„Hér byrjast upp kristinsdómsbálkur Íslendinga hinn nýi og segir í fyrsta kapítula um kristiliga trú“
„Það er upphaf laga vorra Íslendinga sem upphaf er allra góðra hluta …“
„… hafa hálft konungur en hálft biskup.“
„Hér byrjast Hirðskrá“
„Það er upphaf hirðlaga vorra …“
„… konungi vorum til trausts og sæmdar. Oss …“
Síðustu línur laganna hljóta að hafa verið á öðru af þeim tveimur blöðum sem glatast hafa úr handritinu og móta sést fyrir aftast.
18 kver.
Óþekktur skrifari, textaskrift. Letrið er stórt og reglulegt. Sama hönd er á fyrri hluta GKS 3268 4to, AM 420 a 4to, og sumum vísunum í Egils sögu Möðruvallabókar
Handritið er allt lýst með litdregnum upphafsstöfum. Sams konar upphafsstafi er að finna í öðru Jónsbókarhandriti frá sama tíma og með sömu hendi, GKS 3268 4to, og mjög svipaðir upphafsstafir eru einnig í Stjórnarhandritinu AM 226 fol. og Flateyjarbók, GKS 1005 fol., sem Magnús Þórhallsson lýsti (sbr. Guðbjörg Kristjánsdóttir 1993 , bls. 25-26).
Krossfestingarmynd er á bl. 23v (ytri dálki), en hún er talin gerð af sama manni og lýsti Skarðsbók Jónsbókar, AM 350 fol. (sbr. Guðbjörg Kristjánsdóttir 1993 , bls. 25).
Spássíumynd af hengdum manni er á bl. 7r, við upphaf kafla um gröft í kirkjugarði.
Spássíumynd af manni er á bl. 97r, við upphaf Þjófabálks.
Stór upphafsstafur í mynd dreka er á einum stað:
Stór sögustafur er á einum stað:
Upphafsstafir skreyttir með pennaflúri (3-5 inndregnar línur) og margir með myndum af dýrum og kynjaskepnum ýmiskonar, eru í upphafi annarra bálka:
Minni pennaflúraðir upphafsstafir (yfirleitt 2 inndregnar línur), einlitir með flúri í öðrum lit, eru í upphafi kafla. Í mörgum þeirra eru einnig myndir af dýrum, kynjaskepnum eða mannsandlitum.
Rauðritaðar fyrirsagnir eru alls staðar við upphaf bálka og kafla.
Línufyllingar í rauðum og grænum lit eru í efnisyfirliti á bl. 23v-25v og á stöku stað aftan við rauðritaðar fyrirsagnir.
Víða er strikað eða dregið með rauðum lit í stafi og orð til áherslu.
Nótur á spjaldblöðum.
Gotneskt band frá ca 1644-1662. Eikarspjöld og kjölur klædd með dökkbrúnu kálfskinni (280 mm x 210 mm x 80 mm). Leður blindþrykkt á spjöldum og kili. Þrykking: Sammiðja rammar og miðjuklisja. Miðjuklisjan sýnir Judith með afhöggvið höfuð Holoferns í vinstri hönd og sverðið í þeirri hægri. Þrefaldur línurammi utan um klisjuna og utan um hann er þrykkborði með endurtekinni röð fimm mismunandi skjaldmynda. Milli þessa miðjureits og þrefalds beinlínuramma við spjaldbrún er flúrborði með röð pálmalaufa. Tvöfaldar þrykklínur á skáskurði spjaldbrúna. Kjölur er fimm reitir, rosetta í þremur innstu reitunum en stjarna í ystu (vantar neðst vegna viðgerðar). Spjaldblöð (leyst frá spjöldum 1972 (sbr. aftara spjald)) eru bókfell úr latnesku helgisiðahandriti með nótum. Pennakrot á fremra spjaldblaði rektó og á aftara spjaldblaði.
Föst við spjöld eru rifrildi úr próförk (fremur en fullprentuðu blaði) að Þorláksbiblíu sem var prentuð á Hólum í Hjaltadal 1644. Þetta bendir eindregið til að handritið hafi verið bundið á Hólum (sbr. seðil Ólafs Halldórssonar).
Handritið liggur í öskju.
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til miðrar 14. aldar (sbr. Stefán Karlsson 1967:27 ), en Kålund tímasetti til fyrri hluta aldarinnar ( Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifter 1900:72 ).
Brynjólfur Sveinsson biskup átti handritið 1644 (neðri spássía 2r) en sendi það Det kongelige bibliotek árið 1662.
Nöfnin Brynjólfur og Daði eru krotuð á fremra spjaldblað rektó.
Nafnið Jón Magnússon kemur fyrir á bl. 87r.
Dagsetningin 16. febrúar 1626 kemur fyrir á bl. 44r.
Dagsetningin 1614 kemur fyrir á bandi.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. janúar 1981.
Viðgert í Kaupmannahöfn 1972.