Skráningarfærsla handrits

KBAdd 30 IV 4to

Fróðleikur um norræn staðarnöfn, að hluta til útskýrð., 1790-1810

Tungumál textans
latína (aðal); íslenska

Innihald

(1r-7v)
Fróðleikur um norræn staðarnöfn, að hluta til útskýrð.
Vensl

AM 269 8vo inniheldur sama verk í annarri útfærslu.

Upphaf

Adal-sýsla, pars Estlandiæ, mari Baltico adsita ...

Niðurlag

... 70 juxta Torf.

Athugasemd

Á forsíðu KBAdd 30 I 4to kemur fram að Jón Ólafsson frá Grunnavík telji Grím Thorkelín höfund verksins, en hann hafi tekið þetta eintak árið 1775 til eigin afnota. Hins vegar skrifar Grímur Thorkelin á spássíu að Eggert Ólafsson sé upprunalegur höfundur, en hann hafi aukið við og endurbætt (sjá bl. 1r).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
16 blöð + i (213 mm x 166 mm). Auð bl. 1r, 8r-16v.
Tölusetning blaða
  • Blaðmerkt með blýanti á efri spássíu 1-6.
  • Blaðmerkt með blýanti á neðri spássíu 47-54, 65.
Kveraskipan

Eitt kver:

  • Kver I: bl. 1-16 (1+16, 2+15, 3+14, 4+13, 5+12, 6+11, 7+10, 8+9), 8 tvinn.

Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 192 mm x 138 mm.
  • Línufjöldi er 37-40.
  • Leturflötur er afmarkaður með rauðum lóðréttum línum.
  • Strikað fyrir línum.
Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, snarhönd.

Band

Band frá 1995 (221 mm x 191 mm x 27 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra nýju bandi. Safnmark á kili.

KBAdd 30 IV 4to er í sama bandi og KBAdd 30 I 4to, KBAdd 30 II 4to og KBAdd 30 III 4to.

Fylgigögn
  • Tvö auð blöð fyrir framan handritið sjálft, safnmark á fremra blaði og tvö auð blöð fyrir aftan.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til um 1800 í Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter bls. 438.

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Viðgerðarsaga

Niels Borring gerði við í apríl til ágúst 1995. Handritið er í nýlegu bandi. Nákvæm lýsing á ljósmyndun, viðgerð og kverskiptingu fylgdi með.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995-1996.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn