Skráningarfærsla handrits

Lbs 4059 8vo

Rímna- og kvæðakver ; Ísland, 1898

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Rímur af Selikó og Berissu
Titill í handriti

Rímur af Selíkó og Berissu ortar af handlækni Hallgrími Jónssyni skagfirðing. Uppklóraðar af Guðmundi Kjarnanssyni ár 1898.

Upphaf

Krists frá burði birta menn / byrjað sagan getur ...

Athugasemd

5 rímur, vantar mansöngva.

Efnisorð
2
Rímur af Tútu og Gvilhelmínu
Titill í handriti

Rímur af Tútusi konungi ortar af Hallgrími Jónssyni. Upphripaðar af Guðmundi Kjartanssyni ár 1898.

Upphaf

Efnið kemur máls á met / myndar nýja gleði ...

Athugasemd

8 rímur, vantar mansöngva.

Efnisorð
3
Kvæði
Athugasemd

Annálskvæði, Borgarkvæði, Gimsteinn eftir Bergstein blinda, Kóngshugvekja, Kvæði um óstöðugleika þessa lífs, Náðarbón, Rósinkranzkvæði (Annálskvæði) og Úrsúlukvæði.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
169 skrifaðar blaðsíður (192 mm x 125 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; skrifari:

Guðmundur Kjartansson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1898.
Ferill

Gunnvör R. Elíasdóttir á Dynjanda átti kverið 1899.

Aðföng

Lbs 4059-4063 8vo, gjöf 31. maí 1974 frá Jóhanni Gunnari Ólafssyni bæjarfógeta á Ísafirði.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 13. ágúst 2020.

Handritaskrá, 4. aukabindi, bls. 246-247.

Lýsigögn
×

Lýsigögn