Skráningarfærsla handrits

Lbs 244 4to

Samtíningur ; Ísland, 1600-1899

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína; danska

Innihald

1
Ritgerðir
Athugasemd

Brot af ritgerðum eftir Jón Guðmundsson lærða.

1) Um jörð vora hér far greinir og hennar undarlegar náttúrur fram yfir önnur stærri lönd og betri. Jón G.s.

2) Nöfn og tegundir steina og grasa

3) Um nokkur grös

4) Um lækningar og ráð við ýmsum meinsemdum, svo og nokkurar huldu- og töfrakonstir (brot, sbr. Lbs 233 III 4to).

5) Um dies critici og blóðtökur (brot).

Með hendi frá um 1680-1700.

Efnisorð
2
Jurtaheiti
Athugasemd

Á latínu með íslenskum heitum settum hér og hvar og athugasemdum, hvar þau og þau grös vaxi hér á landi.

Með hendi Sveins Pálssonar læknis.

3
Grasaheiti (Chloris Svecica)
Athugasemd

Aftast er athugasemd með hendi Hannesar Finnssonar biskups, er sýnir hverjar jurtir hér vaxa.

4
Underretning om Æblekærners Behandling
Titill í handriti

Underretning om Æblekærners Behandling til Træernes Opælskning der af

Athugasemd

Frá síðara hluta 18. aldar.

5
Fiska- og fuglaheiti
Athugasemd

18. öld.

Efnisorð
6
Physik
Athugasemd

Fyrirlestrar með hendi þeirra bræðra Steingríms og Stefáns Jónssona.

Efnisorð
7
Phænomena quædam physica
Athugasemd

Phænomena quædam vulgaria ex observationibus ex Physica J. G. Krügeris og Physica Petri van Mussckenbroek Edit. 2da Lugd. Bat. 1741.

Á íslensku með hendi Hannesar Finnssonar biskups.

8
Canones quidam et adagia
Athugasemd

Canones quidam et Adagia ex Philosophia Probati et ex eadem Desumti.

Með sömu hendi.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
iii + 158 blöð (198 mm x 160 mm).
Skrifarar og skrift
Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Titill og innihald á saurblaði 2r með hendi Páls Pálssonar stúdents.
Band

Léreftsband bundið í kjöl og horn, marmarapappír á pappaspjöldum. Bundið af Páli Pálssyni. Álímdir miðar með hans hendi.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á 17.-19. öld.
Ferill

Lbs 240-244 4to, úr safni Steingríms Jónssonar biskups.

Aðföng

Handritasafn Hannesar Finnssonar og Steingríms Jónssonar var keypt af Valgerði Jónsdóttur 5. júní 1846 og marka kaupin stofnun handritasafns.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 22. september 2022 ; Handritaskrá, 1. b. bls. 185-186.
Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Páli Pálssyni.

Lýsigögn