„Svo felldan vitnisburð ber eg séra Thómas Ólafsson að eg var hjá …“
„… til sanninda hér um festa eg mitt innsigli fyrir þetta vitnisburðarbréf skrifað í Bæ í Súgfirði [svo] í Staðarkirkjusókn de collacio johannis babptiste anno domini þúsund fimm hundruð tuttugu og fimm ár.“
Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 250, bl. 278-279. Reykjavík 1909-1913
Vitnisburður að Sigmundur Brandsson heitinn hefði lýst því yfir í sinni dauðstíð, að synir Jóns Sigmundssonar heitins, Sturli og Grímur, væri sínir löglegir erfingjar og eignarmenn eftir sinn dag að jörðinni Bæ í Súgandafirði, með öðru fleira, er bréfið hermir (DI IX:278).
Óþekktur skrifari.
Á blaði 1v með yngri hendi: „Vitnes burdur um Bæ“.
Umbúðir frá 1996 eða fyrr.
Ekkert innsigli er varðveitt enn innsiglisþvengurinn hangir við bréfið.
Bréfið var skrifað á Íslandi.
Bréfið var skrifað í Bæ í Súgandafirði 29. ágúst 1525.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.