Ottómönsk tyrknesk – pernsnesk orðabók, eftir İbrahim Şâhidî (1470–1550).
Pappír.
Leturflötur afmarkaður með gylltum römmum.
Texti skrifaður frá hægri til vinstri.
Skreyting á blaði 28r.
Gylltir rammar utan um texta handritsins.
Skinnband með álímdum marmarapappír.
Handritið var skrifað í Ottómanaveldinu, á 17. öld.
Í handritinu er miði sem á hefur verið skrifað: „Persian manuscript, written on India paper in the seventeenth century. Professor Fiske.“
Lbs 5336–5339 8vo eru úr bókasafni Willards Fiske prófessors sem mun hafa verið afhent Landsbókasafni snemma á 20. öld. Voru handritin geymd meðal fágætra erlendra bóka í safninu en voru færð í handritasafn vorið 2023.