Heimspekingaskóli, Kappakvæði, Lífsleiðing og Vinaþökk. Geðfró, Nóavísur og Veronikukvæði; enn fremur mánaðaheiti og Hafursgrið.
Pappír.
Fremra skjólblað er brot úr bréfi frá Sigurði Helgasyni dannebrogmanns til ókkunns viðtakanda, dags. á Jörfa 13. nóvember 1848.
Nöfn í handriti: Guðný Þórðardóttir (109v) og Hreggviður að Miðhrauni (109r), hafa átt kverið.
Fleiri nöfn: G. Guðmundsdóttir, I. Dagsson (83v); Jóhann Árnason, Páll Jónsson (109v); I. H.-dóttir (110v).
Lbs 3372-3402 8vo, gjöf til Íslands frá Sigurði Bárðarsyni smið, er bjó um skeið á Jörfa, en fluttist til Vesturheims sumarið 1886. Sonur Sigurðar, Leo Breiðfjörð , sendi Háskóla Íslands handritin 1952 , en síðan voru þau afhent Landsbókasafni til eignar. Sum handritin eru með nafni séra Helga Sigurðssonar á Melum, en handrit úr fórum hans voru send börnum hans vestur um haf að honum látnum 1889.
Skráning Gríms M. Helgasonar og Lárusar H. Blöndal á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 3. aukabindi, bls. 132 .
Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 21. juli 2020.