Aftasti hlutinn er með hendi Hallgríms bókbindara sonar Péturs. Annállinn er í 15 bindum undir safnmörkunum Lbs 2767-2781 4to. Ritið, eða hluti þess, er til prentað í fimm bindum.
Ísland, um 1870-1901.
Keypt árið 1940 af Þorsteini M. Jónssyni, bóksala á Akureyri.
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 26. júlí 2023 ;
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. aukabindi , bls. 50.