Það nýja Testamentum á íslensku: Yfirséð og lesið eftir þeim réttustu útleggingum sem til hafa fengist. Matth. 17. Þessi er minn elskulegur sonur á hverjum ég hef alla þóknan honum skulu þér hlýða. Prentað á Hólum í Hjaltadal ANNO M. DC. IX. (Bl. 1r).
„Það Nýja testamentum, á íslensku“
Með hendi Jóns Finnssonar í Flatey, léttiskrift.
Titilsíða skreytt með ramma utan um texta, með rauðum lit (bl. 2r).
Stórir, litaður og skreyttir upphafsstafir.
Upphafstafir með andlitsmyndum.
Minni upphafstafir við upphaf kafla.
Bókahnútar (bl. 11v, 275r).
Band er sennilega upprunalegt, en ártalið 1729 er prentað á baksíðu þess (100 mm x 109 mm x 90 mm).
Skinnband, tréspjöld klædd blindþrykktu pergamenti, með tveimur spennslum. Á kápu er gylltur rammi og fangamarkið: „O.G.S.“ fyrir miðju. Kjölur skiptist í fjóra reiti og eru reitir gullþrykktir með mynstri, nema annar reitur ofan frá, þar er gullþrykkt: „DET NYE TESTAMENT“.
Handritið er í ljósgrárri öskju (álímt efni) (116 mm x 109 mm x 89 mm). Límmiði á kili með safnmarki.
Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, nr. 923.
Á bl. 1r stendur með rauðum stöfum: „Þessa bók eignaðist eg Olafur Gunnlaugsson anno M.DCC.XXX og hefur Jón H Finnsson er var í Flatey á Breiðafirði skrifað hana.“
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.
Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.