Skráningarfærsla handrits

Lbs 62 4to

Samtíningur lögfræðilegs efnis ; Ísland, 1600-1800

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Alþingisdómar og samþykktir
Athugasemd

Útdráttur úr nokkrum alþingisdómum og samþykktum 1608-1705.

2
Alþingis og héraðsdómar 1489-1746
Athugasemd

Þar á meðal er: Uppkast til lögreglulaga eftir Pál Vídalín og Benedikt Þorsteinsson (blað 33); Um að fyrirgjöra fé og óðsmanns bætur. Aut. Jón Magnússon; Álit lögmannanna Sigurðar Björnssonar og Magnúsar Jónssonar um landtaxta 1684; Erindagerðir Knúts Steinssonar á Íslandi 1555 og svar Íslendinga við þeim (blað 75 og 85).

3
Alþingisbækur
Höfundur
Athugasemd

Alþingisbækur; heil frá 1652; brot frá 1661, mest um mál Torfa Erlendssonar og um gjaftollsfisk eftir Árna Oddsson; brot frá 1684; heil frá 1768.

4
Lögfræðiritgerðir
Athugasemd

Brot af ritgerð um erfðir og erfingja eftir Jón Magnússon; Lítill Discursus um þinga tíma á langa föstu tíma, Jón Magnússon 1712; Practica legalis. Nodus Gordius eftir síra Jón Daðason (óheilt); Útskýring á 1. bókar 4. og 5. kapitula norsku laga. Registur er í Lbs 297 4to.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
x + 299 blöð (200 mm x 160 mm).
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur; óþekktar.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremst er yngra titilblað og efnisyfirlit.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ísland, 17. og 18. öld.

Ferill
Registur kongsbréfa, sem voru á Bessastöðum, með hendi Hákonar Ormssonar, og brot úr þingbókum Vigfúsar Hannessonar í Árnessþingi og Magnúsar Björnssonar í Snæfellsnessýslu, blöð 79-82 og 101-117, afhent Þjóðskjalasafni.
Aðföng

Lbs 61-62 4to úr safni Hannesar biskups Finnssonar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 14. nóvember 2019 ;

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. bindi , bls. 133-134.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn