„Það gjörir Eyvindur Guðmundsson góðum mönnum kunnigt með þessu mínu opnu bréfi að eg hefir upp borið …“
„… er gjört var á Reykjahólum á Reykjanesi fimmtu næstan eftir hvítasunnudag. Árum eftir Guðs burð þúsund fimmhundruð og átta ár.“
Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 180, bl. 212-213. Reykjavík 1906-1913
Lýsing Eyvindar Guðmundssonar um greiðslur Björns Þorleifssonar til Guðna Jónssonar fyrir atvist og fylgi að vígi Páls heitins Jónssonar (DI VIII:212).
„Það gjör eg Jón Gamlason góðum mönnum kunnigt með þessu mínu opna bréfi …“
„… á Reykjahólum á Reykjanesi fimmtudaginn næstan eftir hvítasunnudag. Anno domini millesemo quingentesimo octavo.“
Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 179, bl. 212. Reykjavík 1906-1913
Lýsing Jóns Gamlasonar um greiðslur Björns Þorleifssonar til Guðna Jónssonar í „hugmót“ og sakeyri fyrir það, að Björn var með Eiríki Halldórssyni í flokk og fylgi, þá er Páll heitinn Jónsson var fyrir ófyrirsynju sleginn í hel (DI VIII:212).
Skrifari óþekktur.
Á blaði 1v: „Quittantja Eivindar Gudmundssonar til Biornz ÞS“.
Umbúðir frá 1996 eða fyrr (365 mm x 290 mm x 20 mm).
Eitt innsigli er á bréfinu og hálfur innsiglisþvengur að auki.
Bréfið var skrifað á Íslandi.
Bréfið er skrifað á Reykjahólum 15. júní 1508.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.