„Vm tiundar gjalld“
„Það er mælt í lögum hér að menn skulu tíunda fé sitt ...“
„... er hann Marteins messu vistfastur.“
Prentað hjá Jóni Sigurðssyni í Diplomatarium Islandicum 1875, I, p. 77-85.
Síðutal hefur verið fært inn, en þar gætir þó nokkurrar ónákvæmni og hefur verið hlaupið yfir bl. 1r.
Tvær hendur eru á handritinu. Skriftin er vandvirknisleg og línubil ríflegt. 1. hönd (bl. 1-13 ) er stífari og eldri en 2. hönd.
Fyrirsagnir með rauðbrúnu bleki. Sums staðar eru eyður fyrir fyrirsagnir. Rauða (rauðbrúna) blekið er sérstaklega dökkt á fremstu blöðum handritsins. Stundum hefur texti fyrirsagnar verið skráður (lýsara) til leiðbeiningar á spássíu með smærri skrift.
Stórir og skrautlegir upphafsstafir í upphafi þátta. Fyrir flesta þeirra eru dregnar inn þrjár til fimm línur. Form hvers stafs er dregið með lit og skreytingin pennadregin með einum eða tveimur öðrum litum. Sums staðar er bakgrunnur stafanna fylltur með lit. Litirnir sem oftast eru notaðir eru rauður, ólífugrænn, og blágrænn og stöku sinnum gulur. Laufskreyti (foliage) eða laufteinungar með smátenntum laufum og hnúðum eru dregnir meðfram stafleggjunum og sveigjast út á spássíur eða mynda spírala og samhverf form innan í belgjum og bjúgformum stafanna. Út úr laufteinungunum vaxa sums staðar króklaga flúrlínur.
Skrautlegir upphafsstafir í upphafi undirkafla. Sumir eru nokkuð stórir og skreyttir á svipaðan hátt og upphafsstafir þáttanna (t.d. F á bl. 28ra og E á bl. 61r ). Aðrir eru minni en þó töluvert skreyttir; bryddaðir eða fylltir með smátenntum laufum og hnúðum á sveigðum teinum sem dregnir eru með öðrum lit en stafurinn sjálfur (t.d. bl. 7v ). Fyrir þessa stafi eru dregnar inn tvær eða þrjár línur.
Einfaldir upphafsstafir í upphafi undirkafla. Sumir eru aðeins litdregnir, með rauðbrúnu, blágrænu, ólífugrænu eða gulu bleki, og óskreyttir (t.d. bl. 26v og 52v ). Aðrir eru einungis lítillega skreyttir með einföldum pennadráttum eða flúrkrullum í sama eða öðrum lit (t.d. bl. 52v ). Þessir stafir eru dregnir í tveggja línu reiti (einstaka í þriggja línu reiti). Á stöku stað eru auðir reitir fyrir upphafsstafi sem þessa (t.d. bl. 22r ).
Upphafsstafir málsgreina skrifaðir með breiðum dráttum til áherslu og dregnir út á spássíu þegar þeir koma fyrir í upphafi lína. Þessir stafir eru skrifaðir með sama bleki og textinn og stundum lítillega skreyttir með rauðu (t.d. bl. 50r ).
Einföld seinni tíma pennateikning af efri hluta manns með kórónu á neðri spássíu bl. 78v .
Mjög víða spássíutákn í formi handa með bendandi fingur (t.d. bl. 9v og 50r ).
Band (xx mm x xx mm x xx mm). Tréspjöld klædd skinni, blindþrykktu, með gylltum ramma á fremra blaði. Kjölur upphleyptur.
Auk titils á kili er á bandi bókarinnar skjaldarmerki Danmerkur og fangamark Kristjáns konungs VII. Við bókband hafa spássíur hér og þar verið bættar með nýju bókfelli.
Handritið er tímasett um 1250 í Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter, bls. 30 (nr. 41). Í Ordbog over det norrøne prosasprog. Registre, bls. 471 eru eftirfarandi tímasetningar:
Upplýsingar um eigendur og önnur mannanöfn koma fyrir á bl. 4r (á haus), 22v, 57v, 67v, 86r, 90v, 93v.
Elst er vísukornið á bl. 90v (frá fyrri helmingi 16. aldar) þar sem „Þorsteinn finn bog(a)son “ er sagður eigandi og með sömu hendi virðist spássíugrein á bl. 4r þar sem nefndur er „Biarne torfason“.
Jón Sigurðsson ályktar að handritið hafi verið í eigu Þorsteins Finnbogasonar í Hafrafellstungu, sýslumaður í Þingeyjar þingi og líklega hefur faðir hans, Finnbogi hinn gamli lögmaður, í Ási í Kelduhverfi, er talinn hafa verið „hinn mesti lögfræðingur á Íslandi um sína daga“. Hann var lögmaður norðan og vestan 1484 á 16. öld
Ísleifur Sigurðsson á Frund í Eyjafirði hefur fengið bókina frá Þorsteini. Þaðan hefur bókin farið til Jóns Magnússonar á Svalbarði á Svalbarðsströnd.
Sonur hans, Staðar-hóls Páll og kona hans Helga Aradóttir, hafa síðan eignast bókina og farið með hana vestur. Þaðan hefur bókin sennilega komist í hendur dóttur þeirra, Ragnheiði Pálsdóttur. (Sjá nánar eigendasögu í í Dipl. Isl. I, bls. 76.)
Sonur hennar, Brynjólfur Sveinsson biskup sendir síðan bókina Friðriki III konungi Dana með bréfi til bókavarðar hans, Vilhjálmi Lange July 10, 1656. (Sjá NKS 1392 fol., bl. 6r og Sturl. Proleg. §27.)
Það fundust engar upplýsingar um „Bjarna Torfason“ bl. 4r eða „Gísla Þórðarson“ á bl. 57v.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 16. mars 1979.
Gefið út ljósprentað í Corpus Codicum Islandicorum Medii Ævi 3 (1932).
Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger.