Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 143 8vo

Galdrakver ; Ísland, 1670

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

1 (1r-27v)
Galdrakver
Notaskrá

Handritið var gefið út undir titlinum Galdrakver árið 2004.

Prentuð rit um galdra þar sem handritsins er sérstaklega getið: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri. Safnað hefur Jón Árnason, I-II, Leipzig 1862-1864, og

Matthías Viðar Sæmundsson, Galdrar á Íslandi. Íslensk galdrabók. Reykjavík 1992.

Athugasemd

Óheilt.

Efnisorð
1.1 (1r-7v )
Himnabréf
Upphaf

Það sunnudaga bréf …

Niðurlag

… sannarlega amen

Efnisorð
1.2 (8r-27v)
Galdrar
Upphaf

Þessir eru þeir níu hjálparhringar …

Niðurlag

… að hann mæti honum.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
ii + 27 + ii blöð (124-127 mm x 77-80 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking 1-27.

Við síðari tíma blaðmerkingu hefur gleymst talan 15 en 17 verið tvískrifuð, þ.e.a.s. blað merkt 16 á að vera 15 og fyrra blað merkt 17 á að vera 16.

Kveraskipan

5 kver.

  • Kver I: bl. 1-6.
  • Kver II: bl. 7-13.
  • Kver III: bl. 14-19.
  • Kver IV: bl. 20-22.
  • Kver V: bl. 23-27.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er 102-105 mm x 60-65 mm.

Línufjöldi er 17-21.

Síðustu orð á síðu hanga á stöku stað undir leturfleti.

Ástand

Fyrsta síðan (1r) er nánast ólæsileg og virðist bæði skemmd af sóti og fitu, sem einnig má finna á jöðrum sumra annarra blaðsíðna, svo að einstaka stafir eða orð eru nánast horfin. Á eftir blöðum 7, 20 og 27 eru blaðbrotsblöð.

Afbrigðilegt blað: 22 (124 mm x 66 mm).

Á eftir blaði 22 vantar a.m.k. eitt blað. Skinn handritsins er hart, þykkt og óþjált.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Skreytingar

Myndir af galdrastöfum: 8v-9v, 10v-14r, 21r-22r og 27v.

Skrautbekkur: 8r

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremra saurblað 2r titilsíða með hendi Páls Pálssonar stúdents: Handritasafn Hannesar Biskups Finnssonar. Innihald. Forneskjufræði.

Band

Band frá því um 1865 (131 mm x 85 mm x 18 mm).

Skinnbindi með leifum af þveng. Mun einhvern tímann áður hafa hlíft öðru handriti sömu stærðar.

Á fremra spjaldi rektó virðist mega lesa: Caleudarium og undir Catalogucumm.

Páll Pálsson stúdent batt inn (Galdrakver 2004, s. 8).

Handritið er í öskju.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1670.
Ferill

Úr safni Hannesar Finnssonar biskups.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson las yfir og bætti við, 12. janúar 2012 ; Sigrún Guðjónsdóttir frumskráði fyrir myndvinnslu, 12. október 2010 ; Handritaskrá, 2. b.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 13. október 2010.

Myndað í október 2010.

Handritið var bundið inn eftir að það kom í vörslu Landsbókasafns.
Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í október 2010.

Notaskrá

Titill: Galdrakver. Ráð til varnar gegn illum öflum þessa og annars heims.
Ritstjóri / Útgefandi: Ögmundur Helgason
Titill: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Árnason
Höfundur: Matthías Viðar Sæmundsson
Titill: Galdrar á Íslandi. Íslensk galdrabók
Umfang: s. 466 s. : myndir, ritsýni
Lýsigögn
×

Lýsigögn