Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI,19

Vitnisburðarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf.
Upphaf

Það gjörum við Hjalti Þorfinnsson og Ólafur Guðmundsson góðum mönnum viturligt …

Niðurlag

… á Grund í Eyjafirði þiðjudaginn næsta fyrir Tómasarmessu postula þá liðið var frá Guðs burð fimmtán hundruð og þrjú ár.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 620, bl. 663-664. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Vitnisburðarbréf um umboð Jóns Finnbogasonar á fé Ólafar Jónsdóttur haustið næsta eftir pláguna (1495) með þeim greinum, er bréfið hermir (DI VII:663).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (85-94 mm x 185 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 65-70 mm x 175 mm.
  • Línufjöldi er 14.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Tveir innsiglisþvengir eru fastir við bréfið en innsiglin eru ekki varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í bréfinu kemur fram að það var skrifað á Grund í Eyjafirði 19. desember 1503.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 5. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn