Ljóðabókin er í tveimur pörtum, fyrri hlutinn er með hendi Guðmundar Ísfolds og Jóns Johnsoniusar en seinni hlutinn með hendi Grunnavíkur-Jóns.
Pappír.
Bundið með bókinni fremst er titilsíða og efnisyfirlit með hendi Páls Pálssonar stúdents.
Ísland, síðari hluti 18. aldar.
Lbs 852-853 4to komið í eigu Jóns Péturssonar frá Boga Benediktssyni á Staðarfelli.
Handritið er úr handritasafni Jóns Péturssonar, sem keypt var árið 1898.
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 20. janúar 2023 ;
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. bindi , bls. 375.