Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

KBAdd 35 I 4to

Kristinréttur Árna og Kristinna laga þáttur, 1350-1399

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1v)
Kristinréttur Árna biskups
Upphaf

... egg æt undan …

Niðurlag

… fyrir sína hönd at prófa

Athugasemd

Óheilt.

Úr kafla 41.

2 (1v-2v)
Kristinna laga þáttur
Titill í handriti

Hér er hinn forni kristinn réttur

Upphaf

Það er upphaf laga vorra að allir menn ...

Niðurlag

... bert eða blóðugt ...

Notaskrá

Grágás: (Skálholtsbók) III, s. 502-7 og s. xliv.

Athugasemd

Endar óheilt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
2 blöð (220 mm x 155-159 mm).
Tölusetning blaða
Engar blaðmerkingar.
Kveraskipan

Eitt tvinn.

Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er 180 mm x 125 mm.
  • Línufjöldi er 33.
  • Eyður fyrir upphafstafi.
  • Leiðbeiningarstafir á spássíum.
Ástand
  • Blöðin eru dökk, sérstaklega 1r og 2v sem er nánast ólæsilegt.
  • Göt sem skerða texta, bl. 1.
  • Gat sem skerðir ekki texta, bl. 2.
  • Blöðin hafa verið notuð til bókbindingar, og eru því illa farin, brot, sérstaklega bl. 2v.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, ein hönd, textaskrift.

Skreytingar

Skreyttur rauður upphafsstafur, bl. 1v.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Rauðritaðir minni upphafsstafir.

Band

Handritið er í blágrárri pappírskápu (244 mm x 190 mm) og safnmark fremst á kápu. Það er varðveitt í öskju (384 mm x 303 mm x 67 mm) ásamt KBAdd 35 II 4to, KBAdd 35 III 4to, KBAdd 35 IV 4to, KBAdd 35 V 4to, KBAdd 35 VI 4to, KBAdd 35 VII 4to KBAdd 35 VIII 4to og KBAdd 35 IX 4to.

Stimpill frá Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn er á neðri spássíu á bl. 2r.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til seinni hluta 14. aldar í Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter, bls. 439.

Ferill
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Viðgerðarsaga

Christine Bronér og Mette Jakobsen, gerðu við handritið í september 1995 til apríl 1996. Handritið er í IX hlutum og er hver í sérstakri kápu nema III er í tveimur og IV í nýju bandi. Allt í einni öskju og fylgdi dót úr gömlu bandi. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995-1996.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn, viðaukar
  • Safnmark
  • KBAdd 35 I 4to
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn