritið er allt lýst með rauðrituðum fyrirsögnum og upphafsstöfum í ýmsum litum (rauðum, gulum, bláum, grænum og svörtum) og eru stafirnir stærstir við upphaf hverrar sögu. Lýsingarnar virðast allar vera verk eins manns og hefur Guðbjörg Kristjánsdóttir greint handbragð sama manns á lýsingum AM 168 a 4to, AM 168 b 4to og hugsanlega einnig AM 653 b 4to ( Guðbjörg Kristjánsdóttir 1993 s. 25 , sjá einnig Slay 1960 s. 10 og Ólafur Halldórsson 1967 s. 13 um lýsingarnar).

Upphafsstafir með myndum af postulunum (5-9 inndregnar línur) eru á sex stöðum:

  • Bl. 1v: H (5 línur) með mynd af Pétri postula í upphafi Péturs sögu postula.
  • Bl. 27v: H (6 línur) með mynd af Páli postula í upphafi Páls sögu postula.
  • Bl. 40r: F (8 línur) með mynd af Jóhannesi postula í upphafi prologus Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs.
  • Bl. 47r: A (7 línur) með mynd af Jakobi postula í upphafi 21. kafla Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs.
  • Bl. 82r: Þ (9 línur) með mynd af Tómasi postula í upphafi Tómas sögu postula.
  • Bl. 89r: Þ (7 línur) með mynd af Barthólómeusi postula í upphafi Tveggja postula sögu Símonar og Júdasar, en hér hefur sá sem lýsti handritið gert mistök og dregið myndina í rangan staf ( Ólafur Halldórsson 1967 s. 13 ).

Stórir upphafsstafir með myndum af furðuskepnum eru á þremur stöðum:

  • Bl. 23v: Þ (4 línur) í upphafi kafla í Péturs sögu postula.
  • Bl. 36v: H (5 línur) í upphafi Andrés sögu postula.
  • Bl. 85v: H (5 línur) í upphafi Filippus sögu postula.

Að auki eru stórir upphafsstafir með laufteinungum eða öðru laufskreyti á nokkrum stöðum:

  • Bl. 40v: A (8 línur) í upphafi Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs.
  • Bl. 50r: T (8 línur) í upphafi kafla í Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs.
  • Bl. 53r: A (5 línur) í upphafi kafla í Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs.
  • Bl. 88v: S (5 línur) í upphafi Matthías sögu postula.
  • Bl. 92r: T (6 línur) í upphafi Mattheus sögu postula.

Í upphafi kafla eru að jafnaði minni upphafsstafir (2-3 línur) í ýmsum litum, með pennaflúri í öðrum lit. Inní mörgum þeirra eru mannsandlit. Á þremur stöðum í Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs eru ívið stærri stafir af þessari gerð:

  • Bl. 70v: Þ (4 línur).
  • Bl. 73r: F (4 línur).
  • Bl. 73v: Þ (4 línur).

Rauðritaðar fyrirsagnir eru í upphafi sagna og kafla.

Á nokkrum stöðum eru teikningar á spássíum: Bl. 24r (laufskreyti), 29r (höfuð konu og hönd hennar í fatla, dregið með rauðu bleki), 49v (laufskreyti dregið með bláum lit, með athugasemd um litinn), 50r (höfuð og herðar manneskju, e.t.v. eftir þann sama og gerði myndina á 29r) og (konuhöfuð).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 64 autt innskotsblað úr skinni, til að auðkenna að 1 blað vantar í texta.
  • Viðbót á bl. 1r:1-18, skrifuð c1507-1523 ( Slay 1960 s. 11 ).
  • Viðbót á bl. 1r:19-27, skrifuð 1533 ( Slay 1960 s. 12 ).
  • Viðbót með þremur höndum á bl. 94vb-95ra, skrifuð c1401 ( Slay 1960 s. 11 ).
  • Víða síðutitlar, ef til vill með sömu hendi og blaðsíðumerkir á efri spássíum.

Á nokkrum stöðum í handritinu eru spássíugreinar af ýmsu tagi. Oft er einungis um pennakrot að ræða, en hér má einnig finna formúlur um bréfaupphöf, latínuklausur, nöfn og athugasemdir um feril. Hér á eftir er listi yfir það markverðasta og m.a. stuðst við  Slay 1960 s. 8, 12-13 :

  • Bl. 1r: Gamalt safnmark (10442 mss ph).
  • Bl. 1r: Athugasemd um ástand með hendi Sir Thomas Philipps.
  • Bl. 1r: Einar Einars son Med Eigin Hende [Ott]e Drottinz er vpp haf vitsku. Einar þessi kemur fyrir í skjölum frá 1542 í tengslum við bóndann á Skarði.
  • Bl. 35v: Mannsnafn frá 18. öld (eygell).
  • Bl. 47v og 70r: Athugasemdir frá 17. öld (nú er gott úti og nú er gott blek kæri vin Egill Hagens).
  • Bl. 63v: Athugasemd um að vanti í texta, e.t.v. með sömu hendi og síðutitlar og blaðsíðumerking á efri spássíum.
  • Bl. 94v: Athugasemd frá c1400, e.t.v. um Orm Snorrason.
  • Bl. 94v og 95r: Athugasemdir um Þórð Þorsteinsson nokkurn frá 15. öld.

Band

Band frá 1966 (445 mm x 330 mm x 60 mm). Mahóníspjöld, upphleyptur kjölur klæddur skinni. Handritið liggur í kassa úr rósaviði.

Til að verja blöðin í handritinu voru hvít skinnblöð sett aftan við hvert þeirra þegar handritið var bundið (samtals 95 blöð). Einnig voru þau blöð sem verst eru farin (bl. 92-94) sett í plastmöppur.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skarðsbók postulasagna var skrifuð á Íslandi, líklega á Helgafelli, fyrir Orm Snorrason lögmann á Skarði á Skarðsströnd, varla fyrir 1360 og naumast síðar en um 1375 ( Ólafur Halldórsson 1994 s. xlviii ).

Um aldur á viðbótum sjá Spássíugreinar og aðrar viðbætur.

Ferill

Allt bendir til að bókin hafi frá upphafi verið á Skarði á Skarðsströnd. Samkvæmt máldaga kirkjunnar á Skarði frá c1401 (94vb-95ra) og Vilkinsmáldaga gaf Ormur Snorrason kirkjunni bókina og hefur hún verið hálf eign kirkjunnar og hálf bóndans. Skarðsbókar postulasagna er síðast getið á Skarði í prófastsvísitasíu 1807, en 1827, þegar Steingrímur biskup vísiteraði Skarðskirkju, var hún ekki talin með eignum kirkjunnar. Ekkert er vitað um feril bókarinnar frá þeim tíma og til 1836 þegar enski bókasafnarinn Sir Thomas Philipps keypti hana af Thomas Thorpe, bóksala í London. 1945 var bókin seld til fyrirtækis William H. Robinson í London en komst seinna í eigu Lionel Robinson og Philip Robinson. 30. nóvember 1965 keyptu íslenskir bankar hana hjá Sotheby og Co. í London og færðu Handritastofnun Íslands að gjöf, 18. október 1966 (sbr. Slay 1960 og Ólafur Halldórsson 1966 og 1994 ).

Aðföng

Handritastofnun Íslands fékk handritið að gjöf frá íslenskum bönkum 18. október 1966.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

DKÞ og GI skráðu 6. október 2003. Einkum var stuðst við  Slay 1960:10 , Ólaf Halldórsson 1966 og Ólaf Halldórsson 1994 . ÞS jók við 21.-27. janúar 2009, 5. maí 2009 og síðar.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið 3. febrúar - 12. ágúst 1966, af Vigdísi Björnsdóttur og Roger Powell.

Myndir af handritinu

  • Ljósprent í  Early Icelandic Manuscripts in Facsimilie (II) 1960 .
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, gerðar af Jóhönnu Ólafsdóttur í október 1996.

Notaskrá

Höfundur: Kjeldsen, Alex Speed
Titill: Opuscula XIII, Bemærkninger til pronomenet sjá og dets middelalderlige historie
Umfang: s. 243-287
Titill: Katrínar saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Ólafsson, Þorbjörg Helgadóttir
Umfang: 93
Höfundur: Slay, Desmond
Titill: Codex Scardensis, Introduction
Umfang: s. 7-18
Titill: Jóns saga Hólabyskups ens helga,
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: XIV
Titill: The History of the Cross-Tree down to Christ's Passion: Icelandic Legend Versions,
Ritstjóri / Útgefandi: Overgaard, Mariane
Umfang: XXVI
Titill: Early Icelandic Manuscripts in Facsimile, Codex Scardensis
Ritstjóri / Útgefandi: Slay, D.
Umfang: II
Höfundur: Einar G. Pétursson
Titill: Breiðfirðingur, Fróðleiksmolar um Skarðverja
Umfang: 48
Höfundur: Eiríkur Magnússon
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Kodex Skardensis af postulasögur
Umfang: 8 (Ny följd 4)
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Titill: Kirkja og kirkjuskrúð, Lýsingar í íslenskum handritum
Umfang: s. 93-98
Höfundur: Helgi Þorlákssonn
Titill: Gripla, Sturlunga - tilurð og markmið
Umfang: 23
Höfundur: Hersteinn Brynjólfsson, Sigurgeir Steingrímsson
Titill: Care and conservation of manuscripts, Codex Scardensis. History and restoration
Umfang: 8
Titill: Skarðsbók: Codex Scardensis, AM 350 fol, Íslenzk Míðaldahandrit
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson, Ólafur Halldórsson, Sigurður Líndal
Umfang: I
Höfundur: Nordal, Jóhannes
Titill: Gripla, Ferill Skarðsbókar
Umfang: 16
Höfundur: Jón Þorkelsson
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Islandske håndskrifter i England og Skotland
Umfang: 8 (Ny följd 4)
Höfundur: Collins, Lucy Grace
Titill: The Codex Scardensis : studies in Icelandic hagiography
Titill: Færeyinga saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: 30
Höfundur: Bekker-Nielsen, Hans, Shook, L. K., Widding, Ole
Titill: Mediaeval Studies, The Lives of the Saints in Old Norse Prose: A Handlist
Umfang: s. 294-337
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Um Fóstbræðrasögu,
Umfang: I
Titill: , Mattheus saga postula
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: XLI
Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Til Sebastianus saga
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: The localisation and dating of medieval Icelandic manuscripts, Saga book
Umfang: 25
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Helgafellsbækur fornar,
Umfang: XXIV
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Ólafs saga Tryggvasonar en mesta,
Umfang: 1
Titill: Sögur úr Skarðsbók
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Gripla, Rímnaerindi í Postulasögum (Samtíningur)
Umfang: II
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Strengleikar slegnir Robert Cook, Maríujarteinir frá Mjóabóli
Umfang: s. 50-55

Lýsigögn