Nokkrar | óreglulegar reglur | á spurningum framsettar | eftir stafrófi | um það | hvern veg rétt eigi að skrifa bók | stafa og tala þá lifandi | íslenska tungu. | Þetta er það fyrsta ávarp. | Í flýti samantekið eftir | því sem það sinn í huga | kom í Sauðlauksdal. | Árið 1762. Greint ávarp þar skrifað upp aftur nokkrum sinnum það sama ár af Hr. B.H.S. fyrir sjálfan hann. (Bl. 1r). Áttunda regla | Um hljóðsfegurð eður Euphoniam bæði í lausu og | bundnu máli. (Bl. 62r).
„Formálinn. Um nauðsyn réttrita / Það er Orthographiæ / meður oss Íslendingum“
„Þótt nokkrum mönnum sýnaz kynni það mál ...“
„... Þón, Fón, tálkn, fanir.“
Óheilt, endar á fyrirsögninni: „Áttunda regla“, þar fyrir aftan eru auðar síður.
17 kver:
Óþekktur skrifari, fljótaskrift en kansellísbrotaskrift í fyrirsögnum, fyrstu línum kafla og áhersluorðum.
Titilsíða bl. 1r og 62r
Fyrirsagnir með kansellíbrotaskrift.
Blekdregnir upphafsstafir (1-2 línur) víða.
Einfaldur rammi um leturfleti.
Band frá 18. öld (207 mm x 163 mm x 12 mm). Mjúk pappaspjöld klædd pappír með lituðu flæðimynstri. Safnmarksmiði á kili og innan á fremra spjaldblaði.
Handritið liggur í öskju (230 mm x 181 mm x 23 mm).
Handritið er tímasett til loka 18. aldar í Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter, bls. 441.
Morten Grønbech gerði við handritið í nóvember til desember 1995. Ekkert var hreyft við bandi, en handritið er í nýrri öskju. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.
Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995.