Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍB 51 fol.

Sögubók ; Ísland, 1688

Athugasemd
Skaddað á jöðrum og óheilt framan og aftan og sumstaðar innar (bl. 62, 151 og 166 eru fyllt m. yngri hönd., ca. 1820
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Saga um Lúðvík fyrsta Frakkakonung og Vilhjálm af Choren
Athugasemd

Eitt blað úr sögu Loðvík fyrsta Frakkakonung og Vilhjálm af Choren (17. aldar orðbragð)

Efnisorð
2
Saga af Huga Skapler
Efnisorð
3
Sigurgarðs saga og Valbrands
Titill í handriti

Sigrgarði og Valbrandi

Athugasemd

vantar framan af

Efnisorð
4
Trójumanna saga
5
Tristrams saga og Ísoddar
Titill í handriti

Sagan af Tristam og Isønd

Athugasemd

vantar framan af

Efnisorð
6
Ketils saga hængs
Titill í handriti

Saga af Katli hæng

7
Gríms saga loðinkinna
8
Örvar-Odds saga

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð // Ekkert mótmerki (á víð og dreif á blöðum 4-202).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: ROESKILDE, síðari tíma viðbót // Ekkert mótmerki (62, 151 og 166).

Blaðfjöldi
408 blöð (283 mm x 175 mm).
Tölusetning blaða

Handrit blaðmerkt með blýanti.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er um 238-242 mm x 140-155 mm.

Línufjöldi er 34-36.

Griporð.
Skrifarar og skrift
Ein hönd (viðbót á bl. 62, 151 og 166 með annarri hendi).

Jón Þórðarson?

Band

Liggur laust í pappaspjöldum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1688
Ferill

ÍB 51-52. fol. frá Þorláki Ólafssyni (Johnson) 1861. Hefir Jón Sigurðsson ritað á 2. bl. "Svartskinna", og segir, að hún hafi áður verið svo kölluð, "meðan hún var heil" (Skýrslur og reikn. bmf. 1861-2, bls. xxj). Handritið mun vera upphaflega ritað handa Magnúsi Jónssyni í Vigur, líkist handbragði skrifara hans, Jóns Þórðarsonar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Ása Ester Sigurðardóttir lagfærði skráningu 8. október 2024; Jón Kristinn Einarsson bætti við skráningu 19. október 2018; Sigríður Hjördís Jörundsdóttir yfirfór skráningu 27. mars 2012 ; Eva Kamilla Einarsdóttir frumskráði, 23. júní 2011 ; Handritaskrá, 2. b. ; Átaksverkefni 2011.
Lýsigögn
×

Lýsigögn