„Ýmisleg ljóðmæli, ort af ýmsum skáldum, söfnuð og skrifuð af Oddi Guðbrandssyni, Dagverðarnesi 1881“
Nafngreindir höfundar: Ásmundur Gíslason Dalaskáld (ljóðabréf), Bjarni Jónsson (ljóðabréf), Gísli Sigurðsson á Ósi á Skógarströnd (ljóðabréf), Guðmundur Bergþórsson (Heimspekingaskóli, Vinaspegill, Tólfsonakvæði), Hákon Hákonarson í Brokey (ljóðabréf o.fl.), Jón Jónsson (ljóðabréf til Ásmundar Gíslasonar) og Össur Jónsson (ljóðabréf). Hér eru ennfremur bæjarvísur (rímur) úr Haukadal og Miðdölum eftir Ásmund Gíslason Dalaskáld og af Skógaströnd eftir Jónas Gíslason á Leiti, einnig Hrakningsríma 1864 (107 erindi) eftir Jón Jónsson frá Kálfárvallakoti í Staðarsveit og Hrakningsríma (183 erindi) eftir Jón Guðmundsson á Hellu á Selströnd.
Pappír.
Gjöf 28. juni 1984 frá Málfríði Sigfúsdóttur, Kleppsvegi 6 í Reykjavík.