„... þeir friðhelgir sem ...“
„... FINIS. Eftir stafrófinu ...“
Óheilt, vantar bæði framan og aftan af, og 2 blöð í miðju. Bl. 1r-6v: Byrjar í Mannhelgi kafla 16 og endar í Kvennagiftingum kafla 6. Bl. 13r-24v, Yfirlit yfir „Norsku erfðir“ ásamt „Saxisk ret og Kristian IV.s reces.“
Tvö kver:
Óþekktur skrifari, léttiskrift.
Litaður upphafsstafur skreyttur með laufformum, gulur, rauður, blár og grænn, (8 línur), bl. 7v.
Blekdregnir upphafsstafir (1-2 línur).
Litað inn í stafi með rauðum lit bl. 6v.
Fyrirsagnir dregnar hærri en texti meginmál.
Handritið er í tveimur blágráum pappírskápum (152 mm x 107 mm x 3 mm) og safnmark fremst á kápu. Það er varðveitt í öskju (384 mm x 303 mm x 67 mm) ásamt KBAdd 35 I 4to, KBAdd 35 II 4to, KBAdd 35 IV 4to, KBAdd 35 V 4to, KBAdd 35 VI 4to, KBAdd 35 VII 4to KBAdd 35 VIII 4to og KBAdd 35 IX 4to.
Stimpill frá Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn er á neðri spássíu á bl. 1r.
Handritið er tímasett til 17. aldar í Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter, bls. 439-440.
Christine Bronér og Mette Jakobsen, gerðu við handritið í september 1995 til apríl 1996. Handritið er í IX hlutum og er hver í sérstakri kápu nema III er í tveimur og IV í nýju bandi. Allt í einni öskju og fylgdi dót úr gömlu bandi. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.
Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995-1996.