Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,12-13

Tvö kvittunarbréf ; Ísland

Athugasemd
Tvö bréf skrifuð á sama blað.
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1v)
Kvittunarbréf.
Upphaf

Það gjörir Eyvindur Guðmundsson góðum mönnum kunnigt með þessu mínu opnu bréfi að eg hefir upp borið …

Niðurlag

… er gjört var á Reykjahólum á Reykjanesi fimmtu næstan eftir hvítasunnudag. Árum eftir Guðs burð þúsund fimmhundruð og átta ár.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 180, bl. 212-213. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Lýsing Eyvindar Guðmundssonar um greiðslur Björns Þorleifssonar til Guðna Jónssonar fyrir atvist og fylgi að vígi Páls heitins Jónssonar (DI VIII:212).

2 (1r-1v)
Kvittunarbréf.
Upphaf

Það gjör eg Jón Gamlason góðum mönnum kunnigt með þessu mínu opna bréfi …

Niðurlag

… á Reykjahólum á Reykjanesi fimmtudaginn næstan eftir hvítasunnudag. Anno domini millesemo quingentesimo octavo.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 179, bl. 212. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Lýsing Jóns Gamlasonar um greiðslur Björns Þorleifssonar til Guðna Jónssonar í „hugmót“ og sakeyri fyrir það, að Björn var með Eiríki Halldórssyni í flokk og fylgi, þá er Páll heitinn Jónsson var fyrir ófyrirsynju sleginn í hel (DI VIII:212).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (115 mm x 205 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 82 mm x 185 mm
  • Línufjöldi er 19.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v: „Quittantja Eivindar Gudmundssonar til Biornz ÞS“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (365 mm x 290 mm x 20 mm).

Innsigli

Eitt innsigli er á bréfinu og hálfur innsiglisþvengur að auki.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið er skrifað á Reykjahólum 15. júní 1508.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 23. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn