Vantar framan við, og liggur þar með uppskrift með hendi Sighvats Borgfirðings.
Aftan við er registur. Á blaði fremst stendur: „Ekki til á Íslenskum bókasöfnum. SBfi.“
Pappír.
Skinnband og hefir verið með spennum.
ÍB 799 - 806 8vo, frá Jóni Borgfirðingi.
Á þetta handrit hefur Benedikt Gabríel Jónsson skrifað nokkuð aftast í fyrsta hluta.
Nafnið Brynjólfur Halldórsson á Kaldbak er aftan á titiblaði Lækningabókarinnar.
Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 175.
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 8. maí 2018.