Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,7

Jarðakaupabréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-v)
Jarðakaupabréf
Upphaf

Það gjörum vér Guðmundur Jónsson prestur, Bjarni Jónsson, Sveinn Sveinsson góðum mönnum kunnigt með þessu voru opnu bréfi …

Niðurlag

… setjum vér vor innsigli fyrir þetta jarðakaupabréf hvert skrifað var í sama stað, ár og dag sem fyrr segir.

Athugasemd

Um jarðakaup Jóns Loftssonar og Jóns Björnssonar sem fór fram í Flatey á Breiðafirði 9. október 1585.

Jón Loftsson seldi Jóni bónda Björnssyni jörðina Þyrilsvelli í Steingrímsfirði en sá síðarnefndi seldi Jóni Loftssyni jörðina Laugar í Hvammssveit.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Eitt blað (204 mm x 167 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 150 mm x 140 mm.
  • Línufjöldi er 24.

Ástand
  • Rétt ofan við miðju blaðsins hefur líklega legið rétthyrndur seðill (50 mm x 90 mm) sem hefur valdið því að letrið er allmáð á þeim stað.
  • Blaðið hefur verið styrkt með sýrufríum pappír.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Skreytingar

Upphafstafur (Þ) er pennaflúraður og nær út fyrir leturflöt.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á versóhlið blaðsins stendur: Bréf Jóns Loftssonar og Guð minn komi nú til mín.

Dagsetning bréfsins er skrifuð með blýanti efst í vinstra horni bl. 1r.

Safnmarkið er skrifað efst á bl. 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi, nánar tiltekið í Flatey á Breiðafirði, 9. oktober 1585.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 26. júlí 2017.
  • ÞS lagfærði og jók við 18. september 2017.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn