Skráningarfærsla handrits

KBAdd 452 4to

De Prioritate Dotis apud Islandos, 1700-1799

Athugasemd
Skýrsla skrifuð af Páli Vídalín árið 1721, þýdd á dönsku 1757 að viðbættu Notula Translatoris á dönsku.
Tungumál textans
danska

Innihald

1 (1r-4v)
De Prioritate Dotis apud Islandos
Titill í handriti

De Prioritate Dotis apud Islandos

Upphaf

Fordi jeg, efter landtsingets langvarige möde ...

Niðurlag

... herr amtmandens aller [tien?] [sterbodigste?] [tiennar?].

Skrifaraklausa

Víðidalstunga den 20. Augusti anno 1721. Páll Vidalin. (Bl. 4v).

2 (5r-9v)
Notula translatoris - De hac Prioritate Dotis
Titill í handriti

Notula translatoris - De hac Prioritate Dotis

Upphaf

Mand lover det giarna i sin nöd ...

Niðurlag

... skal verde billiger sandhæret og etableret.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 10 + i blað (205-208 mm x 165-167 mm). Bl. 9v og 10v eru auð.
Tölusetning blaða
Blaðmerkt á efri spássíuhorni 1-10, með blýanti, síðari tíma viðbót.
Kveraskipan

Eitt kver: bl. 1-10, 5 tvinn.

Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 170-174 mm x 122-125 mm.
  • Línufjöldi er 21-22.
  • Leturflötur er afmarkaður með brot í blaði.
  • Griporð, pennaflúruð.
Ástand
  • Blek smitast í gegn.
  • Jaðar bylgjaður og dökkur.
  • Efst á bl. 10r er krotað yfir tvær línur.
Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Marteinssonar, fljótaskrift.

Skreytingar

Skreyting við og umhverfis griporð.

Línufylling, bl. 9r.

Band

Band frá 19. öld (211 mm x 173 mm x 5 mm). Pappaspjöld klædd pappír með bláu marmaramynstri. Leður á kili og hornum. Safnmarksmiði framan á kápu og annar innan á fremra spjaldi. Saumað í kápu. Saurblöð eru ný.

Eldri saurblöð fylgja með í öskju (230 mm x 185 mm x 18 mm), með stimpli frá Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til 18. aldar í Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter, bls. 447.

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Viðgerðarsaga

Morten Grønbech gerði við handritið í apríl til ágúst 1995. Handritið er í gömlu bandi, skipt hefur verið um saurblöð og handritið er í öskju. Eldri saurblöð eru með í öskju. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn